Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

þriðjudagur, mars 07, 2006

the scarlet pimpernel

sendi útsendara sinn hingað um helgina þegar fyndna barnið lagðist í sóttina sem kennd er við skarlat. Var reyndar rosa heppin því hún fékk hvorki hitann né hálsbólguna sem sóttin byrjar venjulega á heldur fékk hún þetta í gegn um sár sem hún er með í andlitinu eftir flökkuvörtuafbrunann sem hún var í um daginn.. grey kellingin, alltaf eitthvað að angra hana.

Allavega var hún eldhress allan tímann og nú eftir 3 daga kåvepenin inntöku eru meira að segja útbrotin horfin og eina sem eftir stendur er helv... pensillínmagapínan. Er samt ekki að kvarta neitt of mikið yfir pensillíninu miðað við að hér áður fyrr, ekki einu sinni lengra síðan en svo að m&p muna eftir því þurfti fólk að fara í einangrun ef það fékk skarlatsótt (jafnvel í marga mánuði) og mörg börn dóu úr sóttinni. Þá er nú heldur betur skárra að skella í sig sullinu og vera mættur aftur í leirið á Jörva eftir tvo daga, þó maður sé heldur slappur í maganum.

Versta er að nú er mig farið að klæja allógurlega um allt.. goddam! Má ég kynna Hallveigu Rúnarsdóttur, ímyndunarveikissjúkling. Batahorfur því miður ekki góðar.

Barnið var meira að segja nógu hresst um helgina til að vera í fyrirfram skipulagðri gistingu meðan við Nonni stóri fórum að hrista á okkur skankanna á árshátíð KÁBÉ. ÞvíLÍKT sem það var gaman! kengúra í matinn og skemmtiatriðin eftirfarandi:

Skari skrípó og Eva veislustjórar og með töfrasjó
Stelpurnar (á stöð2 þeas) með myndband
Vesturport með rosa Moulin Rouge sjó, Selma, Sjonni Brink og loftfimleikamenn
Köntrísveit Baggalúts
Millarnir með Bogomil, Bjarna Ara, Stebba Hilmars og Ragga Bjarna
og síðast en ekki síst... dadararAAAAAAAAA:

WIG WAM!!!!!

Skemmtilegasta árshátíð up to date hjá okkur hjúunum, og samt vorum við (svona næstum því) bláedrú! Greinilega the way to go í þeim málum.