Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

mánudagur, nóvember 29, 2004

skamm! degi!

helgi skástrik viku dauðans loksins lokið. Aðeins hægt að anda léttar fram að næstu törn, lesist fram á morgundaginn :D En fyrir ykkur sem hafið áhyggjur af því að mér leiðist þá get ég upplýst ykkur um að hér eru um það bil átján kíló af þvotti og 110 fermetrar af skítugu gólfi til að gleðja mig í dag.

Eins og sást hér um daginn hef ég nú löngum verið á móti jólaæsingi allskyns en sveimérþá sem ég var ekki bara hin hressasta með piparkökubakstur, kransagerð og jólaseríu-úrflækingar í gær (reyndar var það nú bara serían hennar Röggu Dóru sætu sem fékk að fara upp í gær...)

Held að þetta orsakist af snjóleysinu ógurlega sem leggst yfir landið þessa dagana.. ég meina, skammdegið er þolanlegt þegar yfir landinu liggur fannbreiða sem lítur út fyrir að hafa skellt sér í rabid white bað, glenntur máni eitthvað að gægjast og hressandi frystingur í nasaholum þegar inn er andað.

Verra er þegar koma dagar eins og í gær með slegnu veðri þannig að það birti bara alls ekki neitt. Það er ekkert að virka fyrir Vælu. Ónei..

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Fyndna barnið er sybbna barnið..

Í hálsakoti í morgun:

Mamma: ertu letidýrið hennar mömmu?

Ragnheiður Dóra: já.

Mamma: ertu besta stelpan hennar mömmu?

Ragnheiður Dóra: já.

Mamma: ertu stærsta og duglegasta stelpan hennar mömmu?

Ragnheiður Dóra: ekki ennþá.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

okok vegna fjölda áskoranna..

hér kemur mont dagsins.

Byrja í miðri grein, eftir að Jón Hlöðver er búinn að ausa úr skálum pirrings síns vegna slæmra aðstæðna tónlistarmanna á Akureyri.. svo fer hann að fjalla um tónleikana:
"Þrátt fyrir þetta umstang og það að flygillinn væri ekki betri voru þessir tónleikar með miklum ágætum hvað það mikilvægasta áhrærir, þ.e. tónlistana sjálfa og flutning hennar. Hallveig hefur skæra og tindrandi sópranrödd, sem skilaði einstökum hughrifum, sérstaklega í mýkri og veikari stöðum, hætti samt stundum til að verða fullhörð í hærri legu. Túlkun og meðferð texta var einstaklega góð og samleikur beggja eins og best verður á kosið. Efnisskráin sameinaði margt af því besta sem samið hefur verið af söngvum á Íslandi og erlendis. Sum laganna mjög vel þekkt, eins og Í dag skein sól, Hvert örstutt spor, Síðasti dansinn, An die Laute, Du bist die Ruh og Gretchen am Spinnrad. Áhrifamikil í grípandi flutningi voru lögin eftir Edvard Grieg við ljóðaflokkinn Haugtussa eða Huldan eftir Arne Garborg, sem heyrast of sjaldan, sérstök unun var að hlusta á kiðlingaljóðið númer 6.

Sönglögin hans Hjálmars Helga, Ástarljóð mitt og Við fljótið, eru sögð á tónmáli þar sem efni ljóðs og notkun píanós og söngraddar ná að grípa mann traustataki og halda. Annað lagið var samið sem gjöf til Ásu, eiginkonu Hjálmars og hitt til Sigríðar, móður hans. Slík náin persónuleg tjáning í samstæðu söngva er fágæt og einlæg tilfinning og natni þeirra Árna Heimis og Hallveigar í túlkun þræddu þessar lagaperlur á festi heitra kennda.

Það er mjög trúlegt að Grieg hafi fundist lögin sín við ljóð Garborg best sinna sönglaga og engum dylst heldur að Schubert hafi haft sín áhrif, allavega á hinn lýsandi og flæðandi píanóleik í Læk Griegs sammerkt við líkingu á stöðugu hringsóli hjólsins í Litlu Grétu við rokkinn; þessi stöðuga hreyfing tímans, þar sem treginn á svo oft erfitt með að fylgja og vill jafnvel helst hverfa í. Efnisskrá tónleikanna lauk svo með Jennýjar sögu úr söngleiknum Lady in the Dark við texta Ira Gershwin og þar náði túlkun þeirra Hallveigar upp í rjáfur og rúmlega það.

Gígja Sigfúsar Einars og Benedikts Gröndal kom svo sem myndarlegt endurgjald við fagnandi lófataki.

Jón Hlöðver Áskelsson "

gaman gaman :D

Judgment day..

MIKIÐ er þetta skenntilegt... jájá... :D

mánudagur, nóvember 22, 2004

I AM on my way to fame!! how did they know that... aaaahhh

Take the quiz: "The MOOD quiz! (With cool blinkies!)"

Hip
You are all about style. People mis-interpret that with being stuck up. But who cares? You don't need anyone! You're on your way to fame.

föstudagur, nóvember 19, 2004

hah! vissi það..

You are 47% Cancer







aldrei fittað almennilega inn í þetta krabbamerki.. hlýt að vera eldur í mér.. er einvern veginn þannig.. eða er það ekki?

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Tjéllingar



Alveg frá því við vorum litlar höfum við Elín vinkona verið að æfa okkur í að vera kellingar. Vaknaði þessi áhugi af óvenju góðu aðgengi okkar að þesslags verum á Flötunum í Garðabæ.

Til þess að verða boðleg kelling verður maður að vera duglegur að æfa sig. Hér á eftir fara nokkrar aðferðir til þess, t.d. getur maður:

æft handahreyfingarnar (kaffibolli og sígó til skiptis, auk lagningarýfinga þess á milli), rembst við að finna rétta fótstöðu (önnur löppin yfir hina og svo báðar huggulega teygðar til hægri) og svo er að reyna að ná málrómnum réttum. Hann er nefnilega aðal trikkið.

Til þess að öðlast réttan kellingamálróm skal gera eftirfarandi:

hallað skal undir flatt og hægra kjálkabeini ýtt fram um 2 centimetra
hægra munnvik skal togað niður upp að sársaukamörkum
vinstra munnvik skal togað niður hóflega
resónans skal fundinn aftarlega í munni, fyrir ofan tungurætur sem ýta skal upp til að loka að mestu leyti fyrir loftstreymi
talað skal á bilinu lítið a - einstrikað f, stranglega bannað er að tala á öðru tíðnisviði en þessu (undantekning er þó ef talað er á innsogi, sem mjög er mælt með)

Þegar takmarkinu hefur verið náð er rétt að ræða um hvað má ræða með þessum málróm.

Leyfileg umræðuefni eru: frægt fólk, kóngafólk, nágrannar (þó sérstaklega framhjáhald þeirra og holdafar) snyrtivörur (þó sérstaklega krem), hárgreiðslustofur, kaffi, kökur, megrunarkúrar, skottulækningar (sem fá auðvitað fullan stuðning), veikindi annarra, veikindi manns eigin, hvað Dabbi er mikið rassgat, hvað Gísli Marteinn er mikið rassgat og hvað Spaugstofan er fyndin. Einnig er leyfilegt að ræða þjóðfélagsmál og heimsmál svo lengi sem það er gert af tómri forheimsku og í æsifréttastíl.

Þegar ég er að skrifa þetta er ég að horfa á klass A kellingu út um gluggann.. með sígó í annarri og símann í hinni úti á svalatröppum, horfandi á gullinsækjann gera stykkin sín í garðinn.

Mér finnast kellingar æðislegar. Ég ætla að verða ein þegar ég verð stór.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

göng schmöng

hrikalega er doktorinn sniðugur í Fréttablaðinu í dag þegar hann er að tala um Vestmannaeyjagangnabrjálæðið..

það er ekki hægt að borga kennurum landsins sæmilega fyrir þetta glorified au-pair starf sem þeir eru alltaf að lenda meira og meira í (sonasona Hallveig, þú verður að átta þig á því að fólk verður nú að vera í vinnunni til að skrapa saman fyrir jeppaskrýmslunum.. hver hefur tíma fyrir þennan krakkaskríl?) en svo á að eyða tuttuguogsjö MILLJÖRÐUM í að búa til holu í jörðina fyrir þessa ræfla sem þrjóskast ennþá við að búa á þessum skerjum...

tuttuguogsjö MILLJÖRÐUM!

kommon, álíka gáfulegt væri að bora gat milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar fyrir þær 27 hræður sem þurfa að komast þar á milli á dag.. hehe.. Ó DAMN!

Agureiris

þá er alltaf að verða styttra og styttra og styttra í að maður fari að útbreiða fagnaðarerindið norðan heiða.

Reyndar er Akureyri fyndinn bær.

Þar er t.d. vídeóleiga á þriðja hvern íbúa og pizzustaður á fjórða hvern (greinilegt að útælda laufabrauðið hefur slegið í gegn), þannig að það er víst eins gott að við systkinin séum að svúppa þarna inn með hármenninguna.. ég með Sjúbba og Félaga og Óli sem illi munaðarleysingjahælisstjórinn sem hann er.
iii djók, fullt til af sniðugum innbúum þarna sosum.

Eyringjarnir hafa samt hingað til verið frægir fyrir að vilja ekki sjá neina nema síns eigins fólk. Magnús Geir er eiginlega alveg að meikaða þarna í LA (hei kúl að geta flutt til Akureyrar og meikað það í LA!) verandi flytjandi víkingana (reykja þeas) inn í fjörð og firðingana (ey þeas) inn í vík. Hlakka þvílíkt til að sjá Ausu þegar hún kemur suður..

Get annars ekki talað um litla leikstjórann án þess að taka undir með Tobbabró þegar hann er að baula yfir Sweeney.. þvílík synd! þvílík synd!

So here goes:

muuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu

Furðulegt samt með norðanmenn, af hverju þurfa þeir alltaf að tala svona skringilega?

go dáginn..



jæja.. það kom að því að eðlislæg sýniþörf skúbbnasar fékk að njóta sín :D

það er ágætt.. þá þarf hann ekki lengur að upplifa heimsfrægðina í gegn um mig..

já eða eitthvað.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Warning: public display of affection

Til Jóns míns.. og takk fyrir árin átta!

Du bist die Ruh

Du bist die Ruh,
Der Friede mild,
Die Sehnsucht du,
Und was sie stillt.

Ich weihe dir
Voll Lust und Schmerz
Zur Wohnung hier
Mein Aug und Herz.

Kehr ein bei mir
Und schließe du
Still hinter dir
Die Pforte zu.

Treib andern Schmerz
Aus dieser Brust!
Voll sei dies Herz
Von deiner Lust.

Dies Augenzelt,
Von deinem Glanz
Allein erhellt,
O füll es ganz!

Friedrich Rückert

Þú ert hvíldin

Þú ert hvíldin,
friðurinn mildi,
þú ert þráin
og það sem svalar henni.

Altekinn gleði og kvöl
helga ég þér
auga mitt og hjarta
sem verustað.

Komdu inn til mín
og lokaðu
hljóðlega á eftir þér
hliðinu.

Bægðu öðrum sársauka
frá brjósti mér!
Megi hjarta mitt fyllast
af gleði þinni.

Musteri augna minna
er uppljómað
af dýrð þinni,
ó fylltu það alveg!

þýðing: Reynir Axelsson

mánudagur, nóvember 15, 2004

vissi að þetta væri borgin mín...

Take the quiz: "Which American City Are You?"

New York
You're competative, you like to take it straight to the fight. You gotta have it all or die trying.

laugardagur, nóvember 13, 2004

djísús..

var ekki búin að pæla í þessu...

ótrúlegt.. ótrúlegt..

föstudagur, nóvember 12, 2004

sneik

Var með vinnutíma hjá krökkunum í gær, kenndi þeim efni og svo sátu þau og unnu í blöðunum.. gerði þetta til að hlífa röddinni aðeins fyrir átökin með melabandinu.

Sat svo bara og dundaði mér í snake á milli þess sem ég aðstoðaði þau eftir þörfum. Krakkarnir föttuðu hvað ég var að gera og voru að forvitnast um hvað metið mitt væri..

ég: æ sona 2700..

krakki: vá! ertu búin að vera að kenna svona lengi!?!


hehehehehehehehehhehehehehehehe

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

jeanne d´arc rúllar

allir að mæta á þetta beib á morgun:



ykkar heittelskuð að syngja sópranpartinn, dóra steinunn megabeib er altinn, Egill Árni heitir tenórinn og svo sjálfur ofurbassinn Keith Reed, vort ástkæra Hljómeyki þenur barka sína og svo auðvitað melabandið..

kúl stykki þessi mússík, soldið sona Arvo Pärt sem er jú bara gott, myndin víst alveg mögnuð þannig að þetta spilar allt uppí að verða hið áhrifaríkasta..

Allir að mæta bara!

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

var nú varla að nenna þessu.. en here goes..

þessi listi fer hamförum á bloggum landsmanna.. þó hann líti nú út fyrir að vera hannaður fyrir 14 ára kana :D

ever had a song written about you? ekki svo ég viti.. hef þó mínar grunsemdir
what song makes you cry? exit music (for a film) - Radiohead
what song makes you happy? Te Deum eftir Arvo Pärt
height - 162 og hálfur (þessi hálfi er mjög mikilvægur sko..)
hair color – brúnt með rauðri slikju (og eins og þú veist þá er ætíð veittur afsláttur af rauðu hári...)
eye color - græn.. sem er kúl
piercings - bara leiðinda eyrna sko..
tattoos - nei, vil geta látið sjá mig í sundlaugunum eftir 40 ár..
what are you wearing? - er í jarðarfararátfittinu og lopapeysunni sem mamma gaf mér þegar ég var únglíngur í skóginum
what song are you listening to? – fyndna barnið að vilja ekki fara að sofa..
taste is in your mouth? - hvítlauksbragð eftir guacamole-ið sem var afgangs síðan í gær.. hvítlaukurinn orðinn allt of sterkur! viiiðbjóður dagsins... (hrollur)
whats the weather like? – dimmt úti svo ég get ekki séð það
how are you? – í geðveiku söngformi, kom að því!
get motion sickness? – já í bílum ef ég sit aftur í með miðstöðina á og í skipum ef þau rugga lítið
have a bad habit? – hehehe..
get along with your parents? – já, þau eru æði
like to drive? – já, keyri bara of hratt stundum
boyfriend – heldur betur ;) 8 ár á mánudaginn kemur!
girlfriend – fullt af þeim
children? – eitt stykki fyndið barn
had a hard time getting over somone? – ójá..
been hurt? – já, hver hefur það ekki?
your greatest regret? – að vera ekki í nógu góðu líkamlegu formi þegar ég var úti í London að læra og nýta því tímann ekki nægilega vel.
your cd player has in it right now? – Kathryn Williams, relations
if you were a crayon what color would you be? - dökkbleikur eða grænn
what makes you happy? – fyrir utan yndislega fjölskyldu þá er ég háð því að syngja fyrir fólk og fæ geðveikt út úr því
whats the next cd you're gonna get? - hmm kannski nýju plötuna hennar röggu gröndal

seven things in your room? - mynd af Demetz, bók með messíasi, mynd af mér og Gunnari Hrafni, diploman mín uppi á vegg, plagöt frá Cosi fan Tutte og tónleikum sem ég hef haldið, stafræna myndavélin okkar og hauslausa barbí

seven things to do before you die... - chilla með familíunni, syngja, leika, borða góðan mat, eiga góða vini og sinna þeim, ferðast um heiminn, hugsa vel um sjálfa mig

top seven things you say the most... - Ragnheiður Dóra, Jón Heiðar.. æ nenni ekki að finna fleiri

do you...

smoke? - lítið
do drugs? - telst 70% súkkulaði með hérna?
pray? - já.. í öllum þessum kirkjuferðum kemst maður víst ekki hjá því.. ekki að ég vilji það eitthvað sosum..
have a job? – já helling af þeim
attend church? – sunnudagaskóli með RDJ og svo auðvitað þegar ég er að syngja.. þannig að já... like.. all the time

have you ever...
been in love? - auðvitað
had a medical emergency? - nei held ekki.. nema að rotast tvisvar sem krakki teljist með.. útskýrir kannski frekar hvernig ég er..
had surgery? - já, rifnir úr mér hálskirtlar á stærð við meðal mangó
swam in the dark? - já :)
been to a bonfire? - jájájá
got drunk? - ehrmmm.. má eiginlega segja það
ran away from home? - nei.. nema það að flytja inn með vinum sínum 18 ára teljist með
played strip poker? - hehe ;)
gotten beat up? - ekki nema í systkinaerjum sem krakki
beaten someone up?- sjá svar að ofan
been onstage? - ehhh vinn eiginlega við það
pulled an all nighter? - audda mar
been on radio or tv? - jájá helling
been in a mosh pit? - ójá! nú síðast með Pixies.. Black Francis RULES!

do you have any gay or lesbian friends? - já nokkra

describe your...

first kiss – hann var ágætur, soldið blautur kannski.. var voða skotin í fýrnum allavega..
wallet - hvít plastbudda með marglitum doppum.. voða sæt
coffee - teokaffi cappucino
shoes – var að kaupa mér rússkinsstígvél to die for
cologne – Gucci Rush 2

in the last 24 hours you have...

cried - jahh, komst nú aðeins við í jarðarförinni í dag þegar kistan var borin út.. enda þann dag sem ég geri það ekki, hætti ég
bought anything - kea skyr með vanillu og dæet kók..
gotten sick - nei! geðveikt hress
sang - látum okkur nú sjá.. í circa 7 tíma
been kissed - já :)
felt stupid - já..
talked to an ex - nei
talked to someone you have a crush on - jájá
missed someone - já
hugged someone – já, liðið mitt :)

sunnudagur, nóvember 07, 2004

creisí bastard....

sneðugt..

nú er bara smurningin hvort það verður kvarasí eða sjötíu mínútur sem verða fyrri til að ráða hana ;)

laugardagur, nóvember 06, 2004

gúrmei..



við jón vorum í bónernum bara sona að spegúlera hvað við ættum að fá okkur í kvöldmatinn.. þegar þetta girnilega tilboð birtist var auðvitað hlaupið inn í grænmetiskælinn að finna sér stinnar rófur, gulrótardrjóla og nokkrar hressilegar bullur með... mmmmmm

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Jei!!

sjáiði nýja borðann minn -->

Ótrúlega sniðugt.. sniðugur strákur hann Atli.. ójá..

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

úbbs...

lenti í óhappi áðan, datt óvart inn í smáralind, hrasaði þar inn í þessa búð og lenti harkalega á einu pilsi og rúllaði með það inn í mátunarklefa, þaðan datt ég svo út og þá flaug debetkortið mitt upp úr töskunni og lenti einmitt í posanum og þá hrundi ég niður rúllustigann og lenti hér með lappirnar beint oní nýjum rússkinsstígvélum og debetkortið mitt kom fljúgandi á eftir mér og lenti í posanum þar líka...

það er nú MEIRA hvað ég get verið óheppin! ;)

mánudagur, nóvember 01, 2004

blús..

búnað vera hálf blúsuð í dag eftir að hlusta á fréttirnar í morgun, Anna Pálína Árnadóttir látin sem mér finnst alveg hræðilega sorglegt og svo þetta morð í Kópavoginum sem er nú sorglegra en tárum taki.. og með börnin tvö, annað jafngamalt Ragnheiði Dóru, sofandi í næsta herbergi.

Sérstaklega þar sem hann gæti orðið heppinn með dómara gaurinn, verður dæmt í málinu í Héraðsdómi Reykjaness. Konan gæti jú hafa drýgt einhverja voðasynd til að eiga þetta skilið. Kannski skúraði hún ekki í tvo daga í röð eða kom með matinn 10 MÍNÚTUR YFIR SJÖ kvöldið örlagaríka...

fyrir fólk sem kemst ekki í Atlantsolíu..

Fékk þetta sent í tölvupósti í dag.. sniðugt!:

Olíufélögin stálu af okkur peningum í mörg ár. Það liggur skýrt fyrir
í niðurstöðum samkeppnisstofnunar.

Þeir viðurkenna það – en segja að málið sé fyrnt.

Þeir vilja ekki borga sektir eða skaðabætur- vegna þess að það er svo
langt síðan þeir stálu frá okkur.

Við getum svarað fyrir okkur.

Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá
verslum við bara meira á morgun.

Við refsum þeim með buddunni og kaupum BARA BENSÍN!

Alveg þangað til þeir hætta að röfla og borga sínar sektir og skammast
sín – þá kaupum við BARA BENSÍN.

Ekki sígarettur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat,
hanska, grill né neitt annað, við kaupum allt slíkt annars staðar.

Hjá olíufélögunum kaupum við BARA BENSÍN! EKKERT ANNAÐ! Þeir finna
fyrir því.

Dreifðu þessu á þína vini – og stattu við það að kaupa BARA BENSÍN.

Næst þegar þú freistast til þess að kaupa eitthvað annað á bensínstöð
en BARA BENSÍN þá sannar þú orð markaðsstjóra OLÍS sem sagði í samráðinu "Fólk er fífl".

Vilt þú láta hafa þig af fífli? Ef ekki þá kaupir þú BARA BENSÍN.

Almenningur