Væla Veinólínó

geðsveiflur dívunnar..

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

one down, one to go

jæja tónleikarnir búnir og nú er það bara risagiggið eftir..

saknaði nú þónokkurra andlita sem ég hafði búist við að sjá áðan..

ojæja, þau koma kannski í Háskólabíó á morgun :D

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

rétting með leið framanásér

tónleikarnir á morgun eru kl hálfeitt ekki korteryfirtólf..

og þabblaþa..

sunnudagur, nóvember 27, 2005

og hefst þá plöggið..

kæru vinir, oft voru tækifæri til að heyra í vælunni en aldrei sem nú!

á miðvikudaginn verðum við Árni Heimir og Berglind María flauta með aðventutónleikana í hádegistónleikaröð HÍ í norræna húsinu kl 12.15. Þar verða bornar á borð 3 flúnkunýjar útsetningar eftir nokkra snillinga úr linkalistanum mínum, eldri útgáfuna, Önnu og Þóru. Snillingar allar saman það get ég sagt ykkur. Þar fyrir utan verða þarna tveir þjóðverjar á stangli, Trunk heitir einn og Wolf (snillingur.de) hinn. Svo er Frank Martin að flækjast þarna líka með snilldarstykki.

Og svo daginn eftir er komið að því! yðar undirrituð debúterar (eða því sem næst) með Melabandinu, syngjandi Bach kantötu númer 51, Jauchzet Gott in allen Landen!!!

Verður geggjað, hlakka svívirðilega til!

Af okkur er annars allt gott að frétta. Fyndna barnið fékk sitt fyrsta fix af dópi móðurinnar áðan þegar hún gjörsamlega stal senunni á fyrsta gigginu sínu með Englakór Bústaðakirkju á aðventukvöldi. Almáttugur hvað hún var sniðug! Við lágum í kasti og flestir nærsitjandi líka...

laugardagur, nóvember 26, 2005

Sigurrós - lækkað verð!

nú er tækifærið! tveir miðar á Sigurrós annað kvöld á stórlækkuðu verði, aðeins 3000 krónur miðinn!

Ekki missa af tónleikum ársins! (þeas fyrir utan alla tónleika sem dívan kemur að.. ehrmmm)

plííííííííííííís einhver að kaupa miðana okkar :(

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

sigurros..

eigum miða á Sigurrós á sunnudagskvöldið.. en þá er fyndna barnið að syngja á aðventukvöldi, fyrsta alvörugiggið með englakórnum..

því eru tveir miðar til sölu fyrir áhugasama.. viðbrögð óskast í kommentin eða á hallveig(hjá)yahoo.com..

lofa ferðasögu einhverntíma seinna, en tékkið fyrst á afdrifum tölvunnar okkar á blogginu hjá nonnasæta :D Nýja tölvu anyone?

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

lonogdon

London var alveg stórfengleg eins og venjulega en þar sem heimferðin tók samtals tæpa 24 tíma verður eigi sagt frá því í meiri smáatriðum í bili.. kannski á morgun ef það er stuðari.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

jæja

þá er ég farin.. habbiði það gott skurnar mínar.

einn brandalakki áður en ég fer, frá Þorsteini Guðmunds á eddunni:

til hvers að gera sjónvarpsþátt um 12 einstæðar mæður að eltast við trésmið með varalit?

Sérstaklega þegar maður getur farið niður á kaffi reykjavík og horft á það í beinni...

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

vont og gott

vont:
Næ ekki í kennarann sem ég er að fara til út til London á morgun. Frekar pirrandi, en hlýtur að lagastmeð morgninum..
Forfallakennarinn minn í Hafnarfirði var búinn að gleyma mér og ég stend í síðustustundureddingum með seinni tímann minn. Ojæja, eldri útgáfan reddar mér ef allt annað klikkar..
Er ennþá að bögglast yfir þessu helvítis bakflæðiveseni sem kom með pensillíni dauðans um daginn.. verð að fara að panta viðtal hjá stofnfrumunni um þetta, þetta ER bara ekki nógu gott!

gott:
Fékk pénínga fyrir diskinn minn hjá menningarsjóði FÍH inn á reikninginn minn án þess einu sinni að fá tilkynningu um að ég ætti að fá styrk! Geðveeeeeeikt kúl. Þið rokkið FÍH-ingar..
Tónleikarnir gengu rosavel og ég söng eins og engel.. samt ekki Lund.
og síðast en ekki síst eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir.. duduruduuuuuu:

ÉG ER AÐ FARA TIL LONDON Á MORGUN!!!!! VEIVEIVEIVEIVEIVEIVEIVEIVEIVEIVEI!

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

matti scarlatti

eða reyndar alessandro (bara ekki jafnflott fyrirsögn) verður í aðalhlutverki hjá okkur í Rinascente í kvöld þar sem við flytjum hina heilögu þrenningu sem er óratóría eftir hann.
Tónlistin er frábær og þó ég segi sjálf frá verður flutningurinn bara alveg rosaflottur, la famiglia verður þarna að dunda sér, ég, ólibró, marta, hilda og siggi ofurfrændsystkinastóðið verðum í góðum fílingi ásamt tveimur öðrum frábærum söngvurum Hrólfi og Jóhönnu auk nokkurra dásamlegra hljóðfæraleikara í viðbót, söru og ödda svo ekki sé minnst á il maestro sjálfan, steina stuðbolta.

Mæli með þessu eindregið, þetta verður rosalega kúl, Neskirkja klukkan átta, kostar tvo þúsundkalla inn, verið þar eða verið ferköntuð.

Nánar um tónleikana og reyndar tónlistarhátíðina í heild sinni hér.

laugardagur, nóvember 12, 2005

ég og kvintinn

fór á ólíver með mínum yndislegu vinum gönsó, herdísi ofurjarðfræðibeib og stínu stuð (og tveimur vinkonum hennar, Ernu og Írisi.. skemmtilegar stúlkukindur þar) í gær, og þar sem ólíver er aðal happenin´ staðurinn í þorpinu (komin röð fyrir 11!) tilkynnti ég yfir borðið að ekki liði á löngu þar til eini heimsfrægi fýrinn á klakabúntinu, mr tarantino myndi mæta á svæðið.

Þegar hann (mér til mikillar sjálfsánægju) birtist skoraði ég á stelpurnar í keppni. Sú fyrsta sem næði að blikka gaurinn myndi vinna.

Skrapp svo á klóstið fljótlega upp úr því og gerði mér lítið fyrir, leit til gaursins og sendi hugskeyti sem snöggvast (við erum með svo sterkt tilfinningasjálf nebbla við listasnillingarnir, hugskeytin virka alltaf) og ekki stóð á því, hann leit upp, beint í augun á mér og ég nikkaði til hans.

Hann brosti á móti..

I´m so famous! Verst að ég gleymdi að ákveða einhver rosaverðlaun.. ferð í karíbahafið væri t.d. næs.

föstudagur, nóvember 11, 2005

fyndna barnið syngur leikskólalögin

Ragnheiður Dóra hástöfum:
Það var einu sinni strákur sem átti lítinn bíl, lítinn bíl bíl bíl
átti voða lítinn bíl,
og kennslukonan sagðonum að selja bílinn sinn, bílinn sinn sinn sinn
selja selja bílinn sinn..


the verdict is out...

Samkvæmt morgunblaðinu er STRANGLEGA BANNAÐ að syngja veikt.

ójá.

Bara voljúmið sem gildir, ekkert allt þetta bull um innlifun, fraseringar og að syngja eftir styrkleikamerkingum tónskáldanna.. hvílík vitleysa. Það verður að heyrast alminnilega í manni! :D

Best að muna þetta næst. Eða ekki. ;)

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

fúllyndi

dísús!

enn eitt skiptið dregið í þessum helv... potti og ekki er ég enn farin að sjá vinning.. búin að vera í þessu bloody goddam klúbbi í rúm tvö ár og númerið mitt hefur aldrei komið upp..

$#&&($"!#$&/&(&/%$$#"&/(%&/#$%&#$%!#$%#!!!!!!!!!


Nú er ég orðin veeeeeerulega fúl yfir þessu.

En auðvitað get ég ekki hætt. NEEEEEII!

þá kæmi djöbbuls talan auðvitað upp fjórtán sinnum í röð.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

hahahaahhahahahahahahahah

VÁ hvað þessir vesalings kanar geta verið heimskir..

ofstækistrú hvað? Norðmenn verða bara að fara að passa sig, kansasmenn fara bráðum að slá þá út sveimérþá.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

sybbuskapur

jeminneini jesosybbin.

er ennþá að berjast við einhvern fjanda í uppáhaldshálsi allra landsmanna þannig að í gær var brugðið á það ráð að heimsækja nanatæ og var þar skellt sér á grænt karrí sem hefði eins verið hægt að nota í meðalstórt missæl sökum styrkleika.

Verð nú að segja eftir tvær síðustu heimsóknir á krúatæ að nana er ekki alveg að standa sig í samanburðinum. En sterkt var það og þjónaði þarmeð tilgangi sínum.

Við Nonni ræddum styrkleika matarins ítrekað yfir diskunum (milli þess sem við þurrkuðum tárin sem láku stöðugt og snýttum okkur) og þegar eitthvað var liðið á máltíðina kastaði Jóninn spurningu á fyndna barnið sem sat og japlaði á harmborgaranum sem hún fékk:

Pabbi: hvað segirðu Ragnheiður, er hamborgarinn þinn líka sterkur?

Ragnheiður Dóra: já... hann getur meira að segja lyft sprætinu mínu.

Hún er sniðug stelpan, ekki hægt að neita því.

föstudagur, nóvember 04, 2005

í fréttum er þetta helst:

Minningartónleikar um séra Árna Berg Sigurbjörnsson verða haldnir í Áskirkju laugardaginn 5.nóvember kl. 17.00.
Á tónleikunum mun Kór Áskirkju flytja íslenska efnisskrá sem byggð er á ættjarðarlögum ásamt kirkjulegri kórtónlist. Þá munu koma fram einsöngvararnir Jóhann Friðgeir Valdimarson, Hallveig Rúnarsdóttir, Jóhönna Ósk Valsdóttir og Oddný Sigurðardóttir og verða þau einnig á íslenskum nótum. Þau eru öll fyrrverandi og núverandi meðlimir í kór Áskirkju. Stjórnandi og píanóleikari er Kári Þormar.
Kór Áskirkju var stofnaður í núverandi mynd haustið 2001 en í honum eru um 20 tónlistarmenntaðir söngvarar sem hafa flestir verið með frá upphafi. Nú fyrir skömmu gaf kórinn út geisladiskinn Það er óskaland íslenskt, sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda, og var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Kórinn hefur haldið fjölda tónleika í Reykjavík og nágrenni auk tónleikaferðar um Norðurland síðastliðið sumar.
Séra Árni Bergur Sigurbjörnsson þjónaði sem sóknarprestur í Ólafsvíkurprestakalli frá 1972 til 1980 og í Ásprestakalli í Reykjavík frá 1980. Hann var mikilsmetinn prestur og fræðimaður sem geislaði frá sér hlýju og mannkærleika hvar sem hann kom. Hann lést 17. september síðastliðinn. Kór Áskirkju átti alla tíð einstaklega gott samstarf við séra Árna Berg og studdi hann starf kórsins með ráðum og dáð. Því vill kórinn sýna þakklæti sitt með þessum minningartónleikum og styrkja í leiðinni gluggasjóð Áskirkju, en allur ágóði af tónleikunum mun renna í hann.

mission seems to be accomplished

ég er allavega muun skárri í dag, er samt ennþá með smá kitl í hálsinum þegar ég syng, gæti reyndar frekar verið sprungna æðin á raddböndunum en sýkingin sem virðist vera á hröðu undanhaldi, þökk sé amoksíklavinu frá Einsa beib.(aaaaaa við Einar)

Er samt smátt og smátt að fatta að öll þessi velgengni mín sem söngvara er síríóslí að saxa á djammmöguleika mína. Ég get aldrei gert neitt því ég er alltaf að fara að syngja eitthvað fljótlega! En það er nú ekki eins og þetta sé neitt sérlega erfitt val:D

Samt skandall að gönsóinn minn sé búinn að vera í viku heima án þess að við höfum hist. Bæti úr því fljótlega fyrst allur aumingjaskapurinn virðist vera að leka af mér.

Bara eitt í stöðunni, VÚHÚ!

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

og já

bloggað frá Word henti út síðasta bloggi.. og þar sem ég get ekki bloggað svona löngum texta frá blogger fær það bara að vera úti. Nenni ekki að setja það aftur inn í gegnum Wordið, of mikið vesin og pirringur :D Voru ekki allir búnir að lesa það og æsa sig hvortðer?

hálsbólgudraugurinn

er eitthvað að hafa sig frammi í mínum vægast sagt verðmætu (allavega þessa daganna) raddböndum. En ég skal sko snúa á helvítið! 7 skammtar af sólhatti, eitt stykki risarófa (fyrir c vítamínið, appelsínur eru óvinir vélindans númer eitt), engiferseyði með hunangi og sítrónu, sterainnöndun og pensillín maulað eins og súkkulaðirúsínur. Einar Ofurlæknir tú ðe reskjú eina ferðina enn (hann skorar nú hátt á snillingaskalanum thoroddseninn sá skal ég segja ykkur), reddaði mér dópinu og innönduninni.

Fæ alveg illt í veskið við tilhugsunina um að leggjast í pestina hennar stóru systur.

Onei. Það SKAL ekki verða!!!

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

húman(t)íska

Vegna fjölda áskorana:

Þegar maður er ungur og fullur af eldmóði er ekkert sem heillar jafnmikið og að fara í eitthvað indælt húmanískt fag í háskólanum. Allir vinir manns (sem vita nótabene ekki baun hvað þá langar að verða þegar þeir eru orðnir stórir) skjögrast út úr menntaskóla og beinustu leið í háskóla allra landsmanna (stóra gráa byggingin þarna rétt hjá díkód) og inn á skráningarskrifstofu þar sem velt er fyrir sér hvurt fagið eigi nú að velja. Íslensku? Kynjafræði? Kannski frönsku, mannfræði eða bókmenntir? Eða bara skella sér í drottningu ullartreflavefjandi pípusjúgandi menntskælinga, heimspeki.

Og svo er setið yfir kaffi og sígó daginn út og inn og spegúlerað í merkingum ljóðlína Gyrðis Elíasar eða þróun mbútú ættflokksins í Kenýa, rýnt í nýjustu þýðingu Ingibjargar á smásögum Dostojefskís eða rifist um kenningar Kants um efahyggju. Og þetta er gott og blessað og fallegt og allir á leiðinni að bjarga heiminum.

Svo er útskrifast. Og hvað þá? jújú sumir fara sosum að skrifa fræðibækur eða fara beint í doktorinn (múhaha) og skrifa greinar í blöðin og setja upp memmingarvefsíður og halda uppi misskemmtilegum innhverfum bloggum með áframhaldandi spegúlasjónum, yfirleitt ennþá með kaffibollann að vopni (þó hann heiti auðvitað núna tvöfaldur sojalatte) en svona oftast er búið að drepa í sígóinu.
En meirihlutinn fer að vinna við eitthvað allt annað. Það gengur nefnilega svo helvíti illa að merkja sig í stóru númerabókinni sem bókmenntafræðing og bíða eftir að einhver hringi sem vantar greiningu á ljóðabók í hvelli. Svo fólk fer að vinna í búð eða banka, bílaþvottastöð eða pizzustað. Og endar svo auðvitað í upphafi fertugsaldursins í mba námi í viðskiptafræði eða í kvöldskóla í markaðsfræðum eða öðru hagkvæmu námi, svona innkomulega séð.

En hefðu þá vinirnir ekki bara átt að skella sér beint í peningafræðin á sínum tíma? Nei, það finnst mér alls ekki. Það er nefnilega alveg óstjórnlega gaman að pæla í kant og kynjafræði. Að lesa góðar bókmenntir og fara til Frakklands sem skiptinemi. Og það er einmitt það sem maður Á að gera þegar maður er ungur og fullur af eldmóði og langar til að bjarga heiminum. Þegar maður er kominn á fertugsaldurinn er maður nefnilega alltof þreyttur til að hugsa um þetta allt. The kids need new shoes og allt það. Rauðvín með steikinni, nýja boss skyrtu á þriggja mánaða fresti, og svo þarf að gera við handbremsuna á kagganum. Og það er líka skemmtilegt og notalegt að eiga það líf, eiga börnin sín og byggja upp heimili. En þá er ljúft til þess að hugsa að hafa þó átt sinn dýrmæta bernskutíma í háskólanum hjá díkód.. það er eiginlega lúxusinn við að búa á landi eins og þessu. Og vera fyrir vikið töluvert víðsýnni og betri þjóðfélagsþegn og uppalandi.