Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, ágúst 20, 2006

ómenningarnótt

úff hvað borgin er búin að klúðra þessu menningarnæturdæmi. Í stað huggulegs rölts um miðbæinn með innliti í gallerí og litla tónleika er þetta orðin stærri útgáfa af seytjánda júní með kandíflossi, blikkandi neondrasli og að megninu til lélegum únglíngaböndum á uppsettum sviðum (af borginni) um gersamlega ALLT þannig að þau grey sem reyna að halda uppi metnaðarfullri dagskrá af gamla laginu mega gjöra svo vel að þola að vera gjörsamlega kaffærð í hávaða.

Svo ég tali nú ekki um hvernig viss stórfyrirtæki hér í borg eru búin að hædjakka þessum degi. Undanfarna daga hefur verið opnuauglýsing í blöðunum upp á hvern dag um tónleika á Klambratúni, og síðustu tvo dagana hefur verið auglýsing um þessa sömu tónleika í hverjum EINASTA lesna auglýsingatíma í útvarpinu.. með þessu er verið að draga langflesta (alvöru, afsakið snobbið) listunnendur úr miðborginni frá klukkan átta til hálftíu, og þá er rétt tími til að rölta niður í bæ að sjá flugelda. Semsagt, vaðið yfir alla þá sem eru að reyna að gera eitthvað sjálfir, eitthvað skapandi og skemmtilegt sem er einmitt það sem menningarnótt hefur hingað til byggt á. frh fyrir neðan...