Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

mánudagur, október 30, 2006

nonnaammæli


bestasti maður í heimi á afmæli í dag.

Til hamingju með daginn elsku Jón minn :D

fimmtudagur, október 26, 2006

play the exchange game..

Frú Væla tók þátt í skemmtilegum leik á hnetinu. Tjékk itt át, skiptileikur Skara Smala!

þriðjudagur, október 24, 2006

gwah!!!

gaddem Barbara Bloody Bonney OFSÆKIR mig!!!!

of þreytt fyrir stigagjöf.

so sue me.

fimmtudagur, október 19, 2006

TaugaTrekk 1, gömul íslensk dægurlög

hér er kynntur til sögunnar nýr liður í Vælublogginu, hef nefnilega hugsað mér að upphefja síðuna til fyrri dýrðar. Það er annað hvort það eða hætta þessu.

Liðurinn heitir Taugatrekk og fjallar um að fá lesendur í lið með sér í að finna það sem trekkir taugar landsmanna, með öðrum orðum, hvað fer í taugarnar á þér?

Leikurinn fer þannig fram að ég nefni nokkur dæmi um mín TaugaTrekk í viðkomandi flokki, hver lesandi má svo senda inn eins margar tillögur og honum sýnist (ekki er verra ef tillögunum fylgir saga, sjá hér að neðan) og svo verður gerð könnun um hvert helsta TaugaTrekk þjóðarinnar í hverjum flokki er. frh fyrir neðan:

Fyrsta TaugaTrekkið fjallar eins og titillinn gefur til kynna um gömul íslensk dægurlög.

Hér eru mín TaugaTrekk:

1. Bréfið hennar Stínu. ég veit ekki af hverju ég þoli ekki þetta lag. Það fer í mínar fínustu og ég get ekki hlaupið nógu hratt til að slökkva á útvarpinu þegar hún Stína fer að röfla um blek og blýanta. Geymdu þetta handa sjálfri þér vinan, við þurfum ekkert að vita þín einkamál!

2. Nína og Geiri. þetta er nú af sama meiði og það hér að ofan sem óþarfi er að nefna á nafn (hrollur). Þvílíkt væl, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Væminn söngur, hallærislegur texti og nettur köntríblærinn fer saman í að gera þetta að einu leiðinlegasta lagi íslandssögunnar. Einn ljós punktur er að Nína skuli vaxa til vits og ára og hætta að pæla í þessum leiðindagaur og ná sér í jón í staðinn, enda eru þeir annálaðir snillingar.

3. Bíddu pabbi, bíddu mín (hér verður minn Jón brjálaður) Það er sérstök ástæða fyrir vanlíðan minni þegar ég heyri þetta lag. Á vissum tímapunkti í æsku hvers manns fer hann að finna til samkenndar með öðrum, ég man eftir að heyra þetta lag sem mjög ungt barn, 4 eða 5 ára og fá svaðalegan sting í magann.. mér fannst þetta svo HRÆÐILEGA sorglegt lag! (svipað fríklag frá æsku var lagið sem fjallaði um bermúdaþríhyrninginn, man ekki hvað það heitir, en það vekur ekki upp vanlíðan heldur helbera hræðslu þegar ég heyri það!)

Jæja nú er komið að ykkur! og svo áfram með smérið, ég hendi kannski inn fleirum seinna ef ég man. Góðar tillögur (að mínu mati) fá svo stig og sá sem kemur með verðlaunalagið fær 4, annað sætið 3 og þriðja 2..

góða skemmtun :D

miðvikudagur, október 18, 2006

ég er þreyttur..

ég


er


dauð


úr


þreytu


...

Jæja kæru lesendur, nú er Eddunni endanlega að takast að ganga frá mér. Mér finnst samt ennþá að þetta hafi verið stórskemmtilegt og fyllilega þess virði á endanum en mikið verð ég fegin á morgun þegar upptökum (vonandi) lýkur. Svo verður spennandi að sjá hvað það á eftir að taka marga mánuði að losna við línurnar úr þessu sem eru búnar að vera á lúppu í heilanum síðustu vikurnar. Alveg er það MERKILEGT hvernig jafn ómstríð og ólógísk tónlist getur orðið að mikilli eyrnaormagryfju! Bara tveimur sem tekst þetta í mínum haus, Nonna Leibbs og Nonna Nordal.

Annars er allt gott að frétta bara. Minnir mig.

laugardagur, október 14, 2006

jónsleifsdagurinn mikli

er í dag, Eddan verður auðvitað mergjuð kl 5, hrikalega verður gaman! og já, ég veit að ég er búin að blóta þessu í sand og ösku síðustu vikur en svo þegar á hólminn er komið hlakka ég rosalega mikið til. Þessi mússík er auðvitað svo stórfengleg að hún væri heimsfræg fyrir löngu ef hún væri ekki svona óflytjandi.

En þetta er ekki eina jónsleifs giggið mitt í dag, ónei. Ég fór áðan niður í Dómkirkju til að syngja Vertu Guð faðir í skírn og fannst það bara skemmtileg upphitun fyrir Háskólabíó. Mæti þarna galvösk beint úr klippingu og (af)litun (mín sko orðin enn meiri blondína) og þar uppgötvast, okkur Marteini til mikillar skelfingar að það eru engar nótur á svæðinu! ég er löngu hætt að þurfa nótur af þessu lagi og hélt að Marteinn væri með sínar eigin. Sem hann var ekki því hann hélt að ég myndi koma með.

Stress dauðans, ég hringi út um allan bæ (þegar hér var komið var skírnin löngu byrjuð), hringi fyrst í Mörtu frænku sem svarar ekki, svo í Tótu Guðmunds sem svarar ekki heldur og nú er heldur betur farið að hellast í mig panikkið. Næ loks í elsku kallinn hann Steina sem hendist heiman frá sér niður í Neskirkju að ná í nóturnar og brunar þaðan niður í Dóm . Hann hendist svo á harðaspretti upp á loft þar sem við Marteinn erum í geðveikiskasti að fletta í gegn um gamla nótnabunka svona á meðan skírnin sjálf fór fram, þar sem við fundum fyrstu, þriðju og fjórðu síðu úr nótnabókinni, allar nema þessa einu sem þetta tiltekna lag er á.

Ég get svarið það, þvílíkt og annað eins stress! Söngurinn gekk svo auðvitað bara mjög vel og allt það en þetta verður lengi í minnum haft. En.. fall er fararheill.

mánudagur, október 09, 2006

Vælan í úbartinu

ykkar auðmjúklega undirrituð verður heiðursgestur hlaupanótunnar í dag kl rúmlega fjegur. Gíbburlega interessant viðtal og lög leikin af hljómplötum, t.d. nokkur af hinni þeirri nýju sem vonandi kemur á markað nú fyrir jólin.

Ekki missa af þessu kæru aðdáendur ;)

Hendi inn link á þáttinn þegar hann kemst á vefupptökur. Þarf nefnilega að skella mér þangað að hlusta sjálf þar sem ég er á æfingu í Eddugeðveikinni í dag.

Eða.. reyndar verður hann held ég endurtekinn í kvöld. úú kúl.

sunnudagur, október 08, 2006

Hallveig og Jón í Búðaleik


Ég ákvað að bjóða mínum elskulega ektamanni í smá rómantískt gettavei þar sem þessi elska á afmæli í lok mánaðar.. það er bara þannig með Væluna að hún er frekar bissí um helgar þannig að við skelltum okkur núna um helgina.

Ég hringdi því um daginn og bókaði á Hótel Búðum á Snæfellsnesi því mig hefur alltaf langað að gista þar en aldrei látið verða af því.. við höfum alltaf heyrt tómt hrós um staðinn og hlökkuðum því mikið til.

Það er skemmst frá að segja að staðurinn uppfyllti allar væntingar okkar og meira til. Hótelið er frábært, herbergin dásamlega persónuleg og falleg, þjónusta til fyrirmyndar og veitingastaðurinn í hæsta klassa, alveg á pari við flottustu staðina í bænum.

Allt bliknar þetta þó við hliðina á staðnum sjálfum. Náttúrufegurðin á þessum stað er sjaldséð en best var auðvitað þegar jökullinn birtist í sinni tignarlegu dýrð. Önnur minnisverð augnablik voru að ganga fram á hvalsbeinagrind á "gullströndinni", fylgjast með hrafnapari að leika sér í vindinum yfir hraunbreiðunni og að horfa yfir skeljaströndina og sjóinn baðað geislum fulla tunglsins sem gladdi okkur í nótt. Ógleymanlegt, ég mæli með þessu til að ná sér í afslappelsi og kvalitettíma með makanum. Sem er ómetanlegt.