Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

fimmtudagur, mars 30, 2006

Gáta

sprurning: hvað er 31 árs gamall sópran sem keyrir niður skólavörðustíginn og öskrar GRÁBRÓK! GRÁBRÓK! á útvarpið?

svar: Væla Veinólínó að hlusta á Orð skulu standa..


frábær þáttur yfirleitt og sérstaklega núna á laugardaginn þegar hún Anna Sigga stórsnillingur, Alt par excellence og nýjasta viðbót jarðarfarasöngvaraklíkunnar ógurlegu í bloggheimum verður gestur. Mæli með þessu öllu, söngkonunni, blogginu hennar og þættinum :D

þriðjudagur, mars 28, 2006

blah

hvað í hoppandi húsasmíðameistara skeðist fyrir teljarann hjá hallóskan?

sunnudagur, mars 26, 2006

búin

messan gekk rosavel og er alveg stórkostleg tónsmíð.. hí á ykkur sem misstuð af þessu, þið misstuð sko af miklu! ;)

en vonandi verður þetta nú endurtekið og þá sem tónleikar, á skikkanlegri tíma fyrir svona drykkjubolta (ha, Árni Heimir?) og djammara, kirkjusöngvara og fjölskyldufólk sem les þetta pár mitt.

Hendi hér inn línk á hann Villa vin minn (sem nb kom á messuna!) sem stendur í stórræðum þessa dagana.. áfram Villi!

laugardagur, mars 25, 2006

Allir að mæta!

Á sunnudaginn kemur verður flutt Vídalínsmessa eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Flutningurinn kemur í stað guðsþjónustu í Vídalínskirkju og er klukkan 11 árdegis. Flytjendur eru kór og kammersveit Vídalínskirkju ásamt einsöngvurunum Ólafi og Hallveigu Rúnarsbörnum. Stjórnandi verður Jóhann Baldvinsson, orgelleikari Vídalínskirkju.

föstudagur, mars 24, 2006

So congratulations

jei!

jæja

get verið fegin að ég fór ekki eftir því sem allir sögðu og hékk á slysó í 3 tíma, borgaði stórfé fyrir röntgen og skoðun bara til að láta senda mig heim að halda áfram að bryðja voltaren..

já kæru aðdáendur, þið giskuðuð rétt, ég er að skána í bakinu. Ennþá í krambúleri í öxlinni en ekki jafn slæmt og áður.

Nú eyði ég allri orku minni í að vorkenna vesalings fyndna barninu í staðinn sem er búin að liggja hér heima í flensu síðan á mánudaginn og vaknar dag hvern með 38° hita og viðbjóðshósta aldarinnar.

Þeir voru að hringja frá bónusvídjó, myndin af mér er komin upp á vegg undir Viðskiptavinur Mánaðarins skiltinu.

miðvikudagur, mars 22, 2006

eins gott

að maður er ekki glamrari heldur gaulari.. það er þó hægt að syngja með einari hendi.

þriðjudagur, mars 21, 2006

miss Irony

Ungfrú Írónía kom í heimsókn til mín áðan þegar ég ákvað að skoppast niður í kjallara að ná í gönguskóna því það væri svo hált úti og fljúga svo með glæsibrag niður allan stigann..

ái

uppfært hálftíma síðar: að SJÁLFSÖGÐU var engin hálka úti.. grrr.

sunnudagur, mars 19, 2006

aaaaaaaaaaaaaaahhhhhhhhhhh

vek athygli á viðbjóðslega góða matnum sem ég eldaði í kvöld og skellti á Brallíbaukinn.

Uppskriftin er skráð fyrir fjóra en þeir voru augljóslega ekki að gera ráð fyrir Jóni nýkomnum inn úr hlaupi, er í þessum töluðu orðum að fara út að kaupa ís :D

laugardagur, mars 18, 2006

hahaha!


Hallveig --

[noun]:

A person who laughs at anything (even this entry)



'How will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com

fimmtudagur, mars 16, 2006

smámunir

jæja þá fer nú vonandi að birta yfir Vælunni eftir fulla tunglið sem hefur alveg ótrúlega mikil áhrif á mig.. fer alveg með skapið.

Annað smálegt, mikið rosalega væri miklu auðveldara að vera mamma hans Ara í dag, eina sem þyrfti að gera væri að láta hann fá nettengda tölvu..

þriðjudagur, mars 14, 2006

góða skapið endurheimt

var svolítið svekkt um daginn þegar kom dómur í Mogganum um tónleikana okkar í Hafnarfirðinum án þess að á mig væri minnst og var eins og ég hefði ekki verið þar.. en í dag kom í ljós að strax á mánudaginn birtist leiðrétting í blaðinu og er það hið allra bezta mál, sérstaklega þegar hún er svohljóðandi:

Í umsögn Bergþóru Jónsdóttur um Mozart-tónleika í Hafnarfirði um síðustu helgi og birtist í blaðinu á laugardag féll niður málsgrein. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Missa solemnis er ekki stórt verk af hendi Mozarts, og Helgi gerði það sem áður var tíðkað, að fleyga það annars vegar með kirkjusónötu og hins vegar með einum fallegasta söng Mozarts, Ave verum corpus. Fjórir einsöngvarar sungu með kórnum í messunni, Hallveig Rúnarsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Ólafur Rúnarsson og Benedikt Ingólfsson. Eina einsöngshlutverkið sem eitthvað kveður að af Mozarts hálfu er sópraninn, og Hallveig fullkomnaði það með sinni tæru, björtu rödd, og fallegum, innlifuðum söng...


alveg það sem ég þurfti eftir zúrar hafnanir síðustu daga.. hrumpff..

p.s. í dag er alþjóðlegi hrummppfff dagurinn hér á Vælapúnkturis..

ammælisbarn dagsins

hjá Vælunni er Hildigunnur stórasystir sem er tíu árum eldri en ég og verður semsagt.. hrmmffpphhh.. þrjátíuogsjö í dag.

Nei en svona í alvöru, til hamingju með afmælið elsku kellingin! :D

föstudagur, mars 10, 2006

sós

vúhú!!

(ehh áður en ég fer að fá hringingar frá alls konar fólki sem ég þekkti fyrir 15 árum til að biðja mig um lán fyrir a)bíl, b)rómantísku gettaveii til Parísar eða c)brjósta- vara- eða kinnbeinastækkunum verð ég víst að taka fram að þetta á bara við um rauðvínsklúbbinn í vinnunni sko...)

þriðjudagur, mars 07, 2006

the scarlet pimpernel

sendi útsendara sinn hingað um helgina þegar fyndna barnið lagðist í sóttina sem kennd er við skarlat. Var reyndar rosa heppin því hún fékk hvorki hitann né hálsbólguna sem sóttin byrjar venjulega á heldur fékk hún þetta í gegn um sár sem hún er með í andlitinu eftir flökkuvörtuafbrunann sem hún var í um daginn.. grey kellingin, alltaf eitthvað að angra hana.

Allavega var hún eldhress allan tímann og nú eftir 3 daga kåvepenin inntöku eru meira að segja útbrotin horfin og eina sem eftir stendur er helv... pensillínmagapínan. Er samt ekki að kvarta neitt of mikið yfir pensillíninu miðað við að hér áður fyrr, ekki einu sinni lengra síðan en svo að m&p muna eftir því þurfti fólk að fara í einangrun ef það fékk skarlatsótt (jafnvel í marga mánuði) og mörg börn dóu úr sóttinni. Þá er nú heldur betur skárra að skella í sig sullinu og vera mættur aftur í leirið á Jörva eftir tvo daga, þó maður sé heldur slappur í maganum.

Versta er að nú er mig farið að klæja allógurlega um allt.. goddam! Má ég kynna Hallveigu Rúnarsdóttur, ímyndunarveikissjúkling. Batahorfur því miður ekki góðar.

Barnið var meira að segja nógu hresst um helgina til að vera í fyrirfram skipulagðri gistingu meðan við Nonni stóri fórum að hrista á okkur skankanna á árshátíð KÁBÉ. ÞvíLÍKT sem það var gaman! kengúra í matinn og skemmtiatriðin eftirfarandi:

Skari skrípó og Eva veislustjórar og með töfrasjó
Stelpurnar (á stöð2 þeas) með myndband
Vesturport með rosa Moulin Rouge sjó, Selma, Sjonni Brink og loftfimleikamenn
Köntrísveit Baggalúts
Millarnir með Bogomil, Bjarna Ara, Stebba Hilmars og Ragga Bjarna
og síðast en ekki síst... dadararAAAAAAAAA:

WIG WAM!!!!!

Skemmtilegasta árshátíð up to date hjá okkur hjúunum, og samt vorum við (svona næstum því) bláedrú! Greinilega the way to go í þeim málum.

laugardagur, mars 04, 2006

plögg og aðrar flíkur

Sunnudaginn 5. mars kl. 20:00 verða haldnir Mozart tónleikar í Víðistaðakirkju. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Kammersveitar Hafnarfjarðar og Kammerkórs Hafnarfjarðar. Flutt verður Missa solemnis fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Þar fer Hallveig Rúnarsdóttir með veigamesta hlutverkið, en auk hennar syngja með kórnum þau Jóhanna Ósk Valsdóttir, Ólafur Rúnarsson og Benedikt Ingólfsson. Stjórnandi er Helgi Bragason.



Á tónleikunum verður einnig fluttur klarinettukonsertinn sem þykir eitt fegursta verk Mozarts. Það er Ármann Helgason sem leikur einleik á klarinettuna og leiðir jafnframt hljómsveitina. Þetta eru því tónleikar sem enginn unnandi góðrar tónlistar ætti að missa af.