skamm! degi!
helgi skástrik viku dauðans loksins lokið. Aðeins hægt að anda léttar fram að næstu törn, lesist fram á morgundaginn :D En fyrir ykkur sem hafið áhyggjur af því að mér leiðist þá get ég upplýst ykkur um að hér eru um það bil átján kíló af þvotti og 110 fermetrar af skítugu gólfi til að gleðja mig í dag.
Eins og sást hér um daginn hef ég nú löngum verið á móti jólaæsingi allskyns en sveimérþá sem ég var ekki bara hin hressasta með piparkökubakstur, kransagerð og jólaseríu-úrflækingar í gær (reyndar var það nú bara serían hennar Röggu Dóru sætu sem fékk að fara upp í gær...)
Held að þetta orsakist af snjóleysinu ógurlega sem leggst yfir landið þessa dagana.. ég meina, skammdegið er þolanlegt þegar yfir landinu liggur fannbreiða sem lítur út fyrir að hafa skellt sér í rabid white bað, glenntur máni eitthvað að gægjast og hressandi frystingur í nasaholum þegar inn er andað.
Verra er þegar koma dagar eins og í gær með slegnu veðri þannig að það birti bara alls ekki neitt. Það er ekkert að virka fyrir Vælu. Ónei..
<< Home