Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

föstudagur, október 24, 2003

VEI!

Fór í VÍS í dag.. var þokkalega ánægð með mína menn. Þeir ætla að borga viðgerðina á bláu þrumunni (aaaa við bláu þrumuna, aaaa við bláu þrumuna.. góður bíll) og svo ætla þeir líka að endurgreiða mér ALLA peningana sem ég þarf að láta læknana fá! hmm.. er að fara til tannsa í næstu viku.. ætli ég geti skellt því með í hrúguna? sé þetta alveg fyrir mér:
"já, sko ég fann bara alveg GREINILEGA að vinstri augntönnin skekktist lítillega við höggið..."

Og fyrir ykkur sem eruð að spegúlera: já þetta ER sami tannlæknir og keyrði á mig fyrir 10 árum! sem gefur mér aðra hugmynd sem væri góð fyrir VÍS.. kannski vorkennir hann mér svo mikið að hafa lent í þessu aftur að hann gefur mér fríbí!
Má alltaf reyna.. ;)

VÍS má eiga það, þeir eru ekki svo slæmir.. allavega ekki fyrir okkur.. skiptu jú þrisvar um gólf á njallanum... Sjáum ekki eftir einni einustu krónu í þá félaga. Erum jú í ÞOKKALEGUM plús.. og ekki bara F- plús! hehehe.. I´m so funny..

Áframhaldandi öppdeit á glápið:

Myndin með Heather Graham hét Committed: ÞVÍLÍKT RUSL!!! ef þið sjáið hana í hillunni hlaupið þá æpandi í öfuga átt.. þó það sé í átt að hillunni með myndum með Bette Midler og Lizu Minelli...

Svo horfði ég á Possession: mér fannst hún æðisleg.. því ég vissi ekkert um hana fyrirfram. Prime Time Chick Flick.

Horfði svo á Bachelor (já ég veit, ég veit en ég er VEIK!) og einn fyndnasta sex and the city þátt (eða dræsurnar frá Dalvík eins og við súpermann köllum þær) sem ég hef séð! Allavega þann langbesta í þessari syrpu.. nóg blaður.. time for some crypton love....