Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

mánudagur, október 31, 2005

GAAAAAAHHHHHH!!!!!!

gleymdi að blogga um það að elskulegur eiginmaður (vonandi einhverntíma) minn átti afmæli í gær! náði hann þeim merka áfanga að verða 6 ára, þversamanlagt. Er hann þó ekki fimmtán og ekki fimmtíuogeins, ekki tuttuguogfjögurra og ekki fjörutíuogtveggja heldur þrjátíuogþriggja þessi elska.

Til hamingju með afmælið sæti ;)

laugardagur, október 29, 2005

tveir fyrir einn

í Ikea er hægt að fá tveir fyrir einn þessa dagana, jóla-kökudós og jóla-óverdós.

Áfram jólin!

p.s. ekki missa af vælunni í úbartsmessu í fyrramálið! (ii ein æðislega sein að plögga.. I seem to be loosing my touch..)

p.p.s. og Gönsóinn bara mættur á klakabúntið. Hressandi, mjög hressandi.

þriðjudagur, október 25, 2005

Kaljuste fyrir forvitna
samkvæmt beiðni kemur hér mynd af ofurstjórnandanum Tönu..

sunnudagur, október 23, 2005

tikl - kitl - itkl - litk - tilk - ilkt - tlik

1. Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

eiga fleiri fyndinbörn
syngja aðalhlutverk í ÍÓ
flytja til útlanda og syngja þar
lifa af söng eingöngu á einhverjum tímapunkti (mínus kennslu)
klára að starta nýja saumóinum og halda honum gangandi fram á elliár
gifta mig (vegas here we come.. eða nei, þá fæ ég engar skálar, er það nokkuð Þóra?)
fara í margskipulagða ródtrippið með Nonna sæta yfir bandaríkin í bleikum kadilakk

2. Sjö hlutir sem ég get:

sungið óguðlega vel
hrist í mér augun
verið alveg einstaklega sjarmerandi ef ég vil
farið í handahlaup
skrifað skemmtilegt blogg (þó svo ekki sé það að sjá undanfarið.. bleh)
eldað massa nöddara með bestu heimalöguðu berneis í heimi
bakkað fljótt og örugglega í stæði (betur en flestir karlmenn sem ég þekki)

3. Sjö hlutir sem ég get ekki:

arranserað nótnasafninu svo vit sé í
hlustað á strumpana
straujað skyrtur almennilega (eða nokkuð annað btw)
haldið lífi í plöntum svo vel sé
lesið vondar þýðingar úr ensku
gengið í kellingalegum fötum né með axlapúða
afskráð mig úr félagi ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir

4. Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

lykt
sjarmi
húmor
athygli
augu
traust
hæfileikar

5. Sjö frægir sem heilla:

pittarinn
depparinn
clooneyinn
conneryinn
lawarinn
Arvo Pärt
tonu kaljuste

6. Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:

kjánabangsi
krúsilíus
jáskan
viljiði gjöra svo vel að þegja
einn cappuchino, takk
langar þig í eitthvað sérstakt í matinn?
hahahatíhíhíhahaha

7. Sjö hlutir sem ég sé einmitt núna:

auglýsingaplagöt frá mér
mynd af forfeðrum jónsmíns
diplóman mín
mynd af mér og gönsó ðe greit
engil sem fyndnabarnið gerði handa mér
reikningaeyðublaðabókin mín
nótnabækur með Haugtussa og Jauchzet Gott in allen landen

nú kitla ég Nonna sæta, Stubbu, Stínu stuð, Herdísi, gönsó, Hrönnslu og Jóhönnu Ósk. Sorrí mín kæru, nenni ekki að linka ykkur. Ætla að fara að sofa.

sunnudagur, október 16, 2005

grenj

get ekki annað en vælt af vonbrigðum með útslitrurnar í punkti allra poppara í kvöld..


stelpur þið klúðruðuðessu!!

mu

bara mu

vínill smínill..

föstudagur, október 14, 2005

nýtt kjöt af baggalútnum..

varð að setja inn þetta góða kvæði hans Enters:

Alþingi


Ó, Alþing! Hve ég elska þig og virði.
Á öxlum þínum hvílir göfug byrði;
að vernda okkur, vakta strönd og firði
svo von við nafn þitt lýðir saman spyrði.
Æ blessi vættir bústað þinn - og girði
og baði gæfu alla þína hirði
því hjálparvana þjóðin án þín yrði
og eflaust myndí heimsins skaki týnast.

Nei - kommon maður, ég er gegt að grínast.

fimmtudagur, október 13, 2005

ínöff is ínöff

sjálfshólið búið að vera í það lengsta efst, þó ekki viljandi heldur af einskærri bloggleti.

Og því að ég hef ekkert að segja.

Er búin að vera heima í dag með gubbu-fyndiðbarn. Ef eitthvað verður til þess að gefa manni æluna þó maður fá engar bakteríur í sig er það að þrífa upp ælur annarra, sem er einmitt ástæðan fyrir því að ég hætti að láta mig dreyma um að verða annað hvort hjúkka eða glasabarn á bar. iidjók. en grínlaust hlýt ég að vera með klígjugjarnari manneskjum á jarðríki..

Eymina vesalings kellingin liggur í móki fyrir framan sjónvarpið og tekur illa í allar tilraunir móðurinnar til skemmtana, hnussar yfir lesningu, og hlær að spilamennskuboðum. Nú blífur sko ekkert nema kassinn, spræt í glasi og karbulluflugur í skál.

Notaði tækifærið þar sem barnið hafði einstaklega lítinn áhuga til samskipta og mokaði svolítið út skítnum hérna. Af hverju verður allt ógeðslegt heima hjá manni á einni viku þó maður sé a) aldrei heima og b) aldrei að gera neitt þegar maður ER heima nema mesta lagi hrjóta á sínu (hægra) eyra? Furðulegt.

Og læt ég nú þessu afspyrnuleiðinlega bloggi lokið sem hefði aldrei orðið til nema af skömmustu yfir sjálfshólinu í því síðasta :D

Viðbót kl 20.02: þrjár viðbætur í linkísplínkí, anna þorvalds stórtónskáld, jóhanna sem er þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrsti kórstjóri fyndna barnsins (varla til meiri virðingarstaða í minni familíu) og svo glænýr rassalisti, gersovel.

mánudagur, október 10, 2005

lælælæ

mikið rosalega er gaman að vera díva í dag.

Það er líklegast einhver besta ákvörðun sem ég hef tekið að minnka við mig kennsluna og henda mér í djúpu laugina í söngnum, það er eitthvað sem gerist þegar maður fer að sjá fyrir sér að verkefnin komi.. þau koma.

bara núna síðustu daga er ég búin að fá háskólatónleika, meiri pening fyrir diskinn minn frá ísklansbanka (go dá), fyrstu jarðarfararþrennuna mína (þrjár í dag og ein af þeim kvartett), nýja nemendur og nýjan karríer sem raddþjálfi kóra (neskirkjukórinn á laugardaginn og sóprönurnar í dóm í kvöld), ég söng fyrir í Borgarleikhúsinu fyrir Carmen sjálfa á laugardaginn (fatta reyndar ekkert hvað þeir voru að kalla í mig, þetta er kannski ekki alveg hlutverkið fyrir sona buddu-prönur eins og mig ;)) og svo í dag fékk ég bréf frá Sinfó þar sem mér er boðið að syngja Jauchzet Gott in allen Landen (Kantata nr,51 eftir Bach gamla fyrir þá sem ekki vita) með þeim á aðventutónleikunum, 1 des!

Aðrir skemmtilegir hlutir hafa líka verið að gerast, við stofnuðum Félag Íslenskra Söngkennara (skammstafað GES, múhahaha) í gær og svo fékk ég staðfestingu á að geta skroppið til London seinna í mánuðinum til hennar Ghislaine í boði endurmenntunarsjóðs FÍH.

Og þetta allt ofan á verkefnin sem fyrir voru sem voru sko ekkert slor, útvarpsmessa í Dómkirkjunni, tónleikar með Áskirkjukórnum þar sem ég verð að syngja einhver lög og tvennir stórtónleikar á tónlistarhátíð Neskirkju svo eitthvað sé nefnt.

Greinilegt að maður þarf að fara að girða upp um sig og ýta á duglega-hnappinn!

Frábært, bara frábært.

fimmtudagur, október 06, 2005

www.freudianslip.com

".. og þar sem ríkisstjórnin hugðist hafa samræði við eldri borgara.." -Margrét Frímannsdóttir í viðtali við Talstöðina í fyrradag.

Lexían sem læra má af þessu er sú að aldrei er gott að blanda saman samráði og viðræðum. Enda sýna nýjustu fréttir okkur að samráð er best að hafa með tölvupósti.

Spyrjiði bara Bónínu, t.d. í tölvupósti: jónína@bóner.is.

þriðjudagur, október 04, 2005

geisp

mikið afSKAPlega fannst mér síðasti þáttur af Despó leiðinlegur.. vona að bitið komi aftur í þættina, mér finnast þeir nefnilega ansi hreint skemmtilegir þegar þeir eru skemmtilegir. En ekki lofar það góðu.

En að öðru, ég las mér til mikillar ánægju að tveir ágætir kunningjar mínir, þeir Jón Leifs (son, ekki þessi dauði) og Egill Árni Pálsson fá tækifæri til að koma fram á tónleikum hjá Kiri te Kanawa annað kvöld. Því miður sé ég mér ekki fært að fara að hlusta á þá þar sem ég er algjörlega bit og sár og svekkt yfir því að hann Einar Bárðarson ætli sér að verða milljóneri með því að rukka að lágmarki þrettánþúsundogtvöhundruð íslenskar krónur fyrir að fara í HÁSKÓLABÍÓ að hlusta á tónleika.

Bíddu er ekki allt í LAGI!

Dame Kiri er auðvitað alveg svakalega flottur listamaður. Þess vegna getur vel verið að ég spanderi einhverntíma tvöþúsundkalli í viðbót við íslenska miðaverðið og fari til London til að hlusta á hana í Royal Albert Hall eða eitthvað.

Og það sorglega er að þetta er ekki einu sinni að heppnast hjá honum. Gerði það að gamni mínu í gær eftir að fara inn á síðuna og spegúlera í miðaverðinu að skoða hvað væri eiginlega selt mikið inn á þessa tónleika. Ég gat fundið í hverjum verðflokki 4 möguleika á 8 sætum í röð, eftir það hættir vélin að sýna möguleika, þannig að þeir hefðu getað verið margir í viðbót.

Það er ekkert selt inn á þá. Fólk er ekki fífl, hvað sem feiti selfyssingurinn virðist halda, það var það kannski síðast þegar hún hélt tónleika fyrir einu og hálfu ári, en það fellur ekki fyrir þessu aftur, hvursu snobbað sem það er.

mánudagur, október 03, 2005

GGGGGGGGGAAAAAAARRRRRGGGGGGGHHHHHH!!!!!!

í dag er mér búið að takast að týna:

kennarabakpokanum mínum

tveimur nótnabókum

mjög mikilvægri möppu

needless to say er ég fjúkandi, hoppandi brjáluð..

sunnudagur, október 02, 2005

oh

undanfarið hef ég verið að reka augun í prógramm myndir af fólki (fínar portrett myndir notaðar til auglýsinga) sem hafa augljóslega verið lagaðar til..

mig langar ROSALEGA í svoleiðis..

hver er góður á fótósjopp og langar að vinna fyrir engan pening við að laga þessa:Hér eru augljóslega nokkrar hrukkur, skakkar og/eða gular tennur og ör sem má pússa, slípa örlítið af undirhökunni og kinnfiskasoga pínupons, hækka mætti kinnbeinin örlítið og síkka hárið og bæta í það smá slettu af glansi. Því til viðbótar mætti svo skella boddíinu af henni beónsí neðan á og já, svo langar mig rosalega til að vera í lit aftur.