Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, maí 26, 2004

Vorhreingerning í beinni...

Hér kemur vorhreingerningin mín í beinni útsendingu... fylgist spennt með! (ehrmmm, gæti verið erfitt þar eð ég ætla að henda þessu inn smátt og smátt, en samt inn í sama póstinn..)

allavegana, here goes:

damn, ryksugaði upp einn barbískó.. hmm best að láta hinn hverfa líka, gæti sparað okkur margra mínútna frústrerandi leit þegar örlög þessa ágæta fatnaðar verða gufuð upp á milli þessara fáu heilasellna sem eftir eru eftir Skaptahlíðarárin...

hvað sýnir best að á heimili er tæplega fjögurra ára barn? seríóshringir Undir sófa, Bak við sófa, Oní sófa...

hmmm.. undan hjónarúminu birtist eitt stykki SVAÐALEGUR þurrkaður geitungur.. aldrei séð svona stóran áður.. en hugguleg tilhugsun að þetta hafi verið sveimandi yfir manni sofandi! Garg!

Hvenær ætla þeir eiginlega að fara að flytja inn þessi yndislegu sjálfþrífandi klósett sem maður þverfótaði ekki fyrir úti í Japan? væri allavega framarlega í röðinni daginn þann...

úff, ef ég væri suddalega rík væri ég komin með manneskju í þessar skúringar.. tími fyrir horkók í lítilli flösku úti í garði og sjaldan verið eins freistandi að stelast í tobblerónið úr fríhöfninni.. hmmm.. æ maður þarf víst að drepast úr einhverju!

Jæja, nenni ekki meiru í bili, öll gólf skúruð á heimilinu nema geymslugólfið og klósettið eins og það sé á leiðinni í odissjón fyrir ajax-auglýsingu. Nú var stefnan tekin á ræktina (ekki síst sökum óhóflegs súkkulaðiáts.. sjá að ofan) en ég get ekki hugsað mér að eyða mínútu í viðbót innivið í dag.. best að fara í sund og myndast við sosum eins og einn hundraðmeter eða fimm.. sæl að sinni, ekki missa af útsendingunni á föstudaginn kemur.. DAY TWO, CLOSETS AND SHELFS!