Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, apríl 19, 2006

húrrahúrrahallelúja!!

þá er fyrsti hljómdiskur dívunnar upptekinn með öllu, gert er ráð fyrir klippingu í maí og útgefelsi með haustinu... bíðið spennt, bíðið mjööög spennt ;)

waysany, farin til agureyris fram á sunnudag.. blitz.

mánudagur, apríl 17, 2006

í kristilegum anda páskanna:

Your Porn Star Name Is...

Asslee Bendover


hmmm.. kannski maður breyti nafninu á blogginu?

sunnudagur, apríl 16, 2006

páskakakakakaka

jæja kæru vinir, dívan reif sig á lappir klukkan sex til að vera nú andlega og líkamlega undirbúin undir Mozart allelújuna kl 8, gekk bara svona líka svakalega vel miðað við aldur, fyrri störf, tíma sólarhrings og fjölda sofinna klukkutíma í nótt.

Jamm.

Er núna komin í sem mér reiknast 74 klukkutíma páskafrí. Ótrúlegt! og í tilefni af því:

gleðilega páska elskulega fólk :D


mánudagur, apríl 10, 2006

on the road again

við fyndna barnið ætlum að næla okkur í smá auka páskafrí og skreppa vestur í Borgarfjörð að chilla þar með Tótu sætu vinkonu og Fáfni og Stefáni Loga, sem er btw kærastinn hennar Ragnheiðar að hennar sögn.

Vá, mér veitir sko ekkert af smá breiki.

Verður samt ekki langt því við þurfum að vera komin bæinn aftur í hádeginu á morgun.

hva..

þurfti nú ekkert einhverja bloggsspurningakeppni til að segja mér þetta ;)

You Are an Excellent Cook

You're a top cook, but you weren't born that way. It's taken a lot of practice, a lot of experimenting, and a lot of learning.
It's likely that you have what it takes to be a top chef, should you have the desire...

sunnudagur, apríl 09, 2006

Reiði

djöfull geta sumir verið miklir f fyrir fífl, á fyrir ána v fyrir viðbjóði i fyrir idjót t fyrir truntur a fyrir asna r fyrir refi...

maður er bara algjörlega fuming hérna.


(vil samt taka skýrt fram hér að reiði mín var ekki vakin af neinum í minni nánustu fjölskyldu eða vinahóp. Svo það sé á hreinu.)

föstudagur, apríl 07, 2006

Sigurður Demetz - In memoriam

árið 1991 kom þrjóskur sextán ára stelpukjáni inn á skrifstofu hjá Ragnari Björnssyni heitnum, skólastjóra í Nýja Tónlistarskólanum og tilkynnti honum að þangað væri hún mætt í söngnám..

"já," svaraði hann, "ég skal athuga hjá hverjum er laust."
"Nei." kom svarið, "Ég ætla til hans Demetz."

Nokkrum dögum seinna fór þessi sami kjáni á Ljósvallagötuna að syngja fyrir il maestro. "Þú ert allt of ung!" sagði gamli maðurinn.. "ég skal taka þig en þú færð BARA að syngja æfingar fyrsta árið".

Þannig byrjaði þetta 16 ára yndislega vinasamband mín og Demma. Hann hugsaði svo vel um mig, passaði röddina mína og kenndi mér svo margt, frá honum hef ég allan grunninn og meira til, hann kenndi mér virðingu fyrir tónlistinni, sjálfri mér og lífinu. Hann var alltaf til staðar fyrir mig, þó þeir tímar kæmu sem ég var ekki að standa við minn hluta, ég hefði átt að vera miklu duglegri í náminu, miklu virkari og seinna miklu duglegri við að halda sambandinu.

Og ég man svo margt. óendanleg hlý bros og faðmlög. Spagetti Gorgonzola í hádeginu á Fossagötunni. Langa eftirmiðdaga við spegúlasjónir um músík og hlustun á gamlar plötur og kasettur. Demma á nærri öllum tónleikum hjá mér, sitjandi á fremsta bekk, hvetjandi mig áfram.

Demmi dó í morgun 93 ára á Sóltúni þar sem hann átti heima síðustu mánuðina.

Hann var saddur lífdaga, þreyttur.

Farðu í friði elsku Demmi minn. Ég á alltaf eftir að sakna þín.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

pakk

mikið ógeðslega verður maður saddur af hafragraut!

miðvikudagur, apríl 05, 2006

fúlt..

allt fúlt í dag.

er slæm af bakflæðinu.. fúlt.

fór í upptökur og þurfti að hætta út af veðri.. fúlt.

var að fara yfir próf hjá heilum bekk þar sem EINN náði.. fúlt.

varð fyrir sárum vonbrigðum með svolítið í gær.. fúlt.

það er skítakuldi úti.. fúlt.

það er ekkert til að borða sem mig langar í.. fúlt.


Ætla í Smáralind að fá mér gott í gogginn og í retail therapy. Eina í stöðunni.

mánudagur, apríl 03, 2006

Tónleikar hjá Óla bróður

verða á morgun kl 20 í Salnum, þar mun hann syngja Dichterliebe eftir Schumann og On this Island eftir Britten, auk jónasarlaga eftir Atla Heimi Sveinsson. Meðleikari er Peter Ford frá Englandi.

Endilega allir að mæta, þetta verða frábærir tónleikar!

sjá nánar hér