ein spurning..
Af hverju finnst þessum sem eru að mótmæla við Borgina það slæmt að fréttamenn spyrji þessa stjórnmálabavíana spjörunum úr? Er ekki einmitt bara fínt að þetta lið sé aðeins grillað?
Sumt skil ég hreinlega ekki alveg.
Mér finnst líka furðulegt að vera á annan bóginn sífellt að kvarta yfir því að fjórða valdið - fjölmiðlarnir séu ekki að sinna sínu hlutverki (sem ég er reyndar gersamlega sammála)og svo á hinn bóginn að ráðast á tækjabúnað annarrar sjónvarpsstöðvarinnar þegar hún er einmitt að reyna að sverma að liðinu..
já, nei, sumt skil ég barasta ekki.
Annars segi ég bara við báða lesendur mína gleðilegt nýtt ár.. ekki veitir víst af!
<< Home