Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

föstudagur, febrúar 27, 2004

flæ mí tú ðe múúún..

Það hefur sjaldan verið eins skemmtilegt að vakna klukkan hálfátta og í morgun.. hef setið við tölvuna með vísa frænda og er búin að festa kaup á hvorki meira né minna en 6 flugmiðum.. og á svo eftir að kaupa tvo í viðbót.

keypti sumsagt:

einn miða til London handa mér til að komast til Belgíu í Keppnina Ógurlegu (2500 krónur)

einn miða frá London til Brussel til að komast nú alla leið í Keppnina Ógurlegu (líka 2500 krónur)

tvo miða handa mér og súppa til Köben í maí.. hmm hvað á ég að segja.. í Tívolíið Ógurlega? (út - 2500 kall en dýrara heim, 10,000 kall á kjaft þá leiðina)

Þarf svo að ræða við flugfélögin mín um hvort það borgi sig að kaupa miða heim frá Belgíu núna og geta þá breytt dagsetningunni, því ég veit jú ekkert hvað þeir eiga eftir að hleypa mér langt áfram þarna úti....

já já börnin góð.. þetta er nú annað líf eftir Icelandexpress ;)


UHUHUHUHUHUUUUU GRÁTUR OG GNÍSTRAN TANNA!

Horfði á einn sorglegasta viðburð sjónvarpssögu Íslands seint í gærkvöldi þegar ég kom heim úr upptökum á fjögraárakvartettinum...

MH yfir ALLAN tímann.. og svo komu þessir lærðuskólamenn og óðu yfir bítlana á skítugum hlemmunum.. og mér finnst það svindl því Russell Crowe er með ástralskan ríkisborgararétt og þess vegna ekki hægt að halda því fram að hann sé ekki frá Ástralíu..

En ÞVÍLÍK keppni sem þetta var.. eitthvað annað en hraðbraut-fg í síðustu viku... hefði verið skemmtilegra ef mh og mr hefðu lent á móti sitthvoru því liðinu og flugeldasýning gærkvöldsins hefði verið úrslitaþátturinn.. jahh með annarri niðurstöðu að sjálfsögðu ;)

hér kemur falleg mynd af liði MH:gleðigleðigleði... gleði líf mitt er!

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Verð að setja aaðeins meira...

And then the Romans came along with their gods that they had borrowed from the Greeks. They invaded Greece and conquered them and – and stole all their gods…and renamed them with Roman names. Cause the Roman gods before that were kind of crap, you know – Jeff, the god of biscuits. And Simon, the god of hairdos. And uh, you know, they had the god of war, the god of thunder, the god of running around and jumping and stuff and uh, “Oh, let’s get some of those! Thank God they’ve got some gods, cause we have these crap gods, you know…”

hehe

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Dýhýhýrka þennan mann!erann ekki sætur? Hér kemur kvót...

And I grew up in the – in the 70s, when there was, uh – it was – it was a period of, you know, the – the careers advisor used to come to school and – and h – he used to s – get the kids together and say, “Look, I – I advise you to get a career, what can I say? That’s it.” And he took me aside – he said, “Whatcha you want to do, kid? Whatcha you want to do? Tell me, tell me your dreams!” “I want to a space astronaut, go to outer space, discover things that have never been discovered.” He said, “Look, you’re British, so scale it down a bit, all right?” “All right, I want to work in a shoe shop then! Discover shoes that no one’s ever discovered right in the back of the shop on the left.” And he said, “Look, you’re British, so scale it down a bit, all right?” “All right, I want to work in a sewer then. And discover sewage that no one’s ever discovered. And pile it on my head and the come to the surface and sell myself to an art gallery.” He said, “What the fuck have you been smoking, eh? Certainly haven’t been smoking in a bar in California, that’s for certain.”

og hér er meira ;)

Þetta kemur frá henni Stínu.. sem ég átti mjög svo ánægjulega hádegisstund með í dag.. leiter allígeiter ;)

AAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGHHHHHHHHHH!!!!!!!!

Nú er hausinn á mér búinn að troðfyllast af kvefi... það á ekki af mér að ganga! hef ALDREI fengið aðrar eins pestir á ævinni!

Nú er bara að ákveða hvort ég á að leggjast í þunglyndi eða fá magasár yfir Caput 6. mars.

Ætli ég geri ekki bara bæði..

Mu.

mánudagur, febrúar 23, 2004

MÚHAHAHAHAHAHAHA...

what sort of weirdo are you?

this quiz by orsa

ehrmmm..

Sorrí þið sem voruð búin að sjá blogg dagsins og eruð nú að furða ykkur á að það sé horfið.. fékk bakþanka, maður má víst ekki gleyma að manneskjan er saklaus uns sekt er sönnuð....

EN sumt sem ætti að vera glæpur er það ekki og því í lagi að fjalla um það hér, áframhaldandi andstyggilegheit út í Ruthar Reginaldskrukkið kemur hér í formi nýs texta við lagið Furðuverk: (omygod I´m gonna burn in Hell!)

Furðuverk

Ég á augu, ég á eyru
ég á lítið brotið nef.
Ég á augabrúnir, augnalok
sem að krumpast er ég sef.
Ég á kinnar sem er'ei stinnar
og á höfði fáein hár
Ég þekki rosa fínan lækni
sem er obboslega klár

Ég á nett geggjaða mömmu
og appelsínuhúð.
Tvær hendur og tvo fætur
sem ég keypti út í búð.
Ég get hoppað , ég get dillað
Í brjóstum hef ég gel.
Ég á bakhlið, ég á framhlið
sem að strauja þarf víst vel.

Ég er furðuverk, algert furðuverk
Sem var lagað til
Ég er furðuverk, algert furðurverk
Lítið samt ég skil.


heeeheee

laugardagur, febrúar 21, 2004

konudagur dauðans...

Ákváðum að byrja konudaginn snemma í ár, sumsagt með kveldmat í kvöld.. lambafilet með pestóraspi, rósmarínsósu, rósmarínkartöflubátum og steiktu grænmeti... guvuðdómlegt! Með þessu þetta vín.. þvílíkt gott! Hálf-flaska eftir með kertaljósum og Norah Jones á fóninum eftir að litla dýrið sofnar. (verið að vinna í því, þetta skrifað meðan súppi les endalausan Einar Áskel..)

Og það besta... konudagsgjöfin í ár.. gjafabréf í Nordica Spa í dekur og nudd osfrv.. ég á besta mann í heimi ;)

föstudagur, febrúar 20, 2004

Vá, þarf að lesa hana þessa..
You're Catch-22!

by Joseph Heller

Incredibly witty and funny, you have a taste for irony in all that you
see. It seems that life has put you in perpetually untenable situations, and your sense
of humor is all that gets you through them. These experiences have also made you an
ardent pacifist, though you present your message with tongue sewn into cheek. You
could coin a phrase that replaces the word "paradox" for millions of
people.Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.Eins og sjá má hér að neðan.. (reyndar töluvert neðan) hef ég aldrei lesið þessa.. kannski maður fari að drífa í því bara.. svo maður fari loksins að botna í sjálfum sér.. :)

hnarhnar..

Ég er nú svo nastí að ég get ekki gert að því að hlæja þegar ég heyri Ruth Reginalds syngja "því ég er furðuverk.. algjört furðuverk..."

hún þyrfti nú samt að breyta textanum í línunni á eftir, í staðinn fyrir að syngja "sem guð bjó til" þyrfti að koma " sem doc bjó til"...


en að einhverju MUN merkilegra.. elsku Herdís á afmæli í dag! and it´s the big THREE O! (elsku dúllan mín.. ekki örvænta, hef heyrt að það sé í alvörunni smá líf eftir eftir þessi óskubb.... )

í dag færðu RISA virtjúal kossa og knús frá mér en þú verður að afsaka eitt, tekst ekki að koma pakkanum þínum í póst fyrr en í dag, færð sumsagt síðbúna ammlisgjöf frá mér.. nánari útskýringar eftir að þú færð pakkann ;)

og þá er það evrópan..create your personalized map of europe
or write about it on the open travel guide

þrjátíuogfimmprósent.. úff og úff.. verð að fara að bæta austurveginum við :)

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

emmessenn...

er ekki eitthvað af þessu góða fólki sem hér ferðast um með á emmessenninu? er farið að langa til að bæta á listann minn.. mikið af letiemmessennurum þar nú þegar.. SVO allir að bæta mér á hjá sér! hallveigr@hotmail.com! :)

aaaaaaaaa við dýrin

Verð að segja að þetta sem ég fann hjá henni Stínu fínu hlýjaði mér um hjartaræturnar :)

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Meet MORE meat..

VEI! nú getur maður orðið ENN FEITARI!

(p.s. svo það fari nú ekki fram hjá neinum.. I AM being sarcastic...)

Voða er maður nú eitthvað carnal í dag annars....

meet the meat..

Þetta er soldið fynd.. ekki svo galin hugmynd en ætli EINHVERJUM finnist þessar myndir til vinstri á síðunni actually lystaukandi eða girnilegar?

mánudagur, febrúar 16, 2004

ðe kód

Jæja, þá er maður búinn með The Da Vinci code, með betri bókum þessi... þokkalega schwalz og besta er að það er svakalega mikið að marka allt þetta sem stendur í henni.. fór nebblega á netið til að athuga það..

Er ekki verandi með neinn spojler þegar ég segi að það er hraunað allverulega yfir kirkjuna í þessari bók, jújú reyndar aðallega þá kaþólsku en vissulega kirkjuna í heild. Þess vegna fannst mér frekar sniðugt þegar Kári Þormar skallapoppari með meiru (hann sjálfur, ekki ehf) sagði mér að hann hefði fengið bókina í jólagjöf.. og frá hverjum? Kirkjunni auðvitað!

harhar

sunnudagur, febrúar 15, 2004

aaaahhhhhhhhh ekki slæmt :)

I am parmesan!
Cheese Test: What type of cheese are you?

spilakvöld dauðans...

ein chianti, ein shiraz, tvær og hálf heimabrugg, 5 tigerar, 4 budvar, 4 guinness og hálfflaska macellan skoskt viskí plús 5 manneskjur er samasem ekki góð hugmynd...


úff og úff...

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Snillingurinn Laxness...

Er til flottara orð í íslensku en draumsnillingur?

Númer fimmþúsund vinsamlegast gefi sig fram!

Jæja.. gaman væri ef sá sem verður númer fimmþúsund á þessari elskulegu síðu minni gæfi sig fram.. það er aldrei að vita nema viðkomandi fái óvæntan glaðning! ;)

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Be my anti-valentine..

Þar eð við "hjónin" erum harðir andstæðingar ofurvæminna ammrískra siða sem eru til þess eins gerðir að gera blóma og súkkulaðisala þessa lands enn feitari en þeir nú þegar eru orðnir.. (seriously guys.. smá hreyfing og gulrætur myndu nú ekki drepa ykkur..) fannst mér þetta sem ég fékk frá súppa mínum frrrrekar fyndið ;)

mánudagur, febrúar 09, 2004

Víagraauglýsing dauðans

Datt eitt sniðugt í hug yfir sjómmarpinu áðan.. ættum við ekki að fá Birgittu Haukdal til að auglýsa Viagra?

Þá gæti hún sagt: Ris, þú átt það alltaf skilið...

harharhar

film meme frá Stínu fínu

Annað meme.. nú eru það kvekmendirnar... set þær sem ég hef séð í feitletur og þær sem mig langar að sjá í ská..

001. Godfather, The (1972)
002. Shawshank Redemption, The (1994)
003. Godfather: Part II, The (1974)
004. Lord of the Rings: The Return of the King, The (2003)
005. Lord of the Rings: The Two Towers, The (2002)
006. Casablanca (1942)
007. Schindler’s List (1993)
008. Shichinin no samurai (1954) (The Seven Samurai)
009. Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring, The (2001)
010. Citizen Kane (1941)
011. Star Wars (1977)
012. One Flew Over the Cuckoo’s Nest (1975)
013. Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964)
014. Rear Window (1954)
015. Star Wars: Episode V - The Empire Strikes Back (1980)
016. Raiders of the Lost Ark (1981)
017. Memento (2000)
018. Usual Suspects, The (1995)
019. Pulp Fiction (1994)
020. North by Northwest (1959)
021. Fabuleux destin d’Amelie Poulain, Le (2001) ("The Fabulous Destiny of Amelie Poulain")
022. Psycho (1960)
023. 12 Angry Men (1957)
024. Lawrence of Arabia (1962)
025. Silence of the Lambs, The (1991)
026. Buono, il brutto, il cattivo, Il (1966) (The Good, the Bad, and the Ugly)
027. It’s a Wonderful Life (1946)
028. Goodfellas (1990)
029. American Beauty (1999)
030. Vertigo (1958)
031. Sunset Blvd. (1950)
032. Pianist, The (2002)
033. Matrix, The (1999)
034. Apocalypse Now (1979)
035. To Kill a Mockingbird (1962)
036. Some Like It Hot (1959)
037. Taxi Driver (1976)
038. Paths of Glory (1957)
039. Third Man, The (1949)
040. C’era una volta il West (1968) (Once Upon a Time in the West)
041. Fight Club (1999)
042. Boot, Das (1981)
043. Sen to Chihiro no kamikakushi (2001) (Spirited Away)
044. Double Indemnity (1944)
045. L.A. Confidential (1997)
046. Chinatown (1974)
047. Singin’ in the Rain (1952)
048. Requiem for a Dream (2000)
049. Maltese Falcon, The (1941)
050. M (1931)
051. All About Eve (1950)
052. Bridge on the River Kwai, The (1957)
053. Monty Python and the Holy Grail (1975)
054. Se7en (1995)
055. Saving Private Ryan (1998)
056. Cidade de Deus (2002) (City of God)
057. Raging Bull (1980)
058. Wizard of Oz, The (1939)
059. Rashemon (1950)
060. Sting, The (1973)
061. American History X (1998)
062. Alien (1979)
063. Mr. Smith Goes to Washington (1939)
064. Leon (The Professional) (1994)
065. 2001: A Space Odyssey (1968)
066. Vita e bella, La (1997) (Life Is Beautiful)
067. Touch of Evil (1958)
068. Manchurian Candidate, The (1962)
069. Wo hu cang long (2000) (Crouching Tiger Hidden Dragon)
070. Treasure of the Sierra Madre, The (1948)
071. Great Escape, The (1963)
072. Clockwork Orange, A (1971)
073. Reservoir Dogs (1992)
074. Annie Hall (1977)
075. Amadeus (1984)
076. Jaws (1975)
077. Ran (1985)
078. On the Waterfront (1954)
079. Modern Times (1936)
080. High Noon (1952)
081. Braveheart (1995)
082. Apartment, The (1960)
083. Sixth Sense, The (1999)
084. Fargo (1996)
085. Aliens (1986)
086. Shining, The (1980)
087. Blade Runner (1982)
088. Strangers on a Train (1951)
089. Duck Soup (1933)
090. Metropolis (1927)
091. Finding Nemo (2003)
092. Donnie Darko (2001)
093. Toy Story 2 (1999)
094. Princess Bride, The (1987)
095. General, The (1927)
096. City Lights (1931)
097. Lola rennt (1998) (Run Lola Run)
098. Full Metal Jacket (1987)
099. Notorious (1946)
100. Sjunde inseglet, Det (1957) (The Seventh Seal)


jahá.. þabblaþa.. hef nú bara séð heilmikið af þessu.. samt sumt sem ég ætti að vera búin að sjá sem ég hef sett í ská! t.d. Usual suspects og One flew over the Cockoo´s nest.. mar hálfskammast sín fyrir að viðurkenna að vera ekki búin að sjá soddan snilld.. en bara skemmtilegt, þá er það bara eftir :) En eitthvað finnst mér nú vanta hér ef þetta eiga að vera bestu myndirnar! hmm kannski ráð að fara að kíkja á að gera sín eigin memem...

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Me

Dagskrá gærdagsins var sumsagt svohljóðandi: TTT appendixes smá.. en bara á meðan ég var að brjóta saman þvottinn!

Á mig rann nefnilega sjaldgæft hreingerningaræði þegar ég náði í gluggaspreyið til að þurrka af sjónvarpinu til að geta horft á berfætta vitleysinginn segja mér hvurnin á að búa til bíó. Við fyrsta sprey fór ég að finna titringinn.. þeyttist af stað eins og hinn fornfrægi hvíti stormsveipur og tók íbúðina í gegn í einum grænum.. gerði allt nema skúra enda er það með eindæmum leiðinlegt.. jahh og svo lét ég ruslahauginn sem er herbergi fyndna barnsins vera, stefnan er nebblega sú að aldrei sé tekið til þar inni nema hún hjálpi til.

Enda þegar maður er veikur þarf maður að vera heima og þá hefur maður ekkert betra að gera en taka pleisið aðeins í gegn. maður. þegar maður er ekki nebblega veikur er maður yfirleitt ekkert heima hjá sér eða alltof þreyttur til að vera að svona vitleysu og asnaskap. maður.

Við allan hamaganginn hresstist ég nóg til að bjóða henni Ragnheiði Elínu fornvinkonu minni til sumbls um kvöldið, var nebblega ALEIN heima (sem gerist jú ekki oft), ég hafði sumsé hætt við að fara með Súppa í þrítugsafmæli í ofurþorpinu Hvergigerði, en búið var að planta fyndna barninu á sexuna um nóttina vegna þess og hún tók auðvitað ekki í mál að hætt væri við þau plön. Sumblið var hið ágætasta enda hittumst við vinkonurnar ALLTOF sjaldan, sérstaklega þar sem hún býr í umþaðbil 2 mínútna göngufæri.

Góður dagur í gær sumsé! og ekki var dagurinn í dag síðri (elska alkaselzer) frábær dagur með genginu mínu og tónleikar með mótettunni og Scola þar sem sungin var fallegasta kórtónlist í heimi, Messa fyrir tvo kóra eftir Frank Martin. Þetta verk söng ég tvívegis 1992, fyrst með Heimskórnum og svo með Herði og þeim uppi í Hallgrími. Og þarna sat ég í dag með gæsahúð dauðans allan tímann og grét krókódílatárum yfir að vera ekki með aftur.. muhuhuhuhuu.. hefði gert það ef ekki hefði verið fyrir þennan Messiaen.. úff ekki það að ég hefði viljað sleppa því fyrir nokkurn hlut :)

laugardagur, febrúar 07, 2004

mu

Ennþá veik.

Dagskrá dagsins er sumsagt svohljóðandi: The Two Towers appendixes og The Da Vinci Code, kaffi, kex, sófinn og sængin.

á allt öðrum nótum.. mikið vorkenni ég Ruth Reginalds.. núna ætlar hún að fara að láta alþjóð fylgjast með sér í lýtaaðgerðabylgju.. vesalings konan þjáist greinilega af einhverju versta keisi af athyglissýki sem um getur. EKKI alveg það gáfulegasta á meðan hún er að reyna að láta þessa sömu alþjóð trúa sér fremur en mömmu sinni öllu sem hún skrifaði í þessa vælubók sína fyrir jólin...

æji

föstudagur, febrúar 06, 2004

Belgía hír æ komm!

er að fara til Belgíu í þessa keppni! jei!

stóóóóórt bros...

ehrmm þá er bara að fara að finna peninga til ferðarinnar.... allar hugmyndir vel þegnar, geri allt nema koma nakin fram (hmm there´s a thought, ætli Vegas sé að ráða??)

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Lurvely...

Kynntist þessum stað um daginn með mínum ágætu kórkonum Önnu og Oddnýju og dreif svo hana elsku Tótu mína með mér í gær í súpu í hádeginu...

þetta er sannkölluð vin sælkerans í því Mekka Skyndibitans sem er Grensás og Skeifusvæðið..

Ekki slær úr ánægjunni að út febrúar er 15% afsláttur :)

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

The downside of blogging:

Smá viðvörunarorð:

Aldrei setja yfir kartöflur og fara svo að blogga.... ;)

Book meme frá henni Stínu:

Virkar þannig að maður setur í bold það sem maður hefur lesið og italics það sem maður vill lesa:

1) Lord Of The Rings - J R R Tolkien
2) To Kill A Mockingbird - Harper Lee
3) Of Mice and Men - John Steinbeck
4) Animal Farm - George Orwell
5) War And Peace - Leo Tolstoy
6) Riders - Jilly Cooper
7) The Stand - Stephen King
8) The Sicilian - Mario Puzo
9) Pride and Prejudice - Jane Austen
10) Wuthering Heights - Emily Bronte
11) Great Expectations - Charles Dickens
12) The Saga Of The Exiles - Julian May
13) Sandman:The Dolls House - Neil Gaiman
14) Vurt - Jeff Noon
15) A House For Mr Biswas - V S Naipul
16) Endymion - Dan Simmons
17) Space - Stephen Baxter
18) Hi-Fidelity - Nick Hornby
19) The Dark Is Rising - Susan Cooper
20) Valley Of The Dolls - Jaqueline Susann
21) The Allan Clark Diaries - Allan Clark
22) Charlotte's Web - Elwyn Brooks
23) The Scar - China Mieville
24) The Iliad - Homer
25) Peter Pan - J M Barrie
26) Mansfield Park - Jane Austen
27) Carry On Jeeves - P G Wodehouse
28) Porterhouse Blue - Tom Sharpe
29) Watership Down - Richard Adams
30) Tarka The Otter - Henry Williamson
31) Epitres - Voltaire
32) The Uplift War - David Brin
33) The Adventures Of Huckleberry Finn - Mark Twain
34) Adolf Hitler, My Part In His Downfall - Spike Milligan
35) Jennifer Government - Max Barry
36) Catch 22 - Joseph Heller
37) Watchmen - Alan Moore
38) Clan Of The Cave Bear - Jean M Auel
39) The Merchant Of Venice - Shakespeare
40) Tess Of The D'Urbervilles - Thomas Hardy
41) Consider Phlebus - Iain Banks
42) Parliaments - Thomas Carlyle
43) Tales To Ticklish To Tell - Berke Breathed
44) The Day Of The Triffids - John Wyndham
45) Green Eggs And Ham - Dr Suess
46) A Traitor To Memory - Elizabeth George
47) I'll Be Seeing You - Mary Higgins Clark
48) The Stone Raft - Jose Saramago
49) Lord Of The Flies - William Golding
50) The God Of Small Things - Arundhati Roy
51) Alias Grace - Margeret Atwood
52) Fantastic Mr Fox - Roald Dahl
53) The Hunt For Red October - Tom Clancy
54) Count Zero - William Gibson
55) Zen And The Art Of Motorcycle Maintanence - Robert M Pirsig
56) Wilt - Tom Sharpe
57) The Silmarillion - J R R Tolkien
58) Time Enough For Love - Robert Heinlein
59) The Love Knot - Charlotte Bingham
60) Female Parts - Dario Fo
61) Beowulf - Seamus Heaney
62) Jurassic Park - Michael Crichton
63) The Forge Of God - Greg Bear
64) Jack Holborn - Leon Garfield
65) Bruno's Dream - Iris Murdoch
66) Harry Potter And The Chamber Of Secrets - J K Rowling
67) Praxis - Fay Weldon
68) The Monkey King - Timothy Mo
69) Stupid White Men - Michael Moore
70) 1984 - George Orwell
71) The Chronicles Of Thomas Covenant - Stephen Donaldson
72) From Hell - Alan Moore
73) 101 Dalmations
74) The Time Machine - H G Wells
75) Runaway - Lucy Irvine
76) Huis Clos - Jean Paul Satre
77) Love & Rockets - Jamie Hernandez
78) The Death Of Grass - John Christopher
79) Naked Lunch - William Burroughs
80) Fevre Dream - George R R Martin
81) Books Of Blood - Clive Barker
82) Antigone - Sophocles
83) Wealth Of Nations - Adam Smith
84) The Colour Of Magic - Terry Pratchett
85) Cry Wolf - Wilbur Smith
86) Barman Year One - Frank Miller
87) The Tale Of Peter Rabbit - Beatrix Potter
88) Point Of Origin - Patricia Cornwell
89) Jackdaws - Ken Follet
90) Idoru - William Gibson
91) The Code Of The Woosters - P G Wodehouse
92) Shardik - Richard Adams
93) Helliconia - Brian Aldiss
94) Macbeth - Shakespeare
95) Shattered - Dick Francis
96) Disgrace - J M Coetzee
97) Ink Paintings - Gao Xingjian
98) The Wasp Factory - Iain Banks
99) The Simple Art Of Murder - Raymond Chandler
100) Aenied - Virgil

ótrúlega skemmtilegt próf.. en þvílíkt sorglegt hversu mikið af þessum bókum ég las þegar ég var "ung"...
er alveg hætt að lesa alvöru bækur..:( engin orka í svoleiðis lúxus í brauðstritinu...

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

hósti DAUÐANS!!

get ekki lýst þessu sjálf. Verð að fara í gagnabanka Blackadders sjálfs og nota kvóta frá honum:

I´m coughing like an asthmatic ant with some heavy shopping!

mánudagur, febrúar 02, 2004

Jæja, það sem ég ætlaðað segja en ekki þegja var...

langaði að tala aðeins um hann zúkka kallinn meira.. sko, hef á tilfinningunni að hann sé nú sona nettur sadisti í sér þrátt fyrir einstaklega góða hegðun í þetta skiptið.. (maður er búinn að fá gömlu sögurnar staðfestar síðustu daga, sko ) allavega eru þessar svokölluðu "aðferðir til árangurs" hans mjög gammeldansk.. hmm gamaldags á það víst að vera.. byttan ég stingur upp kollinum af og til..

Waysany þá var þetta sumsagt þannig að hann tók einn fyrir á hverju námskeiði og braut hann gjörsamlega niður andlega.
Þegar einn hljóðfæraleikarinn sem lenti í þessu fór eftir námskeiðið til hans og spurði hvort hann ætti hreinlega að hætta að spila fyrst hann væri svona ómögulegur svaraði Zukofsky: "I´m doing it because I believe in you."

Einhver kallaði þetta "reverse engineering" í gær, sem virkar þannig að eitthvað er tekið og rifið í sundur til að sjá hvernig það virkar og hvort sé hægt að gera einhvern hluta viðkomandi hlutar skilvirkari og hlutinn þannig betri. Jújú gott og vel.

EN þessa aðferð MÁ bara ekki nota við börn, því þau bera ekki skynbragð til þess að svara fyrir sig eða hreinlega ganga út, eins og margir sem komnir eru til vits og ára myndu líklegast gera. Þess þó heldur eru þau eitthvað að fatta að þetta sé allt gert vegna þess að þau séu svona hæfileikarík!
Börn eru að upplagi svakalega viðkvæm, langt fram eftir aldri meira að segja, og svonalagað getur haft langvarandi áhrif.

Aftur á móti er svona hegðun (ekki nærri eins slæm reyndar) þekkt fyrirbæri í Masterclass konseptinu (sem er kennsla fyrir framan almenning). Þar er gjarnan hjakkað og potað alveg svakalega í einhverja á meðan aðrir eru látnir í friði með svipuð eða enn verri vandamál. Ég lenti í slíku hjá Graham Johnson. Hann var semsagt með Masterclass með lögum eftir Chausson og Chabrier. Ég var að syngja alveg SVÍVIRÐILEGA erfitt lag eftir Chabrier sem heitir Toutes les fleurs! (upphrópunarmerkið er sko í titlinum.. tíhí) Allavega þá tók hann mig þvílíkt í gegn, pikkaði á smáatriðum dauðans og lét mig kveljast þarna í 45 mínútur (af sko 3 tíma masterclass þar sem voru 12 aðrir söngvarar á). Síðan kom á eftir mér einhver ekkert sérstaklega góður og söng lagið sitt.. og kallinn brosti bara og sagði já og amen. Ég var náttúrulega frekar foj yfir þessu og fór til hans og spurði hvort ég hefði í alvörunni verið svona miklu verri en hann sem á eftir kom. Hann horfði á mig og sagði: "On the contrary, you were so much better. No point waisting time on those that don´t have the material" Gekk svo í burtu.

Reyndar tek ég fram að hann var ekki beint að þessu með andstyggilegum hætti.. hann var ekki leiðinlegur per se bara brjálæðislega pikkí. Öðruvísi en hann var við suma maður! Sumir undirleikararnir sváfu ekki í margar nætur fyrir Masterclassana hans og oft streymdu tárin undan svívirðilega andstyggilegum kommentum hans. Hann er nefnilega líka nettur sadisti. Eitt versta dæmið sem ég man eftir var þegar hann sagði við einn af þessum yndislegu stífuðu oxford bretum sem voru þarna (tónlistarlegt uppeldi í geldum kór í Oxford) sem var að syngja einhvern franskan stunusöng eftir ravel eða debussy eða einhvern: "you simply don´t have had enough experience with women to be able to sing this song" Tek aftur fram að þetta er fyrir fullum áhorfendasal af fólki.. ÞAÐ VERSTA VAR að strákgreyið skyldi ekki fatta upp á að svara kallinum með einhverju eins og "and you do???" þar eð kallandskotinn er auðvitað öfugri en Dana International!

Zúkka Zukk

aaaaahhhhrrrrggggghhhhh hvað gærdagurinn var mikil SCHNILLD! þetta var svo skemmtilegt að það hlýtur að vera bannað.. sá eiginlega nett eftir því að hafa ekki sagt nei við því að syngja til þess að hafa getað verið á tónleikunum og upplifað þennan magnaða flutning út úr sal.. eða.. nei get kannski ekki sagt það :) hóstinn hagaði sér sæmilega, sólónóturnar 14 skiluðu sér ágætlega bara, allavega allir voavoa ánægðir.. Zúkki ofurdúlla gaf mér meirasegja blómvöndinn sinn á eftir.. aaaahh við kallinn! vont freyðivín og gott nóakonfekt á eftir í millisalnum og heineken á tilboði á efrihæð sólons um kvöldið..
bresk-keypti alkaseltserinn þarfaþing í dag... (hvaða menningarsneyð er það eiginlega hér á landi að maður geti ekki keypt þetta þarfaþing hér á landi!!!)

úff þarf að fara að kenna, ætlaði að skrifa meira.. geri það í kveld :)