Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, júní 11, 2006

Af messum...

Söng í maraþonmessu í Áskirkju í dag þar sem var verið að setja nýjan sóknarprest. Líst svona líka afbragðsvel á hann nema að einu leyti sem er að hann virðist ekki vera búinn að hrista af sér sveitatempóið og... tal... ar.... mjög... mjööög... hægt.....
Það teygðist því úr messunni í óhófi þar eð bæði var verið að skíra og svo auðvitað setja prestinn og svo var altarisganga í troðfullu rigningarblautu húsi, og það ánægjulegasta af öllu var að loftræstingin var biluð og leið okkur því á söngloftinu eins og gufusoðnu brokkolíi eftir einn og hálfan tíma. Maður hreinlega SÁ gufurnar stíga upp af pelsklæddum bláhærðum kerlingunum. Góð stemmning semsagt eða eins og Stebbi bassi orðaði það svo skemmtilega "ég held að mér hafi tekist að svitna á stöðum sem ég vissi ekki að hefðu svitakirtla!"