Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, janúar 29, 2006

goddam

einmitt þegar ég var að njóta tilhugsunarinnar um að losna við að horfa upp á smettið á Birni Hrafni út um alla borg kemur í ljós að þessi bjartasta von, leiðarstjarna frammaranna verður víst eitthvað viðloðandi áfram, svei mér ef þeir hafa ekki allir sjö kosið hann!

(p.s. HVAR fær maðurinn 5 milljónir í kosningabaráttu? Af hverju spyr enginn að því?)

föstudagur, janúar 27, 2006

Mozzi gamli


verður að teljast með mikilvægari mönnum í lífi mínu og því er mér mikil ánægja að óska þér, kæri Wolfgang, hjartanlega til hamingju með afmælið í dag.

Þær ánægjustundir sem þú hefur veitt mér sem hlustanda og ekki SÍÐUR sem flytjanda eru ómælanlegar, reyndar vorkenni ég fólki sem fær aldrei að kynnast þér á þann hátt því með því að grafast svona djúpt niður í hugarheim þinn er eins og maður hafi þekkt þig í eigin persónu.

Takk fyrir að hafa verið til og takk fyrir mig elsku Mozart.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

litli stóribróðir minn

hann óli sæti á afmæli í dag.. til hammara með ammara elsku kallinn og hlakka til að sjá þig! Í tilefni afmælisins ætlar þessi dúlla að fljúga til Íslands til að sjá litlu systur sína gaula í bíóinu, ja og líklegast líka til að hitta kærustuna ;)

af mér er sæmópæmó að frétta, er magaveik, lagðist í hita og beinverki í gær en er skárri í dag. Verð orðin góð á morgun, get allavega verið ánægð með að þetta var ekkert hálsvesen neitt. Maður getur sungið með allt annað.

mánudagur, janúar 23, 2006

úha

kæru aðdáendur nær og fjær,

komin er upp sú skemmtilega staða að ef svo ólíklega vill til að fleiri en einn áhangandi eigi eftir að festa sér miða á dívuna og co. að flytja söngleikinn um Tító í klemmu eftir Mozza gamla (sem er einmitt 250 ára um þessar mundir) í hinum stórkostlega tónleikasal Íslendinga við Hagatorg á fimmtudaginn kemur kl 19.30, verður Heimasíða Vælu Veinólínó að setja á stofn leðjuglímukeppni því einungis er EINN miði eftir á þessa stórfenglegu tónleika..

hann er á þrítugastaogþriðja bekk og er númer eitt.

og hananú.

Og fyrir þá sem treysta sér ekki í leðjuna sökum giktar eða álíka krankleika, nú eða þá fjarveru af klakanum, er hægt að hlusta á herlegheitin á rás eitt allra landsmanna eins og venjulega.

mit liv som geishahund

sáum þessa hér í kvöld í tilefni óvæntrar fjarveru fyndna barnsins sem neitaði að koma heim að sofa frá Egilsstaðafrænkunum í Garðabænum..

myndin er ekkert minna en dásamleg og algjört möstsí fyrir alla alvöru bíó nörda..

föstudagur, janúar 20, 2006

klukkblogg

frá Stínufínu:

Fjórar vinnur sem ég hef unnið um ævina:

söngvari
afgreiðslukona
aðstoðarmanneskja í spítalaeldhúsi
kennari

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur (og á):

Lord of the rings eitttvöogþrjú (fá að hanga saman þar sem þær myndu annars einoka dálkinn..)
The Sure thing
When Harry met Sally
Forget Paris

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Njálsgötu 4/Bárugötu 16/Ásgarði 145 (með Nonna sæta)
142 Hammersmith Grove/Sundial Court, Chiswell Street (London)
Skaptahlíð 16 (með Tótu og Gönsó)
Sunnuflöt 7 (með m&p)

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:

Disperitaraðar húsmæður
Losti
vinir
næsta horrengla ameríku

fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Ísrael
Japan
París
Ítalía


Fjórar síður sem ég skoða daglega:

anna.is
hildigunnur
pósturinn
nonnisæti (þegar hann skrifar)


fernt matarkyns sem ég held upp á:

súkkulaði
humar
gott lambakjöt
ýsa með kartöflum og sméri

Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:

London
París
New York
Mílanó

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

nonnisæti
Hildigunnur systir
Stubba
Árni Heimir

þriðjudagur, janúar 17, 2006

föstudagurinn þrettándi í viku?

Lítur út fyrir að Stóra Höfnunarvikan sé í gangi hjá vælunni.. afar gott fyrir egóið eða þannig.

Æði.

sunnudagur, janúar 15, 2006

ókei..

HVAÐ er hallærislegra en stofna búð og kalla hana sófi.is og vera svo ekki með heimasíðu?

föstudagur, janúar 13, 2006

í morgunsárið

Pikkföst einu sinni og komst svo ekki upp brekkuna heima.. til hamingju með veturinn folks!

Verð víst að spjaldhryggja (og höfuðbeina) ykkur með því að svona verður þetta áfram. Í svona mánuð. Og af hverju? Því maðurinn minn ehhskulegur var svo vænn að segja upphátt setninguna sem ég hugsaði vissulega en hélt í mér sem fastast til að jinxa það ekki:

"Þetta er HINN dagurinn á árinu sem er þörf fyrir nagladekk..."

gaaaahhhh!

ég sé alveg fyrir mér örlaganornirnar kætast svo mjög að þær skjótast út að kaupa sér glænýjan porsj jeppa á bílaláni frá lýsingu.. ja eða katerpillar gé sjö með ribber, og sitja svo á þakinu með flösku af Veuve Cliqout og Mills kavíartúbu.
Bara svona til að halda upp á að næla í svona feitan jinxbita ;)

miðvikudagur, janúar 11, 2006

írónía per exelansj

finnst einhverjum öðrum en mér fyndið að Pamela Anderson af öllum kvensum skuli mótmæla ræktun á kjúklingum með stórar bringur?

Nóg komið

bendi hér á effektíva leið til að dangla í hausinn á Símoni siðlausa, "blaðamanninum" með varalitinn og félögum hans á ritstjórnarskrifstofu sorpritsins DV.. smellið í linkinn hér til hliðar.

mánudagur, janúar 09, 2006

dásemd

tónleikar helgarinnar voru dásamlegir og Tallis stóðu sig að vonum með mikilli prýði og ég held að carmínur höfum bara staðið okkur alveg ágætlega líka.. Peter var allavega ánægður!

og nú er bara að snúa sér að næsta, Servilia hefur fengið að sitja á hakanum síðustu daga en kemur nú fílelfd til baka..

ehá og einmitt...

Við systurnar greinilega ekki bara líkar í útliti...












Your Social Dysfunction:
Happy



You're a happy person - you have a good amount of self-esteem, and are socially healthy. While this isn't a social dysfunction per se, you're definitely not normal. Consider yourself lucky: you walk that fine line between 'normal' and being outright narcissistic. You're rare - which is something else to be happy about.
















Take this quiz at QuizGalaxy.com


Please note that we aren't, nor do we claim to be, psychologists. This quiz is for fun and entertainment only. Try not to freak out about your results.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

hvað ég er í ógeeeeeeeeeeeeeeeðslega vondu skapi núna!

tallis and carmina sitting in a tree...

mæli með þessum snillingum hér á laugardaginn kl 17 og þessum sömu plús carmína (íslenskur kammerkór par exelence, vælan kemur þar við sögu) á sunnudagskvöld kl 20.. bæði skiptin í Langholtskirkju.

Mæli meðessu.

þriðjudagur, janúar 03, 2006

úúúúúújÉÉÉ ví loooooof hör..

Elizabeth Bennet
You are Eliza Bennett from Pride and
Prejudice
! Yay, you! Perhaps the
brightest and best character in all of English
literature, you are intelligent, lively,
lovely-- in short, you are the best of company.
Your only foibles are that you stick with your
first impressions... and your family is quite
intolerable.


Which Jane Austen Character Are You?
brought to you by Quizilla