BirthdayVælan
átti aldeilis frábært afmæliskvöld með Nonna sæta í gær, ákváðum að skella þessu fram um viku þar sem gæti verið hætta á hálendisgönguferð á afmælinu sjálfu og þar fyrir utan var síðasta sýning á sjóinu sem mig langaði til að vera boðið á í gærkveldi.
Dagurinn var þó sem betur fer ekki afmælisdagurinn sjálfur því hann var frekar súr og ég því ekki í mjög góðu skapi þegar ég kom heim um korter yfir sex og fór að búa mig, tók mér góóóðan tíma í málningu og annað sprúss og var svo í vandræðum (vælu veinólínó) með að ákveða í hvað skyldi fara. Tíu mínútum í sjö berast svo köll að neðan..
Jón: Hallveig mín, þú veist að klukkuna vantar tíu mínútur í!
Ég: já, ég veit, tíu mínútur í sjö.. við náum alveg samt að fá okkur bita fyrir sýninguna.
Jón: nei, sýningin byrjar sjö, vissirðu það ekki?
Panikk í tíunda veldi helltist yfir mig þar sem ég stóð á sokkabuxunum og haldaranum.. þvílíkt og annað eins stress.. ég var vægast sagt komin í brjálað skap á leiðinni niður í óperu, við rétt náðum inn á fyrstu tónunum og þurftum að fikra okkur í sætin með viðeigandi klappi á kolla annarra sýningargesta. Náðum þó í sætin áður en fyrstu orðin voru sungin og fór þá heldur betur að lyftast brúnin á minni.. þegar ég var tíu ára gömul circabát átti Tinna vinkona nefnilega kasettu með lögum úr Litlu Hryllingsbúðinni, upprunalegu uppfærslunni með Leifi Hauks, Eddu Heiðrúnu, Ladda, Bjögga og þeim og hlustuðum við á þetta út í GEGN í um það bil ár eða svo. Kunnum textana aftur á bak og áfram og lifðum okkur inn í þennan stórskemmtilega heim.
Því bar við að eftir öll leiðindi dagsins fann ég mig þarna í nostalgíu dauðans og skemmti mér stórvel.
<< Home