Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, október 30, 2008

Kjallinn

minn sætasti af öllum á afmæli í dag.. til hamingju með það ástin mín!

Er á leiðinni til köben í dag þannig að við RDJ rifum okkur upp í morgun og elduðum ammrískar pönnukökur og kaffi fyrir Jóninn sæta fyrst að ég verð ekki heima í kvöld til að elda steik. Hún kemur bara næstu helgi!

Bar pönnukökurnar fram með jarðarberjum, banönum og hlynsýrópi. Það var ekki vont. Morgunverður custom made fyrir kjallinn..

þriðjudagur, október 21, 2008

Dagur raddarinnar í Gerðubergi




Það verður mikið um að vera á Degi raddarinnar sem verður haldinn í Gerðubergi 26. október 2008 á vegum FÍT og FÍS. Yfirskrift dagsins er: ..."og allir vilja vera á sviðinu" ! en það er titill myndar eftir Karólínu Lárusdóttur sem verður kynningarmynd dagsins.

Þá gefst almenningi kostur á að skoða sig um í heimi sönglistarinnar og hlýða á vel á þriðja tug söngvara á einu bretti. Reynt hefur verið að blanda saman reynslubrýnum og ungum og "upprennandi" söngpípum. Dagskránni verður skipt í þrjá hluta:


Kl. 14 verður úrdráttur úr litaspjaldi raddarinnar í óperu, allt frá bassa upp í kólóratúr sópran, níu söngvarar syngja þekktar aríur: Ecco il mondo (Jóhann Smári Sævarsson), Nedda úr Pagliacci (Jón Svavar Jósefsson), Vesti la giubba (Jóhann Friðgeir Valdimarsson), Una furtiva lagrima (Gissur Páll Gissurarson), Stride la vampa (Nathalía Druzin Halldórsdóttir), Una voce poco fa (Sigríður Aðalsteinsdóttir), Vissi d'arte (Elín Ósk Óskarsdóttir),O mio babbino caro (Hulda Björk Garðarsdóttir) og Næturdrottningin (Sigrún Hjálmtýsdóttir).


Kl. 15.10 verður farið út um víðan völl í stíl, allt frá fimmundasöng (sönghópur Árna Heimis Ingólfssonar) yfir í renessans (Jóhanna Halldórsdóttir), barokk; Jauchzet Gott in allen Landen - Bach (Hallveig Rúnarsdóttir), enskt þjóðlag; The Foggy Foggy Dew (Eyjólfur Eyjólfsson), franska mélodie; Mandoline - Fauré (Hlín Pétursdóttir), þýskt ljóðalag; Die Forelle - Schubert (Bragi Bergþórsson), amerískt söngleikjalag; Ol' Man River - Kern (Keith Reed), raddgjörning (Sverrir Guðjónsson), samtímatónlist; Sequenza - Berio (Marta Halldórsdóttir).


Kl. 16.30 kynnir Jónas Ingimundarson íslenska sönglagið og fær til sín söngvara til að taka dæmi. Þeir eru: Auður Gunnarsdóttir, Davíð Ólafsson, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Snorri Wium og Þóra Einarsdóttir.


Auk þess munu Kristjana Stefánsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Signý Sæmundsdóttir og Bergþór Pálsson flytja hitt og þetta - jass/latino/Kurt Weill/Fúsalög - frammi á gangi í hléum.

laugardagur, október 04, 2008

p.s.

Annars er maður orðinn svo gegnsýrður af þessum tíðindum öllum (þrátt fyrir bjartsýni) að þegar ég las í dag að Arnarnesvegi hefði verið lokað var fyrsta hugsunin hvernig í ósköpunum ÞAÐ ætti að hjálpa fjármálunum... :D

perspektív

Jóhanna vinkona mín er að lesa bók um þjóðarmorðin í Rúanda og mælir með þeirri lesningu fyrir alla landsmenn þessa dagana ;) Það setur hlutina í alvöru perspektív..

Ég neita að láta þetta buga mig. Hagkerfi er ekkert annað en væntingastjórnun og þegar öll þjóðin hefur linnulaust talað sig í kreppu síðustu vikur og mánuði er ekkert skrítið að hér sé komin kreppa. Eða kreppa og kreppa, það er ekki eins og fólk sé að svelta eða sé komið á götuna, held að ég haldi mig við orðið hans Sigga bankastjóra og kalli þetta lausafjárþurrð (er það ekki annars ástandið sem skapast þegar gangnamenn finna ekki rollurnar?)

Sem betur fer virðast ýmsir hafa húmor fyrir ástandinu, ekki síst þulurinn í útvarpinu í gær þegar hann valdi síðasta lag fyrir hádegisfréttirnar:

"Vor hinsti dagur er hniginn"

Þá hló ég :)