Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, maí 24, 2006

allir að mæta fyrir mig!

Sælir allir Íslendingar
Til stendur að hafa meðmælagöngu þann 27. maí þar sem farið verður fram á
virkt lýðræði í sambandi við stóriðjustefnuna og undirskriftasöfnun hefst
með áskorun til stjórnvalda.

Endilega hafið samband við alla kunningja, vini og fjöldskyldu og látið
orðið berast um gönguna því við viljum fá alla með og gera þetta að
stórviðburði.


Laugardaginn 27. maí, kl. 13:00 standa Íslandsvinir fyrir göngu sem lagt
verður í frá Hlemmi í Reykjavík. Gengið verður niður Laugaveginn og endað
með útifundi á Austurvelli, þar sem
fram koma margir af okkar helstu tónlistarmönnum, auk skálda og annara
listamanna.

Við göngum . . .

fyrir íslenska náttúru
fyrir fjölbreytt atvinnulíf, hugvit, menningu
fyrir sköpunarkraft og frumkvæði
fyrir ný tækifæri
fyrir menntun
fyrir velferð
fyrir lífsgæði
fyrir lýðræði
fyrir sjálfstæði Íslendinga

Við göngum . . .

gegn misnotkun á náttúruauðlindum okkar
gegn efnahagslegu ósjálfstæði
gegn einhæfu atvinnulífi
gegn stóriðjustefnu stjórnvalda


Aldrei áður hefur náttúrugersemum okkar, efnahagslegu sjálfstæði og velferð
verið ógnað sem nú og því liggur mikið við.


Drög að dagskrá 27. maí.

13:00 - 14:00 Ganga frá Hlemmi niður á Austurvöll
14:00 Dagskrá hefst á Austurvelli
14:00 - 15:40 Örstutt kynning á undirskriftasöfnun 3 mín
Hjálmar
KK
Fjallkonan flytur ljóð
Ragnhildur Sigurðar (vistfræðingur) talar
Flís og Bogomil Font
Benni Hemm Hemm
Unglingar flytja beiðni sína
Ragnhildur Gísladóttir
Fræðsluefni rúllar á skjá allan tímann


Kærar þakkir til þeirra sem eru tilbúnir að leggja málefninu lið. Nú er
tækifærið til að "gera eitthvað"
Endilega áframsendið póstinn á alla sem þið þekkið.
Í viðhengi er plakatið sem þið megið endilega prenta út og hengja upp á
vinnustað ykkar og svo er kynningargrein.


Íslandsvinir
www.islandsvinir.org

Merkisdagur


í gær var merkilegur dagur í lífi fjölskyldunnar þegar hún Ragnheiður Dóra útskrifaðist úr leikskólanum sínum. Ég segi eins og Jón að ekki var laust við að ég fengi tár í augun þegar hún var kölluð upp, mikið er stelpan mín orðin stór! Hún er líka snillingur, er farin að lesa heilmikið og er bara almennt alveg stórfengleg manneskja, stærsti fjársjóður lífs míns.

Til hamingju með daginn elsku stóra stelpan mín!

mánudagur, maí 22, 2006

köben eftir þrjá..



það er fátt skemmtilegra en að kaupa sér nýja ferðatösku..

laugardagur, maí 20, 2006

vesturbæjarblogg

er í neskirkju að bíða eftir að brúðkaupið byrji sem ég er að gaula í í dag.. hér er svo kalt að ég fór að spegúlera í hvar ég geti fengið lánaðan kraftgalla fyrir kallinn fyrir grill kveldsins, en svo fattaði ég auðvitað að hann verður hér hvergi nærri heldur í hitasollinum í Garðabænum.

Þokkalega sem ég nenni ekki að búa í þessu klímati.. þetta er glatað ;)

miðvikudagur, maí 17, 2006

úbbs

gleymdi Frjálslyndum.. ætli það segi ekki bara það sem segja þarf um þau?

Gaularafréttir og annað smálegt.

Vælan stefnir hraðflygi á heimsfrægð í Búlgaríu og svona sem er gott.

annars er hellingur af tónleikum framundan sem er líka ansi skemmtilegt bara, sniðugt að vera orðinn svona frægur að vera alltaf að gigga eitthvað án þess að þurfa að skipuleggja það sjálfur.. verð með eðalhjónunum Bjarti og Jóhönnu í álftaneskirkju 24. maí, syng á Sólheimum þann 10 júní á nýrri tónleikaröð sem Þóra ofurbeib er að setja af stað og svo í nýju galleríi, Anima, á Ingólfsstræti þann 22. sama mánaðar í hádeginu, á nýrri tónleikaröð sem hún Hólmfríður sem rekur það er að starta á fimmtudögum. Semsagt nóg af giggum fyrir ykkur, kæru áhangendur.

Hef ákveðið siðferðis míns vegna (jú ég er VÍST með svoleiðis!) að kjósa í vor þann flokk sem hefur sýnt hvað minnst kommúnistísk vinnubrögð og mun því krossa við Svandísi og co. Sjallinn dundar sér við stóriðjustefnur milli þess að plaffa niður ljósastaura, bensínfretandi hömmerframmararnir eru að sjálfsögðu ekki umhugsunarverðir og samfylkingin vinnur að því leynt og ljóst að eyðileggja starfsvettvanga mína í borginni og getur því farið í norður og niðurfallið með freti eins og Skalla-Pétur orðar það. Þannig að VG er málið.

Nokkur ný andlit hér til hliðar í linkum, sum hálf, sum nashyrningsleg og sum með óvenjustórt hár.

mánudagur, maí 15, 2006

Brandari vikunnar..

Vælan að blaðra út í loftið eins og hennar er von og vísa: blabla það sem mig langar helst að sjá á listahátíð er Angelite kórinn og svo auðvitað Miriam Makeba..

Súppi annarshugar upp úr mogganum: ha, Miriam McKebab?

miðvikudagur, maí 10, 2006

fúlt

djöfulshelvítisdjöfull...


afsakið orðbragðið en djöfull er ömurlegt þegar maður kemst að því að maður má greinilega ekki segja neitt.. fólk er ómerkilegt.

föstudagur, maí 05, 2006

ávallt..


width="240" height="180"
alt="Handsome Amorous Lover Lovingly Volunteering Erotic Indulgence and Gratification"
border="0" />


skil þessvegna EKKERT í af hverju kallinn segist vilja yngri konur á blogginu sínu ;)

fimmtudagur, maí 04, 2006

LOKSINS!

eitthvað sem ég get kosið..

miðvikudagur, maí 03, 2006

Á útleið

jájá fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð vont eins og bakaradrengurinn orðaði það nú svo skemmtilega um árið, sniðugir þessir bakaradrengir alltaf hreint.

Eftir óskemmtilega reynslu fyrr í vor kom í ljós að við tónfræðisystur gætum eftir alltsaman farið í kennaraferðir tvær sem skipulagðar eru í skólunum sem við erum að kenna í og eldri útgáfan heldur áfram í á næsta ári, en ekki ég eins og sjá má hér.

Sú fyrri verður með Suzukiskólanum og er til kóngsins köbenhavn og svo bætast Hafnarfjarðarkennararnir og spúsar okkar við og saman höldum við til Prag, sem er alveg hrikalega skemmtilegt þar eð ég hef aldrei verið þeirrar ánægju aðnjótandi að fara þangað.

Dagskráin er eftirfarandi:

Áður en Jón kemur: hönnunarbúðir, borðbúnaðarbúðir og óperan (vonandi, ef það er eitthvað spennópennó).
Eftir að Jón kemur: ÞETTA!

og Prag: bara svona það sem er í boði þar.. hvað veit ég um það, hef aldrei komið þangað!

Nú er bara að passa sig að koma ekki heim með OF mikið af kristli og spögepölser. Seisei nei.