ástkæra fósturmold
Sætasta systirin bauð mér á tónleika með kammersveitinni Ísafold á þriðjudaginn.. vá, krakkar VÁ! þið voruð svo stórfengleg að ég er barasta hreinlega ennþá flabbergasted.
Dallapiccola var skáldlegur, Schönberg knappur að vanda, Webern snilld, Takemitsu var algjörlega magni-ficent, upphafinn og glæzilega spilaður (eins og allt hitt) og Haukur Tómas.. úff, ég á varla til orð sem lýsa upplifuninni nógu sterkt. Eins og ég sagði við mörg ykkar eftir tónleikana, þetta var sko rokk og ról!
Æði, þið voruð æði.. takk fyrir mig.