TaugaTrekk 1, gömul íslensk dægurlög
hér er kynntur til sögunnar nýr liður í Vælublogginu, hef nefnilega hugsað mér að upphefja síðuna til fyrri dýrðar. Það er annað hvort það eða hætta þessu.
Liðurinn heitir Taugatrekk og fjallar um að fá lesendur í lið með sér í að finna það sem trekkir taugar landsmanna, með öðrum orðum, hvað fer í taugarnar á þér?
Leikurinn fer þannig fram að ég nefni nokkur dæmi um mín TaugaTrekk í viðkomandi flokki, hver lesandi má svo senda inn eins margar tillögur og honum sýnist (ekki er verra ef tillögunum fylgir saga, sjá hér að neðan) og svo verður gerð könnun um hvert helsta TaugaTrekk þjóðarinnar í hverjum flokki er. frh fyrir neðan:
<< Home