Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

sunnudagur, febrúar 25, 2007

auminagey og elvis

Fyndna barnið þjáist af inflúensu af verstu sort og er búin að liggja heima síðan á þriðjudag. Fyndnu beinin hafa því verið í pásu og við mæðgur orðnar afskaplega innimyglaðar, sérstaklega núna eftir að ég vaknaði gersamlega þegjandi hás og stífluð í nefi svo vessarnir flæða út (þessi lýsing var í boði sveinunga). Sem er fúlt því ég ætlaði að syngja á eftir í skírninni hans elsku Kolbeins Óla en ég þarf þá bara að gaula í fermingunni í staðinn :D Ætti að vera búin að ná mér þá.

Þessi pest er búin að vera lengi á leiðinni og ég var byrjuð að finna fyrir henni á fimmtudagskvöld, en lét það þó ekki stoppa mig í að eiga stefnumót á föstudagskvöldið. Það var við Elvis, Lísu í Undralandi og Marilyn Monroe. Með öðrum orðum þá fór ég á alveg hrikalega fyndna sýningu sem heitir flagari í framsókn í óphúsinu. Við Maggí vinkona fórum og hlógum eins og fífl alla sýninguna og smituðum í kring um okkur þannig að það hafði víst aldrei verið jafn skemmtilegur salur og þar af leiðandi aldrei jafn fyndin sýning. Ætti kannski að ráða okkur sem fastar klappstýrur, maður gæti kannski nælt sér í fastráðningu við þetta ágæta hús sem ein slík ;)

Mæli semsagt með Flagaranum Elvis en ekki með inflúensu af stofni A.

Efnisorð: ,

föstudagur, febrúar 16, 2007

úff púff

haldiði ekki að eftir nokkurra daga stanslausar pælingar, símhringingar, vesin og heilabrot til þess að finna út ódýrasta flug til Rómar í gegn um London (sem þýðir 9 tíma ferðalag hvora leið á minnst 36.800 kr) hafi Sumarferðir ákveðið að fara að bjóða upp á beint leiguflug þangað fyrir 26.900!!!!

GGGGGAAAAAAAAARRRRRRRGGGGGGGGHHHHHHHHHHHH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!


pirr bögg ansk.. djö..

Reyndar kom svo í ljós við nánari skoðun að þetta hefði þýtt þrjár extra hótelnætur í Róm fyrir 14 manns og eina aukanótt fyrir 5 í viðbót.. þannig að þetta er allavega ekki ódýrara.... en án efa þægilegra..

Ekkert við þessu að gera, Ryanairflugið keypt að fullu og innborgun á Icelandexpress borguð og ekki endurgreidd og þar með nenni ég ekki að eyða neinum tíma eða orku til að pirra mig á þessu.

Versta er að slæma tilfinningin sem er búin að vera að hrjá mig hálfan daginn hvarf ekki við þessar fréttir. Hlýtur þá að vera eitthvað annað sem er yfirvofandi. sjö níu þrettán lemja í borðið.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

nýjasti fjölskyldumeðlimurinn..


er DREKINN!!!

(p.s. ótrúlega er eitthvað skemmtilegt að kaupa sér bíl úr kassanum ;))

Efnisorð:

föstudagur, febrúar 02, 2007

enn einn barnaperraskandallinn

hjá Hæstarétti í dag, gott að sjá hvernig Mogginn tók á því með myndum af þessum karlpungum og fyrirsögninni "Milduðu dóminn"!

ánægjulegt að sjá að einhver fjölmiðill ætlar að taka við því að taka á viðbjóðnum þó svo að það verði nú vonandi smekklegar gert en á DV heitnu..

Hrafn Jökulsson mælist svo til þess af hneyksluðum almenningi að hann sendi bréf til Hæstaréttar og hann býður öllum að stela bréfinu sem hann sendi sjálfur af blogginu sínu.

Ég sendi bréf áðan.. hvað með þig?


Spread the word!! power to the people!!