Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, mars 31, 2004

línkur dauðans

stína sæta bloggar frá sverige..

Plöggórama

fyrst ég er búin að troða gogga klikk yfir plöggið mitt áðan kemur það hér aftur:

TÓNLEIKAR Í DUUS HÚSUM Í REYKJANESBÆ ANNAÐ KVELD KL 20.. STUÐ DAUÐANS Í BOÐI!!

nánar hér :)

Mad cowboy disease..

fékk þetta í tölvupósti.. soldið gott :)

This is a short poem made up entirely of actual quotations from
George W. Bush. These have been arranged, only for aesthetic purposes, by
Washington Post writer, Richard Thompson. A wonderful Haiku poem
like this is too good not to share.

MAKE THE PIE HIGHER

I think we all agree, the past is over.
This is still a dangerous world.
It's a world of madmen and uncertainty
And potential mental losses.

Rarely is the question asked
Is our children learning?
Will the highways of the Internet
Become more few?

How many hands have I shaked?
They misunderestimate me.
I am a pitbull on the pantleg of opportunity.

I know that the human being
And the fish can coexist.
Families is where our nation finds hope,
Where our wings take dream.

Put food on your family!
Knock down the tollbooth!
Vulcanize society!
Make the pie higher!
Make the pie higher!

(Pass this on. Help cure mad Cowboy disease in the next election!)

þreytt dauðans...

upptökur hjá Ás í fyrrakvöld, 5-10,30 og svo aftur í gær 5-11,30. Er umþaðbil dauð.. en ætla að hvíla mig í dag.. því það eru auðvitað tónleikar annað kvöld í Reykjanesbæ.. kl 8 í Duus HúsUM.. allir geekt velkomnir!:)

föstudagur, mars 26, 2004

doolittle á rípít... læv is só fokkin gúúd.... :)

Mikið getur nú lífið verið skemmtilegt á föstudögum.. ætla út á lífið með Elínu, Þóru Björk, Guðrúnu systur hennar, Súppa og hinu ofurskáknördinu Jóa.. vei!

G&T í glasi, dúlittel í mp3 spilaranum (átti nebblega aldrei diskinn.. bara kasettu..)

bjó til ofurspagíhakkið mitt að ósk fyndna barnsins.. setti ógissi mikið af hvítlauk í það.. aarrgghhh :)

þriðjudagur, mars 23, 2004

jæja.. on with the light and layergood...

part two í ferðasögunni miklu.. allavegana þá tóku höbbdingjarnir Sigga og Jónas á móti okkur, sýndu okkur schnilldarsalinn Hamra (í nýuppgerðum hluta húsmæðraskólans sem hýsir hina merku menntastofnun Tónlistarskólann á Ísafirði).

Salurinn var bara perfekt.. mátulega stór og hljómaði svo vel að ég gat séð að ég þyrfti ekki að vera hrædd við að fara niður í hið mesta hvísl án áhyggna. Sem er gott. Salurinn er líka yndislega fagur á sinn dásamlega retró hátt.. með bláum og bleikum blettaljósum.. fékk einmitt mikið hrós fyrir að klæða mig í stíl við lýsinguna! ekkert nema snilld. Jæja.. eftir að við vorum búin að prufukeyra salinn í smástund, fór Jónas með okkur niðrí úbart. Á leiðinni sáum við.. jahh sona the sights, sundlaugina, barnaskólann og auðvitað hið fræga sunnutorg. Við það stendur Gamla Bakaríið þar sem ég hafði áreiðanlegar heimildir um að fengjust bestu Berlínarbollur landsins. Aðeins neðar í götunni stóð svo laangi maangi, veitingastaður þeirra ísfirðinga (nafnið er reyndar bara með einu a-i í hvoru nafni, en verður að skrifast svona.. það segja þetta nebblega allir svona).

Eftir zúrasta útvarpsviðtal sögunnar (konan vissi svo GREINILEGA ekkert hvað málið snérist um) var haldið í Bakaríið þar sem átti heldur betur að fá sér bollu.. ekki fékkst hún nú né heldur arminnilegt kaffi (og eftir flugvallarfíaskóið voru það mikil vonbrigði skal ég segja ykkur) en ágætt brauð ossona. Skildust nú leiðir okkar Árna og ég snéri til baka til að reyna að finna apótek til sokkabuxnakaupa. Þegar ég labba svo fram hjá laanga maanga heyri ég nafnið mitt kallað. Þar er komin Hjördís, gömul kórdama og fyrrverandi hans ólafrænda (ekki ólabróður í þetta sinn) og var hún hin hissasta að sjá mig. Sem er skrýtið því hvarvetna sem litið var í hinum fróma bæ mátti sjá smettin á okkur Árna glottandi eins og fífl á auglýsingaplagutum. Lét ég nú tilleiðast að setjast inn á maangann og fékk.. hvað haldiði! bara hið ÁGÆTASTA lavazza cappucino.. þá var mín nú kát skal ég segja ykkur.

Sat þar góða stund með henni og Daða, núverandi spúsa og einnig gömlum MH-ing og áttum við ágætt spjall. Hjördís er semsagt starfandi um stundarsakir sem læknir við héraðssjúkrahúsið. ehhá og einmitt.

Eftir buxnakaupin var farið til baka á gistihúsið sem við fengum að liggja á og er í eigu málglöðustu konu Vestfjarða. Við Árni vissum það nú ekki fyrr en morguninn eftir þegar konan samkjaftaði ekki meðan við borðuðum morgunmatinn.. and then some.. voru nebblega búin að gera upp eitt elsta hús landsins og við fengum sumsagt vægast sagt nánar lýsingar á því ferli öllu.. enda andvörpuðum við bæði þegar við komum út... og sögðum ekkert í klukkutíma eða svo.. bara til að njóta þagnarinnar..

á gistiheimilinu svaf ég svo í 3 tíma.. þarf að fara oftar út á land að halda tónleika.. fátt meira afslappandi en það. Maður getur nefnilega ekkert annað gert, sem gerist jú aldrei þó maður sé heima.. maður þarf að þrífa ískápa og hanga á netinu og ganga frá kvittunum og fara í búðina og... þið vitið hvað ég meina.
Við Árni fórum svo um sex í mat til Jónasar og Siggu, svaka góðan austurlenskan kjúkling sem ég gat samt ekki borðað nema í mýflugumynd.. ekki gott að troða sig út fyrir tónleika.

Svo fórum við heim á gistiheimili og upphófust reimingarnar miklu.. eiginlega ótrúlegt afrek að takast að klæða sig sjálfur í nýja kjólinn.. zæll.. þvílíkar hneppslur og reimar á mjóbakinu.. en það hafðist með hinum undarlegustu tilfæringum! :)

Tónleikarnir gengu svo eins og áður sagði eins og í sögu þrátt fyrir verri mætingu en Jónas og Sigga höfðu búist við (einhver kóræfing í kammerkór staðarins og einhverjir menningarvitarnir á fundi í Reykjavík) , og á eftir var okkur.. og öllum tónleikagestum (fyrst þeir voru nú ekki nema 30) boðið upp í ost og rauðvín. Og svo meira.. og meira... og meira...

Kom rallháf í herbergið mitt og sá skilaboð frá Hildigunni um að Borgó hefði hent MR út sem var nú ekki til að gera kvöldið leiðinlegra.. ó seisei nei... og talaði svo örstutt við ofurmanninn.. og fór svo að sofa.

Eftir fyrirlesturinn.. nei afsakið morgunmatinn flugum við Árni heim(ir). Og síðan ekki söguna meir.

Jahh nema.. keypti miða á Pixies í dag.. æm só heppí...

laugardagur, mars 20, 2004

jæja þá..

er komið að því að ferðin ógurlega verður reifuð hér á síðunni..

Hún hófst með því að tilkynnt var að ákveðið hefði verið að lenda á Þingeyri vegna þess að ófært var á Ísafjörð. Gaman, gaman, undirrituð hefur aldrei barið þann mæta stað augum og hugsaði sér því gott til glóðar. En ekki varð nú af neinum grilltilburðum í þetta sinn, stuttu seinna var sumsagt tilkynnt að einnig væri orðið ófært til Þingeyrar.. héngum við nú á zúrasta "matsölustað" landsins, þeas flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli í góðu yfirlæti í rúman einn og hálfan tíma þar til ákveðið var að taka sénsinn á Ísafirði.

En hvað er MEÐ þennan viðbjóð þarna á vellinum? Þarna er þessi vægast sagt grísugi maður og steikir sveitta harmborgara ofan í kasket-klædda menn fyrir kl 10 á morgnana.. milli þess sem hann afgreiðir mæjónessyndandi rækjur á hvítu brauði og súkkulaðihúðaðar kleinur með sméri til grandalausra offitusjúklinga á leiðinni heim í Essósjoppur hinna og þessara krummaskuða..
Ekki er möguleiki að fá drykkjarhæft kaffi né nokkuð sem á nokkurn hátt gæti talist hollt. Og svona er þetta búið að vera síðan ég man eftir mér.. meira að segja með sama fituga gaurinn bak við borðið. Væri nú ekki sniðugt að fá einhverja smarta aðila, s.s. Kaffitár til að koma með stað þarna á völlinn?

Allavega þá var flugferðin tiltölulega tíðindalaus, þrátt fyrir verulegan hristing í djúpinu. Þar eð ég er algjörlega laus við flughræðslu af nokkru tagi (fyrir utan eitt skipti með fyndna barnið í röri íslandsflugs í brjáluðu veðri á leiðinni til Akureyrar) þá fannst mér þetta hin besta skemmtun (gaman að vera svona shaken.. not stirred) og dáðist að stórfenglegu útsýninu.
En svo dró til tíðinda í lendingunni, þegar við vorum rétt að snerta jörðina ákvað flugstjórinn að þetta væri nú ekki nógu sniðugur sviptivindur þarna á vellinum og ákvað að gera aðra tilraun. Sú gekk nú betur og lentum við í það skiptið heil á höldnu.

Damn! Æfing í Nes eftir tíu.. verð að halda áfram síðar.. :)

föstudagur, mars 19, 2004

Ísafjörður Rokkar Feitan Gölt...

jájá eins og ég sagði hér að neðan einkurstaðar þá gekk þvííílíííkt vel á Ísó, tónleikarnir án efa þeir bestu sem við Árni höfum spilað.. en nenni ekki of miklu pári í kveld, lofa ferðasögu á morgun.. en fyrst þetta:

Fyndna barnið við pizzuétandi pabbann:

Ragnheiður Dóra: og.. og á morgun er laugardagur og þá förum við í sund og kaupum svo pulsu og förum svo og kaupum nammi!

Pabbi: og má ég fá líka nammi?

Ragnheiður Dóra: neeei..

Pabbi: af hverju ekki?

Ragnheiður Dóra: jahh sko.. þú borðar alltaf svolítið mikið...

(á föður hennar kemur vægast sagt undarlegur svipur)

Ragnheiður Dóra eftir dálitla stund: borðar alltaf svo mikið af pizzu...

Þarf ekki að taka fram að móðir hennar er búin að vera flissandi að þessu í allt kvöld... múhahahaha :)

fimmtudagur, mars 18, 2004

Ísafjörður or bust...

jæja, þá hefst áhlaupið til að ná heimsyfirráðum á hinum merka stað Ísafirði...

fyrst Ísafjörður... THEN THE WOOORLD!!!

wish me luck people ;)

miðvikudagur, mars 17, 2004

Dómur dauðans..

"Hildigunnur Rúnarsdóttir hefur hingað til verið kunnust af frekar látlausum sönglögum og kórverkum, og kom því undirrituðum satt að segja í opna skjöldu með nýjasta verki sínu Kemur kvöld fyrir 10 manna grunnsveit Caputs (tréblásarakvintett og strengjakvartett + kontrabassa) og sópran, við að vísu mjög músíkalskan ljóðatexta Guðmundar Böðvarssonar. því þótt enn kæmi söngpartur við sögu - snilldarvel útfærður af systur tónskáldsins Hallveigu Rúnarsdóttur er fékk að njóta sín til fulls á óviðjafnanlega tæra hásviðinu - var hljóðfærarithátturinn óvenjumikið útfærður. Aðalandstæðupólar verksins birtust í líðandi púlslausum söknuði á móti sagnadansandi jörfagleði. þar mátti heyra í senn fjölbreyttan, hæfilega nútímalegan en samt frumlegan stíl í sérkennilega heillandi epísk-lýrískri blöndu, er hélt athygli manns allt til enda án þess að beita gatslitnum nýhyggjukenjum, hvað þá að varpa klassískri raddfærslu fyrir róða.

það er ákveðin vísbending um endingarvænleika nýs tónverks þá sjaldan setur að hlustandanum kitlandi löngun til að geta hlustað betur á það í ró og næði af hljómdiski, frekar en að láta það hverfa áhyggjulaust í glatkistu gleymskunnar. því miður gerist það sjaldnar en tárum tekur í þrotlausum sæg einnota nútímaafurða. En í þetta sinn var tilfinningin ósvikin, og ekki spillti fyrir natinn flutningur Caputverja undir stjórn Daníels Bjarnasonar.

Ríkharður Örn Pálsson"

jeeahhh ;)

þá eru það bara upptökur.. ha... ha.. er þakki? Áfram ég, Hildigunnur, Danni og Caput!

Og læt ég nú þessari virtúal sjálfsklappingu lokið.

jahh eða næstum, vert að minnast á að ég verð í Reykjanesbæ með Árna Heimi þann 1. apríl. Og vil benda á að það eru engir þröskuldar á Reykjanesbrautinni...

mánudagur, mars 15, 2004

gazalega er mar eikkvað jákvæður í dag..

93% Of The Internet Loves Me!
I am loved by 93% of the population, including:
8988 people who love quiz takers
9319 people who love bloggers
5939 people who love star wars fans
In return, I love 96% of the population, including:
5891 people talking on cellular phones
3934 naked people
5393 people who drink lots and lots of coffee
show the love at spacefem.com


hehe.. enda er annað hægt í þessu dásemdarveðri.. fyndið samt hvað maður er ótrúlega præmal.. að stjórnast svona af veðrinu.. tíhí

p.s. stal þessu frá henni Stínu eins og mörgu öðru skemmtilegu hér.. man bara aldrei eftir að láta vita.. grrr..

en það er allt í lagi því þá get ég sagt:

Sorrí Stína!

sunnudagur, mars 14, 2004

því lengilengi lifi hún sem listir allar kann!!!



Í dag er snillingurinn Hildigunnur systir mín fertug. Hún Hildigunnur systir mín er stórfengleg manneskja. Ekki nóg með að hún sé frábært tónskáld, fiðluleikari, söngkona, kokkur, lestrarhestur, kennari, tölvuséní, mamma, eiginkona, gestgjafi, vínsnobbari og matreiðslubókasafnsfræðingur heldur er hún líka ein skemmtilegasta, yndislegasta, jákvæðasta og ljúfasta manneskja sem ég þekki.

Og einn besti vinur sem ég á.

Á hana Hildigunni systur mína er ALLTAF hægt að treysta. Hundrað og fimmtíu prósent. Og það eru ekki til margar svoleiðis manneskjur í þessum heimi.

Endalausir kossar og knús í dag elsku besta stóra systir mín.. :)

laugardagur, mars 13, 2004

jei..!

elska presónuleikapórf.. og elska Parry Hotter (hotter than who is this parry you talk about?) þannig að þetta er náttúrulega schnilld..

Pirate Monkey's Harry Potter Personality Quiz
Harry Potter Personality Quiz
by Pirate Monkeys Inc.


Annars bara.. árshátíð í kveld ossona.. ætla að vera í geeeka dressinu mínu.. úú æm só hott..( bara eins og parry!)

fimmtudagur, mars 11, 2004

veivei og jóhó.. áfram kaffi og súkkó!

eins og dagurinn í gær var frekar súr hefur þessi verið ljúfur sem lamb... stundum gerist eitthvað smávegis sem algjörlega bjargar deginum fyrir mann..

í dag keyrði ég liðið mitt í dagvistunina, jón í símahúsið og fyndna barnið á jörva, tók svo svaðalegan ræktartíma sem lét mér líða alveg gífurlega vel. Þetta endorfín er nú alveg að virka skal ég segja ykkur!

Ákvað svo að koma við hér og fá mér kaffi. Við Ragnheiður förum stundum þarna á morgnanna og fáum okkur morgunmat og stundum fer ég líka þarna til að næla mér í stórfenglegan kaffibolla eins og núna áðan og við þau tækifæri fjárfesti ég líka í litlum 70% súkkulaðistykkjum sem eru sosum eins og tveir munnbitar. Ekki er nóg með að þessi eðalfæða sé meinholl, hamingjuhvetjandi og einstaklega bragðgóð, heldur hefur hún líka þann eiginleika að drepa matarlyst. Þannig að með kaffi er sjúkkó með betri samherjum manns þegar maður vill missa einhver grömm, koffín er líka matarlystarmorðingi sko.

ALLAVEGA þá var ég búin að kippa einu stykki úr krukkunni þegar indæla kaffikonan benti mér á að það væri verið að gefa eins súkkulaði í smakk og hvort ég vildi ekki bara fá mér af því. Ég þáði það með þökkum og fékk mér bita. Þá spurði hún hvort mér fyndist þetta gott? Ég hélt nú það og sagði henni að ég væri orðin háð 70% súkkulaði. Haldiði þá ekki að hún hafi snúið sér við og náð í heljarstykki af þessu guðafæði og rétt mér! með þeim orðum að það væri nú stefna þeirra að gera vel við svona fastakúnna eins og mig! ÞETTA kalla ég góða viðskiptahætti.. enda sagðist ég myndu koma mun oftar eftir þetta og mæla með að fleiri fylgi því fordæmi sem ég geri hér og nú.. ÁFRAM café konditori Copenhagen!

miðvikudagur, mars 10, 2004

meloncollie me

vitiði.. ég segi bara eins og Stína að þetta veður fer nú eiginlega ekkert sérlega vel í mig...

núna er rétti tíminn til að segja mér hvað ég sé frábær og yndisleg.. (ekki það að það séu til neinir vitlausir tímar fyrir það.. hehe)

en.. úff og úff

Best að drulla sér í ræktina.. hlýt að hressast við það.

yeahhhh ;)

I am the Master of the Universe!
Magister Mundi sum!
"I am the Master of the Universe!"
You are full of yourself, but you're so cool you
probably deserve to be. Rock on.


Which Weird Latin Phrase Are You?
brought to you by Quizilla


svo rétt, svo rétt.. hvernig GÁTU þeir vitað þetta?

Væmniblogg.. jafnið ykkur bara á því...

Mikið er gott að eiga góða vini.. var í smess sambandi við Gönsó í dag.. ótrúlega gott að heyra í honum. Átti svo alveg gífurlega upplífgandi og nærandi kaffihúsahitt með henni elsku Þóru Björk minni í kvöld, svona vinir hlýja manni um hjartaræturnar. Og svo bíður elsku maðurinn minn eftir mér þegar ég kem heim. Og hann er jú bestur af öllum.. jahh fyrir utan fyndna barnið auðvitað :)

sunnudagur, mars 07, 2004

því lengi lengi lifi hann sem listir allar kann!

Gærdagurinn og kvöldið voru gífurlega skemmtileg, söng auðvitað nýja verkið hennar Hildigunnar á 15.15, verkið er svakalega fallegt, og flutningurinn gekk nú bara nokkuð vel.. þrátt fyrir smá ræmi í byrjun og stórfurðulegt flettingaslys í lokin (var allt í einu komin inn í miðjan schnittke madrígala.. hefði nú ekki komið neitt sérlega vel út að fara að blanda því þarna við..).

Þegar ég gekk út úr salnum eftir klappið beið ólibróðir hoppandi af æsingi að hendast af stað, þurftum að vera komin niður í Laugarneskirkju á tíu.. gekk nú upp á endanum eftir mikið japl, jaml og fuður að komast inn í "almenning" í Borgarleikhúsinu þar sem ég hafði skilið draslið mitt eftir.. þrátt fyrir að vera búin að syngja þarna sosum eins og eina óperu, taka þátt í ballettsýningu með íslenska dansflokknum (!), syngja fyrir einkurar kellingar á ráðstefnu dauðans og hafa verið í starfskynningu í húsinu þegar ég var í níunda bekk hefur þeim einhvurnveginn aldrei dottið í hug að gefa mér allsherjarlykil að pleisinu.. mættu nú alveg fara að bæta úr því! hrummppfff

Brúðkaupið Ingu og Kidda var bara æðislegt. Athöfnin þvílíkt falleg og veislan hriikalega skemmtileg. ég og ólibróðir slógum í gegn með því að syngja (reyndar án þess að kunna neitt í því, þeas ég) Brindísí dúettinn úr La Travíata (sungið hann bryndís nokkuð? harhar) en allir voru orðnir vel freyðivínslegnir þannig að textaklúður og þvíumlíkt gerði sem betur fer ekkert til :) hehe

Beint úr brullaupi í humar og hnetukjúkling á sexunni. Mjög mikilvægt. Og svo skrall á eftir..

Og í dag sveik ég lit og fór í hitt leikhúsið með súppa sæta og fyndna barninu að sjá Dýrin. JESÚS hvað sýningin er skemmtileg! Við súppi lágum í krampa yfir öllum leyndu sexjúal innjúendunum og vísununum í gamla lögguþætti í sjómmarpinu á meðan Ragnheiður tók virkan þátt í fjörinu.. ehh jafnvel of virkan á stundum, í salnum glumdi við gleðihlátur þegar þessi sena átti sér stað:

Fyndna barnið á Dýrunum í Hálsaskógi:

Mikki refur (að taka reykt svínslæri á bænum) : það stóð ekkert í lögunum að það væri bannað, er það nokkuð?

Börn í salnum: Neeei

Ragnheiður Dóra: Jú það er bannað! Ég er nú bara svo aldeilis hissa á þér Mikki!



föstudagur, mars 05, 2004

GIGANTIC! GIGANTIC! GIGANTIC!

æææææm SÓÓÓÓÓÓ heppí!





snillingar.. snillingar... snillingar....

26. maí... get ekki beðið....

(hér kemur risastórt bros)

plöggedíplögg ;)

Á laugardaginn kemur kl. 15:15 á Nýja sviði Borgarleikhússins mun CAPUT
flytja 5 verk eftir Alfred Schnittke og frumflytja nýtt verk eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur. Verk Hildigunnar, sem er fyrir sópran og 10
hljóðfæri, heitir "Kemur kvöld" og er við ljóð Guðmundar Böðvarssonar.
Einsöngvari í verkinu er Hallveig Rúnarsdóttir og stjórnandi er Daníel
Bjarnason, en þetta er frumraun þeirra beggja með CAPUT hópnum.

Verk Schnittkes efnisskránni á laugardaginn verða Hymn I fyrir selló, hörpu
og pákur (1974), Hymn II fyrir selló og kontrabassa (1974), Hymn III fyrir
selló, fagott, sembal og rörklukkur (1975), Hymn IV fyrir selló,
kontrabassa, fagott, hörpu, sembal, rörklukkur og pákur (1977) og Kanon
fyrir strengjakvartett, tileinkaður minningu Stravinskys (1977).

þetta var auglýsingin, hér kem ég.. allir að mæta! verkið hennar Hildigunnar er með því flottara sem ég hef heyrt eftir hana.. jáogjáogjá... nánari upplýsingar og myndir og síví af okkur snillingunum er svo að finna hér.

Annars af mér að frétta að það er allt að verða vitlaust.. sést varla heima hjá mér þessa dagana og verður líklegast þannig fram yfir keppni.. en ég skal reyna að henda einhverju hér inn af og til :)

mánudagur, mars 01, 2004

Fyndna barnið á leiðinni heim í bílnum í dag:

Ragnheiður Dóra: Pabbi! veistu hvað verður í matinn hjá okkur!

Pabbi: nei, hvað?

Ragnheiður Dóra: það verður PASTA!

Mamma: nei það verður ekkert pasta, það verður kjúklingur í súrsætri sósu og hrísgrjón.

Ragnheiður Dóra: Nei. Mér finnst það ekki gott.

Mamma: Víst finnst þér það gott.. þú hefur oft borðað það.

Ragnheiður Dóra: Nei, mér finnst það ekki gott. Mér finnst ekkert gott nema pasta... og pönnukökur.

:)