hjálpi mér allir heilagir!
fór á allraheilagramessutónleika (vá langt orð.. og enn lengra væri allraheilagramessutónleikaskrá) hjá henni elsku Böngu minni básúnuleikara og Magga Ragg snillingi í hádeginu í dag í Breiðholtskirkju. Þvílík og önnur eins spilamennska! Svo músíkalskt og fallegt að það kom út úr manni tárunum í stríðum straumum. Takk fyrir mig krakkar, þið eruð æði!
<< Home