meira gamalt
uppáhalds "gamlabloggið" mitt.. svona til að rístarta sig í gírinn og muna að einu sinni var maður fyndinn ;)
mánudagur, nóvember 10, 2003
kynningiiiiiin! namminamminamm..
Kynningar í búðum eru frekar fyndið fyrirbæri. Ef maður sé t.d. svangur á föstudagseftirmiðdegi er tilvalið að skella sér í margréttaða máltíð í Hagkaup í Kringlunni.. tala nú ekki um ef maður hefur ekki efni á að fara út að borða svona almennt.. sem eru jú ansi margir núna í góðærinu (!). Þarna svífur maður um ganga þessarar dásamlegu búðar og borðar sig pakksaddan.. fyrst er líklegt að maður rekist á lítinn plastdisk með nokkrum hrísgrjónum sem drekkt hefur verið í yndislegri krukkusósu frá einhvurju framandi landi, Tælandi t.d., ef maður er mjög heppinn leynist kannski í gumsinu hálf rækja eða kjúklingaflís. Nú, rétt handan við hornið bak við gúrkuhrúgurnar er viðbúið að standi maður sem upptekinn er við að smyrja oní mann saltkex með ostbita.. heldur betur viðeigandi sona í millirétt. Inn af kjötborði stendur svo annar maður og réttir manni steik á stöngli, oftast er hún nú fremur köld en maður er sosum ekki í neinni aðstöðu til að kvarta.. Rétt áður en maður kemur í mjólkurkælinn er svo iðulega stúlkukind sem býður manni einhvurn eðaldesert úr gæðakúadjús. Svo fer maður heim, sæll og glaður og strýkur á sér belginn.. eða þannig.
<< Home