Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

mánudagur, nóvember 27, 2006

abcence

blogga hér úr tollafgreiðslunni í Reykjavík þar sem biðin endalausa virðist ráða ríkjum.

Heimavígstöðvarnar eru niðri vegna heimskulegs galla í trend micro vírusvarnarforritinu, gátum ekki hlaðið inn nýju útgáfunni og þurfum að bíða í 5 daga eftir að ejs menn lagi þetta, víst búið að vera mikið um vírusa þessa dagana.

Jamm og jæja, ég birtist aftur í lok vikunnar.. látið ykkur líða vel á meðan :D

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

hamingja er hugarástand

svona á að lifa.. Anna Sigga mín, þú ert nú meiri snillinn!!

laugardagur, nóvember 18, 2006

tímamót

grasekkjan ég og fyndna barnið fórum í læri til ma og pa, svona fyrst við vorum aaaaleinar heima. Nú eins og hjá sjötíu prósent þjóðarinnar er ómögulegt að mæta í mat til þeirra nema horfa á spaugstofuna eftir matinn. Og viti menn, undrin gerast enn, ég hló bara alveg helling!


Reyndar held ég að það hefði eiginlega hver sem er getað gert grín að Árna Johnsen í hálftíma, ég hefði undantekningarlaust hlegið helling...

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

10 ár


bara helvíti gott verð ég að segja :)


slædeblædeskulilegen...

þetta er vibba fyndið.. stal því frá Stubbu. :

http://www.youtube.com/share?v=s-mOy8VUEBk&embed=1

sunnudagur, nóvember 12, 2006

the hamingwishes

fara til Guðrúnar Dalíu sem vann EPTA keppnina á háskólastigi í dag..

til hamingju!!

úrslitin part 3

Endanleg stigagjöf er hér:

4. stig: Hrönnsla með fyrir Einn dans.

4. stig: Vælan sjálf fyrir Nínu og geira, Bréfið hennar Stínu og bíddu pabbi

3. stig: Elías með fyrir Sveitt og þreytt
Leiðrétt: Hildigunnur fyrir Árna úr Járni og ég skal mála allan heiminn

2. stig: Þorbjörn bró fyrir ég vil ganga minn veg og nei nenni ekki að hanga í bíl.
Óli bró með stolt siglir fleyið mitt og allt á floti allstaðar
Giovanna með simba sjómann og súkkulaðiísinn

1. stig: Gua með margar góðar sögur
Maggiragg með Komdu niður kvað hún amma
Jón Lárus með laxlaxlax
Stína með Hvað er að þér nú
gönsó ðe greit með ég er á leiðinni
Farfuglinn með týndu kynslóðina

jebb þar hafiði það. Vona að ég hafi engu gleymt, sum lögin fóru ekki inn þar sem ég vissi ekkert hvaða lög þau voru eða síðan hvenær þau eru :D

Næsta taugatrekk kemur bráðlega!

úrslitin part 2 (b)

Leiðrétt: Árni úr járni gleymdist, fékk 3 stig frá áhorfendum þannig að það fær sérstaka undanþágu og fær tvö stig, jafnar Nínu og Geira í 3 sætið!

Leiðrétt: ég skal mála allan heiminn elsku mamma: fær alveg ÖRUGGLEGA stig.

Tvær úr tungunum. Þetta er nú bara fyndið lag..

Margar góðar sögur amma sagði mér: gwah! gleymi aldrei þegar Bjarni Ara sló í gegn með þessu.. bleh. 1. stig

Það kvað vera fallegt í kína: svo fallegt að það fær ekkert stig ;)

Stolt siglir fleyið mitt: Oj. 1. stig

Nína: hvaða djók er þetta? Besta júróvisjónlagið okkar!! skammastín!

Komdu aftur, kvað hún amma: viðbjóður. Bæði gamla útgáfan og nýja með ónefndri söngkonu sem var með mér í skóla. 1. stig

Lax, lax, lax: þó mér finnist lax góður er lagið viðbjóður. 1. stig

Sveitaball: æ mér finnst nú hann Ómar svo sætur. Ekkert stig.

Allt á floti allstaðar: jebb. 1. stig

Hvað er að þér nú? úff. Eins og tvær úr tungunum er skemmtilegt er þetta leiðinlegt. 1. stig

ég er á leiðinni: alltaf á leiðinni að ná mér í sosum eins og eitt stiiiiig.

átján rauðar rósir: of tengt æsku minni til að geta gefið því stig. Var eiginlega það sama með gaggóvest hér fyrir ofan.

tvisturinn: minnir mig alltaf á stefaníu vinkonu. Ekkert stig.

Einn dans með þér: OG VIÐ HÖFUM VINNINGSHAFA!!! óóóóóógeðslega leiðinlegt lag og nær að mínu mati EKKI hringinn! mörg lög hér að ofan eru slæm en þó allavega ágætlega flutt, þetta hefur það allt, ömurlegt lag og versta flutning í manna minnum. Hemmi, haltu þig í sjónvarpinu að TALA! 4. stig

úrslitin part 2 (a)

hér koma lögin sem talin voru upp og falla undir kríteríu:

Bréfið hennar Stínu: auðvitað fær það eitt stig, ég kom með það ;) 1. stig

Bíddu pabbi, bíddu mín: 1. stig af sömu ástæðu ;)

Kötukvæði: já þetta er leiðinlegt og útgáfan hans þorbjarnar betri, en verðskuldar þó ekki stig.

Nei, nei ég nenni ekki að hanga í bíl: hrollur eins og þessi söngkona í heild. 1. stig

ég vil ganga minn veg: eitt vinsælasta lagið hjá þáttakendum en er að mínu mati komið hringinn, nógu hallærislegt til að vera fyndið. 1. stig

Nína og Geiri: Margir sammála mér með þetta og því fær það 2 stig. 3 sætið semsagt!

Magnús með snjóhúsið sitt: þetta lag fer ekkert í taugarnar á mér, kynntist því ekki fyrr en útvarp latibær kom til sögunnar og rdj finnst það fyndið þannig að það er ekkert stig!

hún var sveitt og þreytt: veit ekki ennþá hvaða lag þetta er!! kannski er það svo slæmt að ég hef þurrkað það út úr minninu. en greinilega gíbburlega óvinsælt og fær því 2 sætið, 3 stig!

Týnda kynslóðin: þetta fer nú ekkert brjálæðislega í taugarnar á mér og ég syng alltaf með. Fær stig vegna vinsælda þáttakenda. 1 stig.

Gaggó vest: kommon! frábært lag! Eiki Hauks er gvuð.

verkamannsins sonur: þekki þetta ekki.. ef einhver getur sungið það fyrir mig get ég ákveðið hvort það fái stig eða ekki.

Simbi sjómaður: ójá. 1. stig

þú ert minn súkkulaðís: þetta líka 1.stig

úrslitin part 1

úrslitin hafa látið bíða eftir sér sérstaklega þar sem ég hef þurft að hugsa gífurlega um hvernig ég ætla að snúa mér í þessu.

ég hef nú tekið executive ákvörðun um að taka bara það sem ég tel falla undir liðinn gömul íslensk dægurlög, þar með eru öll jóla og kirkjuleg lög úti, og einnig lög sem komu út eftir 1995, þar með talið flest sveitaballalögin. Jólalögin verða í taugatrekki 2 og svo á ég örugglega eftir að finna pláss fyrir taugatrekk jarðarfarasálma sem verður þá sérstaklega fyrir mitt nánasta samstarfsfólk :D Lögin með útskýringum mínum koma í part 2.

ftp anyone?

mu.



langar í ftp aðgang.



anyone?

mánudagur, nóvember 06, 2006

bwahahahahahaha

Kemur ekki oft fyrir að ég skelli uppúr ráfandi ein um í matvöruverslun en þegar ég sá þetta:


gerðist einmitt það. Og ég flissaði það sem eftir var verslunarferðarinnar.

ertu að DJÓKA með mylsnugeymsluna Eyfi :D

laugardagur, nóvember 04, 2006

hjálpi mér allir heilagir!

fór á allraheilagramessutónleika (vá langt orð.. og enn lengra væri allraheilagramessutónleikaskrá) hjá henni elsku Böngu minni básúnuleikara og Magga Ragg snillingi í hádeginu í dag í Breiðholtskirkju. Þvílík og önnur eins spilamennska! Svo músíkalskt og fallegt að það kom út úr manni tárunum í stríðum straumum. Takk fyrir mig krakkar, þið eruð æði!