4) sem krakki las ég bók á dag öll sumur. Grínlaust. Var búin með laxness skáldsögurnar komplett 12 ára (og skildi auðvitað ekki bofs)og var búin að marglesa alla barnadeildina á Bókasafni Garðabæjar. Þessi gífurlegi bókaáhugi hélst fram í menntaskóla þar sem ég tók alla bókmenntaáfanga sem í boði voru, flestir voru kenndir af Sigga Svavars sem var snilldarkennari og er í miklum metum hjá mér enn í dag. Þegar ég komst svo á fuglorðinsaldurinn sá ég fram á að langa til að gera tvennt, syngja eða fara í bókmenntafræði. Ég vissi sosum hvort myndi vinna (narcissminn vann þar sem meiri líkur eru á pöbblikk displei sem söngvara en bókmenntafræðingi) en dreif mig samt í bókmenntafræðina því ég varð að vita hvort mig langaði meira.
Þeirri spurningu var fljótt svarað þegar ég komst að því að bókmenntafræðin snérist um lítið annað en skrifa bækur um annarra manna bækur.
Það sem stendur eftir er að mig langar alveg rosalega mikið til að hafa orku og tíma til að lesa alvöru bækur. Ég er steinhætt því og les bara rusl.
5) ég er ÁN EFA óskipulagðasta manneskja sem til er. Sjá t.d. hér. Ég er sífellt að lofa sjálfri mér að breytast og bætast, lagast og endurlífgast í þeim efnum. ég er jafn sífellt að klikka á því. AAAH gotta have SOME fault ekki satt ;)
ég klukka.. hmmm herdísi beibu, Stínufínu, Gönsóinn minn, Árna Heimi og auðvitað rokkarann.
ps búin að finna út hvað vandamálið er, get ekki bloggað löngum bloggum í einu. HVERNIG get ég lagað þetta!! plíííís help!
<< Home