Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, júní 21, 2006

Vælan.is kynnir!! stórfenglegur menningarviðburður!!

jæja nú er komið að því að skella sér á hádegistónleika í góða veðrinu á morgun, fimmtudaginn 22.06 og koma að hlusta á okkur Árna í Gallerí Anima, Ingólfsstræti 8 kl 12.15.

Skemmtilegur salur sem er líka myndlistargallerí þannig að hlustendur fá enn meira fyrir sinn snúð, heila myndlistarsýningu í þokkabót!

Á efnisskránni verða sönglög úr leikritum, lög úr Sjálfstæðu fólki eftir Atla Heimi (já og Laxness auðvitað), Pétri Gaut eftir Hjálmar H. (og þarafleiðandi Ibsen líka eller hur?) og svo verða lög úr þremur söngleikjum eftir Stephen Sondheim (og Stephen Sondheim. Kallinn gerði textana líka.)

Og koma soh, allir að mæta ;)