Eftir sýninguna fórum við svo út í stórfenglegt sumarkvöldið og þá kom í ljós að Jóninn hafði plottað að bjóða mér alminnilega út að borða og hafði látið mig halda að við værum bara rétt að fá okkur samloku eða svo fyrir sýninguna. Í staðinn enduðum við á einum af okkar uppáhalds stöðum, Austur Indía fjelaginu sem er eins og alþjóð veit einn besti indverski staður í veröldinni og þótt víðar væri leitað. Hann stóð undir væntingum eins og fyrri daginn, okkar kæri fyrrverandi nágranni sem vinnur þarna gaf okkur complimentary forrétt og leysti okkur út með tveimur ógeðslega flottum cobra glösum.. bara gott.
Tókum okkur svo góðan göngutúr um miðbæinn eftir matinn en pössuðum okkur á að koma okkur þaðan áður en ógeðið hæfist.
Dásamlegt kvöld og með skemmtilegri afmælisgjöfum sem ég hef fengið.
Enda á ég líka æðislegan mann.
<< Home