Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

mánudagur, ágúst 07, 2006

Forréttir voru þrír, kræklingur í kampavíns- og kryddjurtasoði, heitreyktur svartfugl á eplum og lauk með hlynsírópi og piparrótarrjóma og að lokum saltfiskpaté í filodeigi með grillaðri tígrisrækju. Hvert öðru ljúffengara..
Aðalréttur kveldsins var svo pönnusteiktur steinbítur í engifer- og vínberjasósu með glænýjum kartöflum og grillaðri papriku sem var bæði ljúffengur og saðsamur, sérstaklega þar sem var boðið upp á ábót.. sem er btw a first á svona stað hjá okkur Jóni. Af einstakri græðgi bað ég nú um ábótina en gat svo að sjálfsögðu ekki klárað hana, ekki einu sinni þó Jón reyndi að hjálpa mér eftir að klára sína :)
Eftirrétturinn voru tvær gerðir af heimalöguðum ís, annar var með möndlum og kókos og rosalega góður en hinn var einfaldlega out of this world, ís með brenndri karamellu. Þessu var svo skolað niður með bragðgóðu kaffi og konjakki hjá þessum sem var ekki að keyra.
Fengum okkur einstaklega ljúft chileanskt chardonnay, vina maipo sem er frekar neutralískt og gekk því með öllu sem við fengum.
Afskaplega vel heppnað kvöld og sú gamla alveg í skýjunum eins og við líka. Snilld bara! Mæli EINDREGIÐ með að fólk skelli sér undir hraundranga næst þegar það á leið norður yfir heiðar. Ekki samt Jón Heiðar.