Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, maí 26, 2004

fyndna barnið um lítil börn og guð

Ragnheiður Dóra: Mig langar svo í lítið systkini!

Mamma: Langar þig?

Ragnheiður Dóra: Já.. litla systur.

Mamma: Þegar kemur nýtt barn þá getum við ekki ákveðið hvort það verður stelpa eða strákur, ástin mín.

Ragnheiður Dóra: Jú víst. Og ég vil litla systur.

Mamma: Veistu hver það er sem ræður hvort það verður? Það er guð sem ræður. En þú getur beðið hann um að það verði lítil stelpa, þá rætist það kannski.

Ragnheiður Dóra: Veistu hvað ég geri! Ég set bara á mig vængina mína, flýg upp til Guðs og bið hann um litla systur!


Verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því... :)