Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

laugardagur, nóvember 29, 2008

síðasta blogg

var tekið út og fært á flettismettuna..

laugardagur, nóvember 08, 2008

ég játa...

samkvæmt áskorun Varríusar að ég hef undanfarin ár:

ákveðið að hætta að lifa eins og námsmaður og keypt húsgögn í Ikea og Tekk kompaní fyrir hátt í 200.000 lesist tvöhundruðþúsund krónur (hneyksli!)

Tekið árið 2007 að láni fyrir (þá) tveggja ára gömlum toyota yaris 900.000 kr í erlendu láni.. eftir að vera tveimur árum áður búin að kaupa út í hönd 3 ára gamlan daewoo sem við gerðum við fyrir 600.000 kr á einu ári.. og þurftum svo að henda ónýtum.. :P (svívirðilegt!)

farið tvisvar sinnum til útlanda með vinkonum mínum í tvo daga í senn á síðustu tveimur árum (fyrra skiptið tilboð hjá flugleiðum til London, seinna skiptið gist í sjúkraliðaíbúð í kaupmannahöfn)og jafnvel borðað á sushistöðum í báðum borgunum! (bruðl!)


eytt alltof (hmmm og ég meina alltof.. ekkert djók hér) miklum peningum í þau ágætu fyrirtæki te og kaffi og kaffitár.

mea culpa, mea culpa, mea maxima culpa..