Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

föstudagur, september 29, 2006

krummi sveinungadóttursonardóttursonardótturdótturson

á ammæli í dag..

til hamingju með daginn elsku Gunnar Hrafn minn :)

bíddu spenntur eftir póstinum næstu daga ;)

fimmtudagur, september 28, 2006

Blús

Svartur, svartur dagur í dag....

helvítis kommúnistarnir.

Myrkvun kvöldsins á eftir að eiga vel við. Tilviljun? ég held ekki.

miðvikudagur, september 27, 2006

löggan með annað í púng

gekk með öllum hinum og fyndna barninu niður Laugaveginn í gær, ákváðum svo þegar við komum niður í lækjargötu að fara hinum megin inn á völlinn, hjá Dómkirkjunni. Þegar ég kom fyrir hornið sá ég tvo lögreglumenn bísperrta á hjólum sem fylgdust letilega með fjöldanum. Mig langaði að vippa mér að þeim og biðja þá vinsamlegast að telja nú ekki bara annan hvern mann eins og þeir eru vanir þegar um mótmæli af þessu tagi er að ræða.. hætti svo við þar eð maður veit nú að það eru ekki þessir venjulegu sem eru bara í vinnunni sem ráða þesslags málum..

kom svo heim eftir stórkostlegan fund þar sem maður stóð með kökkinn í hálsinum (sem hún dóttir mín dró nú úr með því að æpa manna hæst og klappa manna mest á háhesti á afa sínum á hárréttum stöðum í ræðunum, fólkinu í kring til mikillar kátínu), settist við tölvuna og hvað sé ég:

hefði kannski betur nefnt þetta við þá.

mánudagur, september 25, 2006

ég ætla sko að fara.. sorrí hljómeyki!

Fréttatilkynning



Göngum með Ómari
- þjóðarsátt fyrir komandi kynslóðir


Boðað er til fjöldagöngu með Ómari Ragnarssyni frá Hlemmi að Austurvelli klukkan 20.00 á þriðjudag. Ómar hefur kynnt hugmyndir um nýjar leiðir sem fela í sér að hægt verði að afla raforku til að knýja álverið í Reyðarfirði án þess að fórna þeim náttúruperlum sem færu undir fyrirhugað Hálslón. Ómar leggur til að fyllingu Hálslóns verði frestað og Kárahnjúkavirkjun verði geymd ógangsett sem magnað minnismerki um hugrekki þjóðar sem leitaði sátta við kynslóðir framtíðarinnar og eigin samvisku.

Ómar kynnti þessar hugmyndir sínar á blaðamannafundi á dögunum. Við tökum áskorun hans og sýnum stuðning okkar í verki með því að safnast saman og ganga niður Laugaveginn. Við hvetjum þig til að gera slíkt hið sama.


Því er boðað til:
Jökulsárgöngu niður Laugaveginn á þriðjudag kl 20.00
frá Hlemmi að Austurvelli



Horfumst í augu við siðferðislegar skyldur okkar gagnvart landi og náttúru –
Göngum með Ómari niður Laugarveg á þriðjudaginn.

þriðjudagur, september 12, 2006

Blaðlestur

búið að vera óvenjumikið af freudian slip of the eye yfir blöðum dagsins. Fyrst fletti ég heilsukláfi Blaðsins (sem er farið að birtast hér með mogganum mér til ótæpilegrar geðvonsku, sökum þess hvað ég var lengi að fá póstinn til að skilja að ég vildi ekki þennan snepil) . Þar er eigandi Yggdrasils í viðtali með yfirskriftinni Einfalt að breyta um lífsstíl. Frú Væla las að sjálfsögðu Erfitt að breyta um lífsstíl og jánkaði því með sjálfri sér í morgunsárið.

Þá tók mogginn við og þar blasir við á 45. síðu dálkur sem heitir spurt er.. Ég renndi yfir fyrstu spurninguna sem fjallar um næsthæsta punkt landsins og vissi ekki svarið, fer því í svörin fyrir neðan og les Hangandi. Ha? Næsta spurning er að hverju Michael Moore sá ágæti heimildarmyndadúddi ætli að beina spjótum sínum að næst. Svar: Landsspítali/Háskólasjúkrahús. Nú grunti mig að eitthvað hefði þeim fatast greyjunum og þau sett bandvitlaus svör við, sem kom svo berlega í ljós í síðustu þremur spurningunum þar sem íslenska stúlkan sem er atvinnumaður (atvinnustúlka?) í blaki heitir Jóhannes Skírari þar sem Jóhannes og Jón séu sama nafnið, næststærsta eyjan við við Ísland heitir Sveinn Björnsson og stærsta hraun á landinu Margrét Lára Viðarsdóttir.

Vakti þetta mikla kátínu mína og ég flissaði yfir þessu eins og fífl.. það var svo ekki fyrr en ég settist hér við bloggið að ég fattaði auðvitað að þetta eru svörin við spurningum GÆRdagsins.. duh..

Held að ljósa hárið og hvíti Yarisinn séu farin að hafa heldur mikil áhrif.

fimmtudagur, september 07, 2006

ég er jaaaris

gella dauðans frá og með gærdeginum.. jáogjá ég var bara ekki að meika það eftir að vera að skoppast um á Fordinum flotta og sætisháa um helgar að setjast inn í Skódaling og líða á nóinu eins og afdankaðri kerlingarálft sem rétt næði að píra efri hlutanum af tvískiptu gleraugunum yfir stýrið, vonandi að það væri aldrei neitt aktúallí á veginum þar sem mér væri sumsé fyrirmunað að sjá það neðan úr iðrum bílstjórasætisins þess annars ágæta bíls.
Og hvað gera gellur þá? Nú fá sér ofurskutlubíl dauðans, yarisinn sjálfan þar sem maður situr eins og kóngur sem horfir með velþóknunaraugum yfir ríki sitt. Þetta er auðvitað allt annað líf laxi.

Ég var nú næstum búin að láta plata mig í að kaupa glænýjan eiturgrænan kia picanto en lét það nú eiga sig þar sem yarisdraumurinn lét mig ekki í friði. Auk þess sem það var engin klukka í honum sem er auðvitað bara kjánalegt.
frh fyrir neðan:

Þó hefði verið tvennt gott við Kiuna, hún er náttla ný úr kassanum sem er víst ofurskemmtileg tilfinning sem ég hef aldrei komist nálægt að upplifa, og svo er kia betri en toyota að því leiti að maður getur treyst verðmiðanum (sem var nú óneitanlega ánægjulegur, 1195 þúsundkallar) en hjá toyota er þetta meira svona:

Sölumaður: þú getur fengið nýjan bíl á aðeins 17 hundruð þúsund!!!!

Kaupandi: jaaá það er nú ekkert svo mikið....

Sölumaður: en auðvitað, ef þú vilt hafa hann með vél, þá kostar hann tvær og hálfa..

En ég var ekkert að kaupa mér nýjan yaris. Heldur gamlan. Og á 140 þúsund undir viðmiðunarverði. Og seldi Skódann á vægast sagt mjöööög góðu verði.. sem var sko EKKI undir viðmiðunarverði.. úúú æm só klever!
Jæja, sjálfshóli lokið í bili, nú megið þið óska mér til hamingju með litla sæta hvíta gelluyarisinn minn og svo má einhver bjóðast til að geyma fyrir mig mynd sbr kommentið hér fyrir neðan sem ég botna ekkert í.

Enda bara ljóska á hvítum yaris ;) (sheesh)