Af hverju var ekki hægt að halda þessa tónleika einhvern annan dag? Ég er viss um það að langflestir tónleikagestir hefðu lagt á sig ferð niður á Klambratún að hlusta í næstu viku einhverntíma, það var algjör óþarfi að vaða svona yfir hinn almenna þátttakenda á þessum (sem gæti verið) skemmtilega degi. Og nú má ekki misskilja mig þannig að ég hafi verið á móti tónleikunum yfirleitt því þeir hafa örugglega verið algjörlega frábærir. Bara tímasetningin sem fer í mig.
Og svo endar þetta auðvitað í gargandi fylleríi og viðbjóði eins og landans er von og vísa. Mér finnst alltaf jafn fyndið að hlusta á ráðamenn í borginni og hjá Lögreglunni væla og vola yfir þessu ár eftir ár þegar lausnin liggur jafn augljóslega fyrir. Færa þetta einfaldlega yfir á sunnudag.. það er nú ekki flóknara en það.
Ég vona svo sannarlega að eitthvað verði gert til að sporna við þessari þróun því upprunalega menningarnæturkonseptið var alveg stórkostlega skemmtilegt. Vona að við sjáum eitthvað því líkt aftur í framtíðinni.
<< Home