Þetta er langt blogg. Ég veit það. En það ER skemmtilegt so enter at your own risk..:)
Upplifði alveg gífurlega skemmtilegan sunnudagsmorgunn í morgun.. sko forsagan er sú að það eru umþb 4 vikur síðan verið var að raða í messurnar í Áskirkju fram á sumarið, þá er mínum hóp plantað í tvær messur á sjómannadaginn (ergo í dag). Aldrei er minnst á hvenær þessar messur eiga að eiga sér stað í tíma og rúmi.. enda fór það nærri svo að sú fyrri endaði í rúmi.. allavega hjá mér :)
Ég var svo HANDVISS um að þetta væri bara eins og venja er þegar messað er á tveimur stöðum, þeas sú fyrri kl 14 og sú seinni kl 15.30. Þó var eins og einhverstaðar aftarlega í hausnum á mér væri einhver ellefu messa að flækjast.
Og í gær datt ég í það. Sko alvöru. Við erum að tala um 3 Long Island Iced Tea og eitthvað fleira í bland. Var á leiðinni heim um fjögurleytið þegar ég rekst á Skúla vin minn sem er einmitt með mér í messuhóp, ég fer að stríða honum og segja að við séum að fara að vera í messu kl 11 morguninn eftir... æ hann lá bara svo vel við höggi.
Eftir gífurlega langan 5 tíma svefn (fór sko ekki alveg strax að sofa eftir að ég kom heim.. ehrmmm) vaknaði ég kl 10 og fór að stressa mig nett á þessu. Átti ég kannski að vera í messu kl 11? Damn.. best að kíkja í moggið. Þurfti að grafa mig niður í hyldjúp pappírspokans í kjallaranum til að finna laugardagsblaðið, fletti upp á messutilkynningunum með öndina í hálsinum (LIIT ennþá að segja til sín þannig að öll viðbrögð eru ýkt) og sé mér til MIKILLAR ánægju að messan er auglýst kl 14. Aaaaahh DÁsamlegt! tveggja tíma svefn (eða sem samsvarar einni múmínálfaspólu) séð í hillingum.
Klukkan 10.40 hringir síminn minn. Þar er á hinum endanum Skúli sem skilur ekkert í því hvar ég er.. það var jú ég sem sagði honum að messan væri kl. 11! Hann hafði dobbeltékkað með því að senda Kárahnjúki ehf (Kára Þormar organista sem er nauðasköllóttur) sms til Ítalíu til að spyrja hann um messutímann. Skrifstofukellingin í Prófastdæminu hafði sumsagt klúðrað auglýsingunni og greinilega fleiri en ég úr hópnum tékkað á mogginu. Vegna þess að Skúli var sá EINI sem var mættur...
Við erum að tala um það að ég var EKKI komin á lappir, ég hafði EKKI þurrkað á mér hárið kvöldið áður þannig að það hefði verið ágætis hreiðurstaður fyrir vísitölu-þrastarfjölskyldu, jahh nema það hallaði aðeins til vinstri.. og það besta var.. BÍLLINN VAR NIÐRÍ BÆ SÍÐAN UM KVÖLDIÐ!
Skúli greyið hendist strax af stað að sækja mig, hann er kannski ekki besti kandídatinn í að eiga að syngja allt saman einn.. finnst honum allavega.
Á leiðinni eru allar mögulegar og ómögulegar götur lokaðar, brúin yfir Réttarholtsveg í klessu osfrv.. Skúli er að koma til mín kl 10.54, nákvæmlega þegar ég er rétt að renna sléttujárninu í gegn um síðasta lokk fuglahræðunnar á hausnum á mér. Við hendumst af stað, sörpræs sörpræs réttarholtsvegs-brúin var ENNÞÁ lokuð en við gerum samt heiðarlega tilraun til að fara yfir og uppskerum með því grimmdarlega árás geðvonds ungs pilts með sitthvort bannskiltið í hendinni. Nú var Skúli orðinn svo fúll að ef við hefðum ekki verið að flýta okkur svona mikið hefði annað skiltið endað where the sun don´ shine.. eða bara bæði..
Á þessum tímapunkti var ég komin í þvílíkt hláturskast að Kippurinn hristist og skalf.. (kippurinn er semsagt bíllinn hans Skúla) enda var langt frá því að vera arminnilega runnið af mér!
Allavega, þá erum við að renna upp að Áskirkju sirka 4 mínútur yfir ellefu, klukkurnar enn að hringja og þegar við hlaupum inn sjáum við okkur til mikillar ánægju bæði Jón og Margréti uppi á kirkjulofti.. það var nú heldur betur indæl sjón.
Svo gekk messan auðvitað bara vel, gátum reyndar ekki stillt okkur um að stríða Kára aðeins.. hann sendi mér mont-sms frá Ítalíu rétt eftir að messan átti að byrja, átti greinilega aðeins að svekkja mann.. þannig að ég sendi honum eftirfarandi skilaboð í "pásunni" (okkar orð yfir predikunina.. förum alltaf í kaffi)
Hallveig: Átti ég ad vera núna? Skúli var ad hringja í mig, thad er mid predikun og hann er EINN! Stód kl 14 í mogganum!
Fékk til baka hið snarasta:
Kári: Messan er kl 11! Mættu!
heheheheheheheheheheehehehehehehehhehehehe
leyfði honum að kveljast aðeins.. sendi svo:
Hallveig: iiii djók... Erum 4 :)
Þarf ekki að taka það fram að við þessu kom ekkert svar :)
Og nú er þessari frásögn lokið.. þakka þeim sem lásu.