Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, september 07, 2006

Þó hefði verið tvennt gott við Kiuna, hún er náttla ný úr kassanum sem er víst ofurskemmtileg tilfinning sem ég hef aldrei komist nálægt að upplifa, og svo er kia betri en toyota að því leiti að maður getur treyst verðmiðanum (sem var nú óneitanlega ánægjulegur, 1195 þúsundkallar) en hjá toyota er þetta meira svona:

Sölumaður: þú getur fengið nýjan bíl á aðeins 17 hundruð þúsund!!!!

Kaupandi: jaaá það er nú ekkert svo mikið....

Sölumaður: en auðvitað, ef þú vilt hafa hann með vél, þá kostar hann tvær og hálfa..

En ég var ekkert að kaupa mér nýjan yaris. Heldur gamlan. Og á 140 þúsund undir viðmiðunarverði. Og seldi Skódann á vægast sagt mjöööög góðu verði.. sem var sko EKKI undir viðmiðunarverði.. úúú æm só klever!
Jæja, sjálfshóli lokið í bili, nú megið þið óska mér til hamingju með litla sæta hvíta gelluyarisinn minn og svo má einhver bjóðast til að geyma fyrir mig mynd sbr kommentið hér fyrir neðan sem ég botna ekkert í.

Enda bara ljóska á hvítum yaris ;) (sheesh)