Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, júní 27, 2004

bellaitalia numero due: Rugantino Band

Við vorum á hótelinu Rosetta í Pesciera del Garda, þar ráða ríkjum stórmerkileg hjón, þau Lisetta og Marco. Lisetta hefur munað sinn fífil fegri, hefur örugglega verið algjört beib á sínum tíma þegar hún veiddi hann Marco sinn en situr nú með fýlusvip og keðjureykir rauðar capri, nennir ekki einu sinni að þykjast vera næs við mann, ekki einu sinni þegar liggur við að maður sé eini gesturinn á hótelinu..
hún nældi sér í Marco þegar Marco var bítill. Hann var í hinni stórfenglegu hljómsveit il Tornados, aðalbítlagrúppu Ítala og lifir enn á fornri frægð, uppi um alla veggi eru minjagripir og kveðjur frá selebbrittís með sjálfan Horst Tappert fremstan í flokki!
Þegar slitnaði upp úr bandinu stofnaði Marco ásamt einum félaganum hina frábæru hljómsveit Rugantino band and friends.. sem spila svo öll laugardagskveld í anddyri hótelsins.

Við biðum auðvitað spennt.

Á laugardagskvöldinu um 10 leytið fer svo að berast neðan af jarðhæðinni ÞAÐ MESTA VÆL í sögu vondrar tónlistar, þar var nauðgað á víxl gömlum bítlalögum, sæmon og garfúnkel og almennt allri sixtís tónlist sem þeir félagar höfðu hugmyndaflug til.

Þeir spiluðu til EITT!!!!

Sumsagt hin besta skemmtun, við súppi lágum í rúminu og hristumst af hlátri og grétum til skiptis :)

Rugantino band er búið að gefa út tvo geisladiska sem að sjálfsögðu voru til sölu þarna á spottprís, 8 og 15 evrur og súppi var bandóður í disk, en ég setti stólinn fyrir dyrnar.. þetta var einum of dýrt á bödgetinu okkar.. en þegar við gerðum upp hótelreikninginn lét Marco fylgja með eitt stykki, Jóni til ómældrar ánægju..

Vei.