Fyrsta TaugaTrekkið fjallar eins og titillinn gefur til kynna um gömul íslensk dægurlög.
Hér eru mín TaugaTrekk:
1. Bréfið hennar Stínu. ég veit ekki af hverju ég þoli ekki þetta lag. Það fer í mínar fínustu og ég get ekki hlaupið nógu hratt til að slökkva á útvarpinu þegar hún Stína fer að röfla um blek og blýanta. Geymdu þetta handa sjálfri þér vinan, við þurfum ekkert að vita þín einkamál!
2. Nína og Geiri. þetta er nú af sama meiði og það hér að ofan sem óþarfi er að nefna á nafn (hrollur). Þvílíkt væl, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Væminn söngur, hallærislegur texti og nettur köntríblærinn fer saman í að gera þetta að einu leiðinlegasta lagi íslandssögunnar. Einn ljós punktur er að Nína skuli vaxa til vits og ára og hætta að pæla í þessum leiðindagaur og ná sér í jón í staðinn, enda eru þeir annálaðir snillingar.
3. Bíddu pabbi, bíddu mín (hér verður minn Jón brjálaður) Það er sérstök ástæða fyrir vanlíðan minni þegar ég heyri þetta lag. Á vissum tímapunkti í æsku hvers manns fer hann að finna til samkenndar með öðrum, ég man eftir að heyra þetta lag sem mjög ungt barn, 4 eða 5 ára og fá svaðalegan sting í magann.. mér fannst þetta svo HRÆÐILEGA sorglegt lag! (svipað fríklag frá æsku var lagið sem fjallaði um bermúdaþríhyrninginn, man ekki hvað það heitir, en það vekur ekki upp vanlíðan heldur helbera hræðslu þegar ég heyri það!)
Jæja nú er komið að ykkur! og svo áfram með smérið, ég hendi kannski inn fleirum seinna ef ég man. Góðar tillögur (að mínu mati) fá svo stig og sá sem kemur með verðlaunalagið fær 4, annað sætið 3 og þriðja 2..
góða skemmtun :D
<< Home