mikið rosalega er gaman að vera díva í dag.
Það er líklegast einhver besta ákvörðun sem ég hef tekið að minnka við mig kennsluna og henda mér í djúpu laugina í söngnum, það er eitthvað sem gerist þegar maður fer að sjá fyrir sér að verkefnin komi.. þau koma.
bara núna síðustu daga er ég búin að fá háskólatónleika, meiri pening fyrir diskinn minn frá ísklansbanka (go dá), fyrstu jarðarfararþrennuna mína (þrjár í dag og ein af þeim kvartett), nýja nemendur og nýjan karríer sem raddþjálfi kóra (neskirkjukórinn á laugardaginn og sóprönurnar í dóm í kvöld), ég söng fyrir í Borgarleikhúsinu fyrir Carmen sjálfa á laugardaginn (fatta reyndar ekkert hvað þeir voru að kalla í mig, þetta er kannski ekki alveg hlutverkið fyrir sona buddu-prönur eins og mig ;)) og svo í dag fékk ég bréf frá Sinfó þar sem mér er boðið að syngja Jauchzet Gott in allen Landen (Kantata nr,51 eftir Bach gamla fyrir þá sem ekki vita) með þeim á aðventutónleikunum, 1 des!
Aðrir skemmtilegir hlutir hafa líka verið að gerast, við stofnuðum Félag Íslenskra Söngkennara (skammstafað GES, múhahaha) í gær og svo fékk ég staðfestingu á að geta skroppið til London seinna í mánuðinum til hennar Ghislaine í boði endurmenntunarsjóðs FÍH.
Og þetta allt ofan á verkefnin sem fyrir voru sem voru sko ekkert slor, útvarpsmessa í Dómkirkjunni, tónleikar með Áskirkjukórnum þar sem ég verð að syngja einhver lög og tvennir stórtónleikar á tónlistarhátíð Neskirkju svo eitthvað sé nefnt.
Greinilegt að maður þarf að fara að girða upp um sig og ýta á duglega-hnappinn!
Frábært, bara frábært.