operation Kjalvegur
fórum Kjalveg hinn forna um helgina, Hveravellir-Hvítárnes. Leiðin allt í allt um 42 kílómetrar eða sosum eins og eitt maraþon. Fórum með ferðaklúbb besta bankans og nokkrum auka norsurum. Fyrst eyddum við hálfum degi á röltinu og í heitu lauginni á Hveravöllum og lögðum svo af stað á laugardeginum, gengum þá ca 10 tíma yfir í Þverbrekknamúla og gistum þar, það eru um það bil 25 km. Seinni daginn röltum við svo í rólegheitunum þessa 17 km niður í Hvítárnes, sem tók um 5 og hálfan tíma.
Fengum alveg stórfenglegt gönguveður, á laugardaginn var um 20 stiga hiti, hlý gola og ekki mikil sól, þó nóg til að ég líti út eins og eftir ca viku á rímíní. Sunnudagurinn var ögn kaldari og sólarlaus en báða dagana var þó svo háskýjað að vel sást til fjalla og jökla á leiðinni.
Og hvílíkir jöklar og hvílík fjöll! Hofsjökull, Langjökull, Kerlingafjöll, Hrútfell (eða Regnbúðajökull eftir hvar maður er á landinu), Bláfell og Jarlhettur svo fátt eitt sé nefnt. Mikið afskaplega er landið okkar fallegt..
Ekki spillti fyrir að hópurinn var alveg einstaklega skemmtilegur og jákvæður þrátt fyrir þrálátar hrotur í norsurunum fyrri nóttina. Okkur fannst samt alveg merkilegt hvað norðmennirnir drukku á göngunni, þeas sumir. Ekki mátti hvíla í 5 mínútur nema að gammeldanskinn væri dreginn upp, og einn lét sér það ekki nægja heldur skellti í sig einum hálfslítrabjór í hverju einasta "kaffi"stoppi. Og þau voru mörg því þetta var yfirlýst ókraft-ganga og stoppað á um klukkutíma fresti til að njóta útsýnisins og taka myndir. Kannski ástæðan fyrir hvað þeir voru skemmtilegir greyin :D
Allt í allt alveg frábær ferð sem við eigum eftir að lifa á lengi. Nú langar mig mest til að skreppa austur á Eyjabakka eins og bróðir minn og mágkona, sé hvort það gangi upp áður en ljótu mennirnir skemma svæðið..
Nokkrar myndir í blogginu hér fyrir neðan.
<< Home