Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

föstudagur, janúar 28, 2005

Helgarfrí frá Vælunni..

Jæja, þá er maður farinn í Hálan skolt í helgarupptakarann..

leiter dúdds

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Snillingur Jóns

Mikið afskaplega gladdi það mitt litla hjarta þegar ég heyrði í fréttunum áðan að mín gamla vinkona Auður skyldi lenda íslensku bókmenntaverðlaununum þetta árið..

hún á það svo SANNARLEGA skilið. Hún er sko snillingur Jóns..

Til hamingju Auður!

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Rokkað með Einari Bárðar..

jæja, fékk lykilorðið mitt sem Meðlimur í Akademíu Íslensku Tónlistarverðlaunanna í gær og þarmeð leyfi til að kjósa í kosningunni sem gildir 50kall á móti 50kalli dómnefnda..

gaman að því.

Mælist ég nú til þess að allir lesendur þessa bloggs sem fengið hafa sambærilegt bréf í gær skelli sér inn á itv.tonlist.is og skutli inn atkvæðum.. ég ætla nú ekkert að fara að skipta mér af því hvað þeir kjósa en ég hef fyrir satt frá áreiðanlegum heimildum (nánar tiltekið Mbutu Þórðarsyni galdralækni á Vesturgötunni) að þeir sem ekki kjósa Áskirkjudiskinn sem klassíska disk ársins og Íslensku óperuna fyrir flutning á Sweeney Todd sem flytjanda ársins í klassíska geiranum muni brjótast út í risastórum graftarkýlum á versta stað, þeim muni vaxa hreistur á baki og upphandleggjum, hárvöxtur muni aukast til muna í andliti (það á sérstaklega við um konur) auk þess að sem þeir muni þjást af óstjórnandi fótaiði í hvert sinn sem þeir komast í nálægð við tónlist af latínskum toga.

Já já, Dansaðu fíflið þitt, dansaðu.

usssusssskammastín..

Gleymi ég ekki aðalmálinu í gær...


TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ Í GÆR ELSKU ÓLI BRÓÐIR! :D

mánudagur, janúar 24, 2005

ég meinaða..

Ég veit að Mogginn hefur verið að fara downhill í langan tíma en að það sé einhver "blaðamaður" þar núna sem þekkir ekki biskupinn finnst mér fyrir neðan allar hellur :D

Í blaðinu í dag er mynd af herra Karli og undir stendur: Sigurbjörn Einarsson biskup..

Ótrúlegt.

Hef alltaf fílað mig geðveikt í Carnaby Street..

það er starbucks þar og Storm úrabúðin sem Jón keypti úrið mitt í og fyndin t-bolabúð og fyrsta Muji búðin sem ég hitti og rassinn á Liberty og...
modbrits
You are a Mod. Yeah baby.


What kind of Sixties Person are you?
brought to you by Quizilla

sunnudagur, janúar 23, 2005

fyndna barnið syngur miskunnarbæn..

Ragnheiður Dóra: drooottinn, miskunna þú oost..

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Harry, dear..

í tilefni langþráðrar útgáfudagsetningar Harry Potter and the half-blood prince ákvað ég að hella mér í 5. bókina aftur. Var bara búin að lesa hana í heildina einu sinni en þó nokkuð oftar gluggað, og þá helst í endann.

Verð að segja að ég er alveg gjörsamlega sokkin. J.K. Rowling er frábær rithöfundur. Það sem mér finnst skemmtilegast er hvað persónusköpuninni hefur fleygt fram hjá henni, Harry í þessari bók er alveg einstaklega vel skrifuð persóna. Hann er meingallaður, að drepast úr unglingaveiki en samt heilsteyptur og heillandi sem fyrr.
Þroskasaga hans er alveg mögnuð, ótrúlegt að fylgjast með honum uppgötva heiminn, eins og t.d. hið klassíska sjokk sem hver manneskja fær þegar hún uppgötvar að foreldrar sínir eru ekki fullkomnir, hvernig hann verður líkamlega meðvitaður (áhyggjur af löngum útlimum og stóru nefi) þegar hann er nálægt stelpunni sem hann er skotinn í og þegar hann fær í fyrsta sinn nasaþefinn af því óútskýranlega fyrirbæri sem er kvenkynið.

Aðrar persónur bókarinnar eru líka vel skrifaðar, gaman er að fylgjast með sambandi Hermione og Ron, Sirius er spennandi karakter og ekki síður erkifjandinn Snape sem hér er í fyrsta sinn sýndur í nýju ljósi. Fleiri persónur eru vaxandi í þessari bók og er t.d. mjög ánægjulegt að sjá Neville og Ginny eldast og þroskast til jafns við harry.

Allt þetta er sýnt með augum Harry, sjónarhornið er hans eingöngu þó svo að bækurnar séu ekki skrifaðar í fyrstu persónu. Við fáum einungis að vita það sem Harry veit, sjáum aldrei neina aðra atburðarrás en þá sem hann verður vitni að. Þetta er snilldarlegt þar sem þetta heldur spennunni svo margslunginni, á svo mörgum "levelum". Hvert fara t.d. Dumbledore og Hagrid þegar þeir eru gerðir brottrækir úr Hogwarts? Hvar heldur Voldemort sig og hverjir eru helstu áhangendur hans? og svo mætti lengi telja.

Þetta er snilld. Bara snilld.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Aulahúmor

Get ekki að því gert, en mér finnst fyndið að kona sem kennir ensku við Endurmenntunarstofnun Háskólans skuli heita Erlendína.. :D

mánudagur, janúar 17, 2005

oj hvað ég er fyrirsjáanleg..

verandi þrítug að fá ÞETTA!:)





You Are 29 Years Old



29





Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.



dísös.. það síðasta sem ég þarf er að vera fyrirsjáanleg. Samt þegar ég hugsa um það.. ég ER náttúrulega 29b..

föstudagur, janúar 14, 2005

Blámann - in memoriam

Móðir okkar systkina var alla tíð gífurlega mikið á móti því að fá gæludýr. Við áttum aldrei ketti né hunda enda ekki skrýtið þar eð það að eiga 4 börn, bíl og einbýlishús í Garðabænum á eintómum opinberum launum var og verður orsök ógurlegs vinnuálags. Ekki mikill tími né orka eftir til að þrífa eftir eitthvað loðið, slefandi, gjammandi (eða breimandi ef svo ber við) kikvendi.

Ekki dóu þó bræður mínir elskulegir ráðalausir og vældu út ýmislegt smálegt eins og sjálfétandi gullfiska og svo eftir að þeir voru búnir, páfagauk. Þetta var með þeim skilyrðum að við börnin sæjum alfarið um þrif eftir dýrið og að hann yrði mestan part í búrinu sínu. hardíharhar..

Við fórum í gæludýrabúð og völdum fuglinn, hann var pínulítill papagúi, blár á lit og fékk nafnið Blámann eftir einhverjum fíl í sjónvarpinu að mig minnir. Hann var nú frekar ræfilslegur svona til að byrja með og tókst á strax á kaupdegi að gera fyrsta skandalinn sinn, hann náði að fljúga bak við skáp heima hjá ömmu og láta okkur bögglast við það að ná honum í um 3 klukkutíma eða svo. Pabbi náði honum að lokum með því að láta hann setjast á einn fingur og klemma annan yfir lappirnar á honum og setja hann þannig inn í búr. Blámann settist eftir þetta ALDREI á stakan putta.

Hófust nú allskyns þjálfunarbúðir fyrir fuglinn og var farið eftir kúnstarinnar reglum við að kenna honum að tala. Þarna húkti greyið hnípinn undir hálfu handklæði inni í búrinu sínu og hlustaði á okkur þylja "Blámann" allan daginn. Datt auðvitað ekki í HUG að vera að herma þetta eftir okkur.

Blámann var strax frá upphafi frekar mikið laus úr búrinu. Kom svo að því einn daginn að Hlín vinkona hennar mömmu var í mat og eftir matinn var sest inn í stofu og boðið upp á kaffi og koníak. Blámann var forvitinn að eðlisfari og strax orðinn mikill lífskúnsner þannig að þarna sá hann sér leik á borði, settist á koníaksglasið hennar Hlínar og fékk sér nokkra sopa. Ráfaði það sem eftir var kvölds um stofuborðið, segjandi í sífellu: "Blámann.. Blámann.."
Var hann eftir þetta mikill drykkjufugl, og það sem verra var, líka stórreykingafugl. Mamma reykti pakka af Winston á dag á þessum tíma og þegar hún sat við eldhúsborðið að fá sér sígarettu kom Blámann á öxlina á henni og gleypti reykinn í gríð og erg.

Eftir koníaksatvikið var ekki nokkur leið að þagga niður í fiðurfénu. Hann talaði óvenju mikið, var með orðaforða upp á nokkra tugi orða og fannst okkur sérstaklega skemmtilegt að kenna honum sniðuga frasa. Þó var mest í uppáhaldi hjá honum "komdu og KYSSTU mig!" og "eelsku kallinn!". Var mjög notalegt að fá svona kveðju þegar maður kom heim úr skólanum. Sérstaklega minnisstætt var þegar séra Bragi Friðriksson kom í heimsókn heim og Blámann tók á móti honum í dyrunum, settist á öxlina á honum og sagði: "komdu og KYSSTU mig, eeelsku kallinn!"

Blámann hermdi líka eftir útvarpinu. Það var yfirleitt skilið eftir í gangi fyrir hann þegar við vorum ekki heima og þegar vel lá á honum mátti heyra hann tala í mismunandi tónhæðum eitthvað bull og inn á milli söng hann vel valin lög. Það verður þó að viðurkennast að hann afrekaði það að vera sá eini í fjölskyldunni sem var vita laglaus, enda jú ekki blóðskyldur okkur.

Við vildum auðvitað monta okkur af þessum óvenjulega gauk þegar gesti bar að garði en ekki gekk það nú of vel, Blámann samkjaftaði sko ekki þegar fólk var að tala en þegar allir þögnuðu til að hlusta á hann þagnaði hann auðvitað líka og horfði á okkur í forundran.

Blámann var þrifinn fugl og fannst honum skemmtilegast að þrífa hnökra af sokkum við mikið kitl viðkomandi og svo þreif hann tennurnar í okkur.
Einnig fannst honum sniðugt að taka til á stofuborðinu, ef þar var t.d. spilastokkur gat hann dundað sér við að taka eitt og eitt spil í gogginn, rölta með þau fram á brúnina og láta þau gossa fram af. Þegar stokkurinn var búinn var fuglinn ánægður með sig og fór að huga að öðru, sá hvað var draslaralegt á gólfinu og tók að ná í eitt og eitt spil þaðan og fljúga með aftur upp á borð.

Blámann var algjör snillingur og yndislegt gæludýr og hef ég aldrei frétt af jafn kláru eintaki af papagúa og honum. Ég gæti haldið lengi áfram að rifja upp gjörðir þessa vinar okkar en læt staðar numið hér. Kannski skrifa ég seinna framhald, það er aldrei að vita.



Þessi er frekar líkur Blámanni okkar, en þetta er nú ekki hann.
Bara einhver fugl útí heimi.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Vitiði hvað mér finnst fyndið?

páfagaukanammið sem Ágústa Johnson ætlar að verða milljóner á :D

ég meinaða þetta er NÁKVÆMLEGA það sama og Blámann fékk á jólunum!


MÚHAHAHAHAAHAHAHAAHAHAHAHAHAHAHA!

ómægod..

jólaþátturinn hinn fyrri af The Office í kveld!

getekkibeðiðgetekkibeðiðgetekkibeðiðgetekkibeðið
getekkibeðiðgetekkibeðiðgetekkibeðiðgetekkibeðið
getekkibeðiðgetekkibeðiðgetekkibeðiðgetekkibeðið
getekkibeðiðgetekkibeðið..



David Brent er GUÐ!

miðvikudagur, janúar 12, 2005

hetja dagsins..

er hér:



hehehehe gott á helv... djöf... fíflin..

megi ráðherrar framsóknar og sjalla steikjast hægt á teini á neðri hæðinni fyrir að eyðileggja landið mitt. Og hananú.

(sosum ekki við betra að búast af þessum bavíönum. Maður sér nú bara hvað þeir eru mikil gábbumenni á því hvar þeir setja ex-ið í kosningunum.. bölvaðir nasistarnir..)

Sorrí æsinginn folks en ég sé RAUTT þegar ég hugsa um þessi óendanlegu spjöll sem verið er að gera hérna. Meira að segja svo mikið að ég skil vel alla þessa vini mína sem meika ekki skerið lengur. Er alveg á leiðinni héðan stundum líka.

Pinko

Fór í ljós í gær í fyrsta skipti í mörg, mööörg ár.

Undanfarin ár er nefnilega búið að hræða mann til hlýðni með ógurlegum krabbameinssögum og þesslags þannig að maður tekur stóran sveig, helst yfir á hina gangstéttina þegar gengið hefur verið fram hjá þessum SÖLUSTÖÐUM DAUÐANS!!

svo fór ég að pæla, nú á maður það til að vera inni á reykfylltum börum um helgar, ganga niður Laugaveginn í logni, keyra bíl út um allt og borða kolabrenndan mat allt sumarið á milli þess sem maður sleikir sólina af mikilli áfergju.. það getur ekki verið svo slæmt þó maður hætti sér í einn ljósatíma.
Allavega er ég orðin nokkuð þreytt á því að vera svo náhvít að þegar ég ber á mig ljósasta púðrið frá Clinique lít ég út eins og tvískipti ísinn frá emmess sem maður fékk sem barn, muniði, í pappaspjaldinu.

Eníveis, eftir að vera búin að réttlæta fyrir sjálfri mér þessa stórhættulegu ákvörðun dríf ég mig í ræktina og fer svo beinustu leið í ljósabekkinn hennar Lindu númer eitt.

Eitthvað hefur þeim nú tekist að þróa þessa ljósabekki á þessum árum síðan síðast! ég hreinlega BRANN í framan! Ég hafði farið í fallegu bleiku angórapeysuna mína um morguninn og þegar ég fór í hana aftur eftir tímann sá ég mér til mikillar ánægju að mér hafði tekist að ná NÁKVÆMLEGA sama lit á andlitið og peysan er í. Þannig rann allur efri helmingurinn af mér saman í eitt, var bara tveggja lita í gær, svört að neðan og skær-ljósbleik að ofan. Gíbburlega fallegt sko.

Hefur örugglega verið frekar fyndið að sjá mig, ég var eins og blanda af geimveru og tískujapana..

þriðjudagur, janúar 11, 2005

geisp

garg hvernig er HÆGT að vera svona syfjaður?

Hanga bara fyrir framan tölvuna og hugsa.. mikið væri nú sniðugt að
a: fara að þurrka af
b: ganga frá þvotti
c: læra eitthvað af þeim hafsjó af mússíkk sem framundan er
d: fara að undirbúa tónleikana í febrúar (smá smotterí eftir eins og að finna dagsetningu, húsnæði, upptökumann og repartúarlista)
e: þurrka rykið af árskortinu í pyntingarklefanum og drulla sér þangað
f: fara að undirbúa kennsluna
g: klára að ganga frá jólaskrautinu

Best að ég helli mér upp á annan kaffibolla og hvar setti ég nú aftur afgangana af jólakonfektinu?

Yndislegir svona tímar þar sem er eiginlega ekkert að gera hjá manni.

laugardagur, janúar 08, 2005

Fyndna barnið..

mynd og smá komment:



Ragnheiður Dóra: þegar ég og Finnur verðum stór þá ætlum við að verða NAMMIGRÍSIR!

Ragnheiður Dóra: eigum við að koma í pottormsspilið?

fimmtudagur, janúar 06, 2005

annarsveginn eða þanneginn

Þeir vita það sem þekkja mig að ég hef alltaf verið voða mikið fyrir það að vera öðruvísi. Það gekk nú meira að segja einu sinni svo langt þegar ég var seytján vetra að hann Þorbjörn bróðir minn húðskammaði mig fyrir að klæða mig öðruvísi en annað fólk (hehe hann man örugglega ekkert eftir þessu ;)). Ég benti honum með kurt (Kopecky) og pí (Kopecky) á að það væri bara alls ekki rétt, ég gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð og til þess að ná því að klæða sig öðruvísi í þeirri stofnun væri fólki hollast að mæta í gallabuxum og vélprjónaðri peysu, kannski með hestamynd framan á eða þesslags.

Allavega, þetta var útúrdúr.

Í dag ákvað ég nebblega að vera öðruvísi. Ég hef í allan dag verið uppfull af bjartsýni, góðu skapi og almennum hressleika. Allstaðar í kring um mig er fólk barmandi sér yfir janúarblús, skammdegisþunglyndi og jólafráhvarfseinkennum, vælandi yfir nóakonfektskílóunum utan á sér og vísareikningum sem valda slagæðagúlpum við það eitt að koma í 3 metra radíus(ar?) nálægð við þá.

Og þá fer sko Vælan í stuð.

Ég var nebblega svo sniðug að kippa jólakílóunum bara af mér FYRIR jól þannig að ekki gerði mikið til þó þau kæmu aftur (var meira að segja farin að sakna þeirra aðeins.. jahh það eru nú samt sem áður nokkrar ýkjur) og sökum vertíðar svona Vælna um jólin er bankareikningurinn minn bara töluvert feitari EFTIR jólin en fyrir þau.

Dagurinn í dag var svo alveg frábær, útsalaðist, vinnulaðist, remúlaðist (ii djók, súkkulaðist frekar) og hitti helling af skemmtilegu fólki sem mér þykir vænt um, þar á meðal gamlan vin sem ég hafði ekki hitt í 3 ár.. Skellti inn tveimur feitum reikningum og las nýja samninginn tónlistarskólakennara sem mér leist svona líka bara hreint ágætlega á.
Pizzaðist svo með nonna rokk og fyndna barninu og tengdó sem var í heimsókn og framundan er hið ljúfasta kveld í Bústaðahverfinu.

Ógeðslega gaman að vera til í dag.

þriðjudagur, janúar 04, 2005

barbíbrella


hér sjáið þið fyndna barnið bögglast við að opna risabarbíkastalann sem aldraðir foreldrar hennar hættu sér í Kringluna á Þorláksmessu af öllum stöðum til að kaupa.. síðasta eintakið og að SJÁLFSÖGÐU vantaði aðal-gadgetið í pakkann, batterísdrifna turninn sem lætur lyftuna í húsinu (!) fara upp og niður og spilar við það viðeigandi lyftutónlist.

Síðasti kastalinn á landinu og við ekki ennþá búin að fá svar frá Hagkaupsdúddanum sem ætlaði að redda þessu...

bloddí mattel.