Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

laugardagur, júlí 31, 2004

lifi Molvania!

Þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð í langan tíma.. mæli sérstaklega með myndaalbúminu frá Molvania og misheppnuðu júróvísíon förinni sem finnst undir press releases.. og þar VERÐIÐI að kíkja á myndbandið!

Annars er þetta nú allt fyndið :D

mánudagur, júlí 26, 2004

Þogga Bloggar

Var að fatta að ég átti eftir að setja inn línk á hana Þorgerði Maríu yndislegu frænku mína á Egilsstöðum.. Skamm Væla! Skamm bara!!

sunnudagur, júlí 25, 2004

væla´s famous quotes

nýr dagskrárliður á bloggi dauðans.. fyrsta tilvitnun kemur úr of löngu trivial spili eftir of mikið af mat, hvítu, rauðu, bjór, kaffi og tia maria:

spyrjandi: hvað er stærsti kirtill líkamans?

væla: nú það hlýtur að vera heiladordingullinn...

DAMN!!! ;)

föstudagur, júlí 23, 2004

þetta kemur á óvart! jeeeee ræt!!!! ;)

HASH(0x8afe6e4)
Your CD collection is almost as big as your ego,
and you can most likely play an instrument or
three. You're a real hit at parties, but you're
SO above karaoke.
What people love: You're instant entertainment.
Unless you play the obo.
What people hate: Your tendency to sing louder than
the radio and compare everything to a freaking
song.


What Kind of Elitist Are You?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, júlí 22, 2004

goodbye, dear Friends.. (ath. væmniviðvörun dauðans)

Jæja.. þá er því lokið. Var að enda við að horfa á síðasta þátt 10. seríunnar af Vinum.

Þessi þáttaröð sem er búin að fylgja minni kynslóð í gegn um súrt og sætt, skemmta okkur út í hið óendanlega, vera óþreytandi uppspretta "fynda" í partíum og öðrum mannfögnuði, bjarga mörgum þynnkudeginum og sameina okkur öll í "gleðinni" rennur nú sitt skeið.

Friends voru okkur það sem Forsythe ættin var kynslóð foreldra minna og Dallas var ´68 kynslóðinni nema ENN meira. Hugsið ykkur bara, ég horfði á þessa þætti og fylgdist með örlögum þessarra persóna ALLAN þrítugsaldurinn! það er ekkert smávegis..

þannig að.. veriði sæl mínir kæru vinir :)



smá sena hér í endann:

Vinirnir sitja öll saman á Central Perk og Ross er að segja sögu úr vinnunni. Myndavélin slædar yfir á hina þar sem þau sitja við kaffiborðið og hver og einn kemur með voice over með því sem þau eru að hugsa:

Rachel: if I squirt my eyes.. he almost looks like a young Alan Alda..

Monica: Great. Another Dinosaur story. When are THOSE gonna become exctinct?

Chandler: If I was a superhero that could both fly AND be invisible.. that´ll be coool...

Joey: (sings)dudurududududududuruuuu..

Phoebe : Who´s singing?

sunnudagur, júlí 18, 2004

Leggjabrjótur smeggjabrjótur

jájá krakkar mínir, sona er maður sætur þrammandi yfir Leggjabrjót ;)

.


dagurinn var baaara æði.. asskoti er ég að fíla þetta útivistardót vel.. versta er að mér voru seldir vondir skór, hja eða allavega skór sem passa ekki á mig í zúru búðinni Everest.. Daði Sverris sá ágæti kóni lýsti fyrir mér með áfergju sinni eigins skóinnkaupaferð, gaurarnir í Nanooq létu hann þramma um allt, mældu á honum lappirnar og skelltu honum á eikkuran voða sniðugan brekku-símjúlator til að vera nú viss um að draslið passaði. Hjá mér var þetta:

væla: mig vantar góða gönguskó..

fjársvelta, illgjarn,  ofvirkur, geðvondur, everestafgreiðslufýr á prósentum OG þörfinni: já, þessir eru fínir.. það gera seytjánþúsund áttahundruð sextíu og tvær, borga á kassanum og segja að Þór hafi afgreitt þig..

já eða einhvern veginn svona :D

Allavega, helvítis draslið of stórt og ég með áskrift að hælsærum á stærð við Kleifarvatn á báðar lappir. Þó ég sé með ofurhúðarplástrana og í ekta göngusokkum og allt. Fúúúúúúlt.

en.. breytir því ekki að Leggjabrjótur er stórkostlega falleg, alls ekki erfið gönguleið.. sneðugt! næst verðum við svo að skella okkur upp að Glym, nenntum því ekki núna eftir 6 tíma göngu.



fimmtudagur, júlí 15, 2004

í stuði MEÐ guði og bé mynda flipp

jamm og jæja

Partíið var að sjálfsögðu algjör schnilld þrátt fyrir að mætingin hefði getað verið betri. Undarlegt með íslendinga þetta landshornaflakk alltaf, svo ekki sé talað um annarra landa horn.

Hjálpræðis Jane verður alltaf sjeidíer og sjeidíer.. bara gaman að því. Þetta er sko fokkin´ skemmtilegasta vinna sem hægt er að koma sér í. Djöfull væri gaman að geta verið í þessu einungis. En neiiii það er víst ekki hægt... ekki hér á skerinu allavega.

Annars allt bara frekar súrt. Dántæm hjá Vælu. Verður að hafa það. Gengur víst svona.

Verðið bara að þola minna blogg í bili. Enginn stemmari.

Nema: stundum hittir maður skemmtilegt fólk sem sendir manni skemmtilega hluti.

THIS made my day :) í boði Tótfríðar Harðdal þess mikla snillings.

laugardagur, júlí 10, 2004

bartibarti..

jæja, þá á að halda upp á herlegheitin.. lagðist reyndar í einhverja súra magapest í gær, fari það í hurðarlaust helvíti!

gaf mér til tvö í dag til að ákveða hvort yrði bakkað með partíið en held að ákvörðunin sé tekin, ég er öll að hjarna við. :)

en eins og alltaf er eru margir góðir vinir fjarri gamni. gunnar hrafn og þið hin í stuttgart eruð syrgð af miklum móð og henti ég saman einni stöku af því tilefni:

Í stuðgarði í stórum hring
stúlkur drengjum þagg´ í
heljar er nú hrafnaþing
hjá þér, elsku Maggí

undarlegt með þessa vini mína að geta ekki hangið heima hjá sér nokkra stund! :)

en þið hin, drukkið, djammað, djúsað, dansað fram á rauðan morgun!

fimmtudagur, júlí 08, 2004

húnáammælídag.. húnáammælídag..

Jæja.. þá er maður víst orðinn fullorðinn.. kom að því.

en.. ef restin af þessum fertugsaldri verður eins og byrjunin á þessum degi, vakin með morgunkaffi og bakkelsi frá Jóa Fel, stórkostlega fallegu korti myndskreyttu af fyndna barninu, Stórum Rauðum Rósavendi, nóasíríus konfekti, gullfallegu silfurarmbandi frá Jens í Kringlunni og risaknúsi frá bestu fjölskyldu í heimi er þetta nú ekki svo slæmt.. og þar ofan á er ég náttlega voða sæt í fréttablaðrinu :)

Ekki nokkur tími fyrir börþdeiblús í þessum dásemdum öllum! :D

þið eruð sætust, Jón Heiðar og Ragnheiður Dóra!!!!

mánudagur, júlí 05, 2004

wondurcat.. gódurcat.. MAGNIFICAT! - Hljómeyki

það sem VAR gaman í þessari ferð.. ómægod! það er óGEÐslega skemmtilegt fólk þarna! játs mar!

það sem var gert var meðal annars:

búin til endalaus jingúl fyrir hljómeyki, og alterígóið Klámeyki sem varð til fyrsta kveldið og endaði sem uppspretta ómælds fögnuðar..

legið í bjórpækli kvöld eftir kvöld í boði Gunnars..

borðað og borðað.. og borðað soldið meira..

drukkið og drukkið.. og drukkið miklu meira..

heimsmetið í heitapottaköfun slegið með hjálp popparagleraugnanna góðu.. 216 and counting..

þrammað upp á fjöll og firnindi (hmm reyndar bara vörðufell hjá mér, fékk hælsæri dauðans, death to Everest sem seldu mér of stóra rrándýra skó), tékkað á sullfossi (ætlaði sko að segja gullfoss en fór óvart að segja selfoss.. hin blöndunin líka góð, gelfoss ;) )og strokki sem var alveg að missa sig.. og auðvitað kom svo kaffi klettur sterkur inn..

grenjað af hlátri yfir skemmtiatriðum..

spilað herrenes ringe risk.. vignir, I WILL HAVE REVENGE!!!

teknar listrænar hársveiflumyndir..

slegið í gegn sem the dancing queen..

if i was nae far yar wellies sungið.. jahh nokkrum sinnum :)

já og svo vorum við víst eitthvað að syngja fleira líka.. á æfingum og tónleikum ossona :)

þetta var bara snilldin ein. núna er bara að bíða eftir að einhver reddi einhverjum myndum.. treysti á ykkur strákar mínir og stelpur!