Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, október 31, 2004

sæti maðurinn..

súpermann aka Jón Heiðar átti afmæli í gær.. elsku kallinn!

Til hamingju með afmælið elsku Jón minn!

trakteraði hann með hægeldaðri entrekód með berness sem var gerð frá grunni (já essensinn og allt) og góðri rauðri á föstudagskveldið, var nefnilega að sýna í gærkvöldi þannig að veislan þurfti að vera í fyrra fallinu. Gaf honum svo ógeðslega flotta skyrtu frá Hugo Boss og peysu úr seytján.
Svo áttum við indælan laugardag saman og hittumst svo eftir sýningu hjá mér á næsta og sátum þar í góðu yfirlæti með vinum okkar fram eftir nóttu..

Dásamlegt!

miðvikudagur, október 27, 2004

ó mig auma..

jæja, þá er búið að fara niður í kjallara og sækja eyrnaskjólin, dusta rykið af augnblöðkunum og fara í bankann að slá lán til að geta keypt vídeóspólur, geisladiska og lesefni til endingar í tvo mánuði og slá auk þess víxil fyrir kosnaðaraukningunni sem fylgir því að kaupa allan mat og aðrar nauðsynjavörur á íbei og þesslags vefsíðum.

Ef ég heyri minnst á jólin fyrir 22. desember mun ég springa í loft upp og eftir stendur rjúkandi rúst á háum hælum.

Ónei.. svo gott er það nú víst ekki verandi kennandi krakkahrúgu sem er níu ára og uppúr og eiga eftir að syngja á óendanlega mörgum jólagiggum. En þau byrja þó allavega ekki fyrr en seinni hluta nóvember giggin og ekki grísirnir ef ég fæ einhverju um það ráðið.

Verð víst að sætta mig við lendingu númer tvö sem ég gerði líka í fyrra, að reyna af fremsta megni að forðast kringlur, lindir, ver og önnur forgörð helvítis í sona mánuð. Þangað til ég get horft á feitan skeggjaðan kall í rauðum spandexgalla án þess að kúgast.

þriðjudagur, október 26, 2004

vímuefni

mikið finnst mér gaman þegar hlutir sem eru mærðir út í hið óendanlega eiga það skilið..

þvílík og önnur eins snilld..

fyndna barnið með vafastíxl

börn eru fyndin þegar þau rugla stöfum í orðum, smbr. úbart.. (sem einn góður vinur minn notar nú reyndar ennþá..)

Fyndna barnið kom með eitt gott:

Ragnheiður Dóra: Barbídúkkan mín getur farið í slipp!

mánudagur, október 25, 2004

í tilebbni bússj og kerrí slagsins..

kemur hér ein gömul og góð frá Fræmundi sóða:

Það er verst hvað það vefst fyrir mönnunum
sem vasast í pottum og pönnunum
að uppgötva það
hversu upplagt er að
laga kaffi í skoðanakönnunum

:D

fimmtudagur, október 21, 2004

skammastín..

hitti vinkonu mína áðan sem er nýkomin úr krabbauppskurði og á leiðinni í geislameðferð.. sem betur fer með mjög góðar líkur..

but it got me thinking..

helvítis aumingjaskapur í manni að vera sívælandi þó maður fái eitthvað sniffl..

eitthvað kvefsull..

skammast mín bara niðrí rass.

Ætla aldrei að kvarta og kveina yfir smámálum aftur og fara að peppa upp lífsgleðina og jákvæðnina. Maður veit nebbla aldrei hvað gerist á morgun.

sunnudagur, október 17, 2004

múhahahahaha

Mamma Guðrúnar vinkonu okkar var að vandræðast með hvað hún ætti að gefa yngri dóttur sinni í afmælisgjöf og leitaði ráða hjá henni. Guðrún stakk upp á disknum Classic Kennedy (með Nigel þeas) en mamman lét nú afgreiðslufólkið heldur betur plata sig...

kom heim með meistaraverkið Classic Kenny G....


hahahahahahahaha

önnur góð saga af Guðrúnu og Steinunni (yngri systirin sko)

þær voru í Victoria´s secret búð úti í Bandaríkjunum og Guðrún var að skoða sig um en Steinunn var þá þegar búin að finna eitthvað. Þá kemur afgreiðslumaður að Guðrúnu og spyr hvort hann geti aðstoðað, en Guðrún svarar: no that´s ok, you can do my sister first..

óborganlegt!

fimmtudagur, október 14, 2004

ehá og einmitt..

söng við útför í morgun og tókst við það tilefni að fara í skó bæði selín díjón og palla rósenkrans.. og geri aðrir betur.

miðvikudagur, október 13, 2004

skandall..

að það skyldu ekki komast fleiri að að horfa á íslendingana veltast um í svíaskítnum í kveld. tíu þúsund hefði verið ALGJÖRT LÁGMARK!

kva? heyrðuð þið eitthvað? voru kennarar eitthvað að heimta einhver laun? helvítis frekjan í þeim alltaf.

þriðjudagur, október 12, 2004

looovvv itt!!!!

You are Lili St. Cyr!
You're Lili St. Cyr!


What Classic Pin-Up Are You?
brought to you by Quizilla

bara kulla.. svo finnst mér þetta líkjast mér.. já svei mér þá...

veikindanöldur.. enter at your own risk

Tússól, pectolin, panodil hot, engifer+hunang+sítróna, kamillute, beiskur brjóstsykur og síðast en ekki síst doxitab (sýklalyf frá helvíti) og samt sit ég hér 4 daginn í röð í hóstakjöltri og aumingjaskap..

þoli ekki að vera veik.

Meika aldrei að vera svona mikill aumingi og enda alltaf á að fara að púlla hvíta stormsveipinn eða eitthvað, þreif neðri hæðina eins og hún leggur sig í gær og var gjörsamlega búin áðí á eftir.. við þetta leggst ég í þunglyndi og hef á tilfinningunni að mér eigi aldrei.. ALDREI!!.. eftir að batna.

hrummppfff

Jæja, fátt er svo með öllu illt.. horfði á pride and predjudice eins og það lagði sig í gær...

aaaaahhh 6 klukkutímar af Mr. Darcy. Ekki slæmt, ekki slæmt...

sunnudagur, október 10, 2004

frumsweeningin búin..

og gekk bara ansi vel og fólkið alveg í skýjunum.. kvefið fór ekki neitt eins og ég hafði planað og er nú komið á helvíti vondan stað.. ég er eiginlega bara alveg sárlasin.. þannig að nú er komið að ykkur að senda mér vorkennisstrauma svo mér batni sem fyrst :D

söng fyrir FG liðið í gær á 20 ára ammæli skólans.. ansi hreint sniðugt bara, hellingur af kennurum sem ég man eftir og allir voða hressir, svo var farið og borðaðar bestu kleinur í heimi og hlegið að myndum af undirritaðri fyrir 14 árum sípðan.. djöfull átti ég flottan kjól þá, muniði eftir gula og gyllta heklaða kjólnum mínum sem krakkafíflin í Grafarvogi brenndu þegar þau brutust inn í bílinn minn?

En nóg blaður í bili.. ætti að fara að hvíla mig, sýning í kveld ossona.. en nú verður Kurt að vera án þrístrikuðu dísanna minna. Vonandi bara að Hrafnhildur sé í stuði..

föstudagur, október 08, 2004

zúri pakkinn..

Rétt fyrir sex vikum hérumbil...
fór að herj´ á mig herfileg helvítis exemispeeest.. (úr sweeney sko)

nei reyndar ekki svo slæmt en er nú samt komin með hita, slen og kvef dauðans..

að sjálfsögðu.

Ég meina, frumsýning í kvöld og hæ prófæl performans á morgun..

Murphy gat náttúrulega ekki látið þetta tækifæri sér úr hendi sleppa!

En.. til þess fann guð upp parkódín forte, ég ætla að skemmta mér í kveld!

here goes :D

what a marvelously spiffing idea!

My very British name is Charlotte Garside.
Take The Very British Name Generator today!
Created with Rum and Monkey's Name Generator Generator.


Finally I get a chance to get rid of my rather dull icelandic name and get to marvel as the anglophile I am...

splendid I tell yar..

Jæja.. komið að því..

Flottasta sýning óperunnar til þessa, Sweeney Todd verður frumsýnd í kvöld, föstudagskvöld kl 20.00

Sagan er frábær, kastið meiriháttar (sérstaklega kórinn audda.. já og Tobbi Bró.. iii djók) sviðssetningin alveg óTRÚlega geggjuð, sviðsmyndin svaðalega mögnuð og búningarnir stórfenglegir.. og tónlistin.. ólýsanleg.

og ég er ekki einu sinni byrjuð að ýkja..

þetta er algjört möst-sí!

fimmtudagur, október 07, 2004

The General (hljómar eins og bók eftir Michael Chricton)

Jæja, generallinn búinn... gekk bara vel.. heeeelvíti er þetta ógeeeeðslega flott sýning maður...


aglavega, get látið mig dreyma um að eiga mér líf aftur.

Sem er gott.

mánudagur, október 04, 2004

bótox í áskrift?

Helvíti lítur hún Þorgerður Katrín vel út miðað við að vera 68 ára í dag samkvæmt fréttablaðinu..

hún hlýtur að vera í bótox-áskriftinni maður.

Eða þá að hún hefur bara erft svona unglegt útlit, sjáiði bara pabba hennar hann Gunnar Eyjólfsson.. maðurinn lítur sko alls ekki út fyrir að vera kominn á tíræðisaldurinn eins og hlýtur að vera fyrst hann á svona gamla dóttur...

sniðugt...